Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2025 09:30 Kadeisha Buchanan hefur unnið átta landslitla á síðustu níu árum með Lyon og Chelsea. Getty/Ali Painte Margaldur meistari í bæði franska boltanum og enska boltanum er að stofna baráttusamtök fyrir einstæðar mæður í Kanada. Kadeisha Buchanan er varnarmaður ensku meistaranna í Chelsea og hefur auk þess spilað 154 landsleiki fyrir Kanada. Hún nýtir eigin reynslu af því að alast upp á heimili með einstæðu foreldri til að hjálpa öðrum. Kanadíska landsliðskonan, sem ólst upp með sex systrum, varð vitni að fjárhagslegum erfiðleikum móður sinnar við að ala upp fjölskylduna eina. Nú er Buchanan að stofna sjóð til að styðja einstæðar mæður og dætur þeirra við að fá auðveldari aðgang að tækifærum í fótbolta. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Þessi þrítuga knattspyrnukona er ein af fjórtán konum í fótbolta á heimsvísu sem FIFA hefur valið til að taka þátt í nýrri áætlun um samfélagsleg áhrif. Hver leikmaður hefur lagt fram verkefni sem miðar að því að skapa jákvæðar breytingar í kvennaknattspyrnu og fær 25 þúsund dollara í upphafsstyrk ásamt faglegum stuðningi og viðbótarúrræðum. Það jafngildir meira en þremur milljónum íslenskra króna. Tillaga Buchanan beinist að því að veita styrki fyrir samgöngur, skráningargjöld og búninga, auk ókeypis miða á leiki og viðburði kanadíska landsliðsins. Sjóðurinn hennar verður settur á laggirnar í janúar og fyrstu æfingabúðirnar eru áætlaðar í apríl. Buchanan segir að hvatning hennar komi beint frá uppeldi hennar. „Fótboltinn var alltaf mitt athvarf,“ útskýrði hún og minntist erfiðleikanna við að alast upp í félagslegu húsnæði á bótum á meðan móðir hennar vann hörðum höndum að því að framfleyta fjölskyldunni. Hún vill að framtak hennar fjarlægi fjárhagslegar hindranir svo börnum líði ekki óþægilega við að biðja um hjálp bara til að geta spilað. Áætlunin, sem er undir stjórn Sarai Bareman, yfirmanns kvennaknattspyrnu hjá FIFA, og Jill Ellis, yfirmanns knattspyrnumála, nær til leikmanna á borð við Alessiu Russo, Khadija Shaw og Mary Earps. Hver þátttakandi einbeitir sér að mismunandi málefnum, allt frá stuðningi eftir meiðsli til leiðtogaþróunar. FIFA áformar að gera áætlunina að árlegu tækifæri og gefa nýjum leikmönnum kost á að hafa þýðingarmikil áhrif bæði innan og utan vallar. Kadeisha Buchanan hefur verið mjög sigursæl á ferli sínum. Hún hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla með Chelsea og varð einnig fimm sinnum franskur meistari með Olympique Lyonnais. Með Lyon vann hún einnig Meistaradeildina fimm sinnum þar af tvisvar sinnum með Söru Björk Gunnarsdóttur. Enski boltinn FIFA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Kadeisha Buchanan er varnarmaður ensku meistaranna í Chelsea og hefur auk þess spilað 154 landsleiki fyrir Kanada. Hún nýtir eigin reynslu af því að alast upp á heimili með einstæðu foreldri til að hjálpa öðrum. Kanadíska landsliðskonan, sem ólst upp með sex systrum, varð vitni að fjárhagslegum erfiðleikum móður sinnar við að ala upp fjölskylduna eina. Nú er Buchanan að stofna sjóð til að styðja einstæðar mæður og dætur þeirra við að fá auðveldari aðgang að tækifærum í fótbolta. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Þessi þrítuga knattspyrnukona er ein af fjórtán konum í fótbolta á heimsvísu sem FIFA hefur valið til að taka þátt í nýrri áætlun um samfélagsleg áhrif. Hver leikmaður hefur lagt fram verkefni sem miðar að því að skapa jákvæðar breytingar í kvennaknattspyrnu og fær 25 þúsund dollara í upphafsstyrk ásamt faglegum stuðningi og viðbótarúrræðum. Það jafngildir meira en þremur milljónum íslenskra króna. Tillaga Buchanan beinist að því að veita styrki fyrir samgöngur, skráningargjöld og búninga, auk ókeypis miða á leiki og viðburði kanadíska landsliðsins. Sjóðurinn hennar verður settur á laggirnar í janúar og fyrstu æfingabúðirnar eru áætlaðar í apríl. Buchanan segir að hvatning hennar komi beint frá uppeldi hennar. „Fótboltinn var alltaf mitt athvarf,“ útskýrði hún og minntist erfiðleikanna við að alast upp í félagslegu húsnæði á bótum á meðan móðir hennar vann hörðum höndum að því að framfleyta fjölskyldunni. Hún vill að framtak hennar fjarlægi fjárhagslegar hindranir svo börnum líði ekki óþægilega við að biðja um hjálp bara til að geta spilað. Áætlunin, sem er undir stjórn Sarai Bareman, yfirmanns kvennaknattspyrnu hjá FIFA, og Jill Ellis, yfirmanns knattspyrnumála, nær til leikmanna á borð við Alessiu Russo, Khadija Shaw og Mary Earps. Hver þátttakandi einbeitir sér að mismunandi málefnum, allt frá stuðningi eftir meiðsli til leiðtogaþróunar. FIFA áformar að gera áætlunina að árlegu tækifæri og gefa nýjum leikmönnum kost á að hafa þýðingarmikil áhrif bæði innan og utan vallar. Kadeisha Buchanan hefur verið mjög sigursæl á ferli sínum. Hún hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla með Chelsea og varð einnig fimm sinnum franskur meistari með Olympique Lyonnais. Með Lyon vann hún einnig Meistaradeildina fimm sinnum þar af tvisvar sinnum með Söru Björk Gunnarsdóttur.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira