Óttast að skógrækt leggist nánast af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 16:32 Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. vísir/samsett Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum. Skógræktarfélag Íslands skilaði í gær umsögn við frumvarp umhverfisráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum er varða leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Í dag miðast tilkynningarskylda varðandi skógrægt við tvö hundruð hektara svæði en í frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði fært niður í fimmtíu hektara. Nái það fram að ganga þarf allt umfram það að fara í umhverfismat, sem er kostnaðarsamt að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Mikil skriffinska og kostnaður mun fylgja fyrirhuguðum breytingum, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.vísir/Vilhelm „Venjulegir landeigendur eða bændur munu ekki hafa efni á að stunda skógrækt í einhverjum mæli,“ segir Brynjólfur. „Þetta mun kosta milljónir og milljónatugi, eftir stærð landsvæða. Ég þekki eitt dæmi þar sem umhverfismat kostar á milli þrjátíu og fjörutíu milljónir króna.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að núverandi þröskuldur sé of hár og nái almennt ekki til skógræktarverkefna hér á landi. Ákvæðið sé því í raun ekki virkt. Nýræktun skóga feli í sér breytta landnýtingu og geti haft í för með sér miklar breytingar á vistkerfi og landslagi. Réttara að hækka þakið Brynjólfur óttast að nýrækt skóga muni hreinlega leggjast af, eða vera einungis á færi mjög fjársterkra aðila, fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið. „Í raun og veru ætti að hækka þetta viðmið upp í fimm hundruð hektara í staðinn fyrir að lækka í fimmtíu eins og er verið að gera í þessu frumvarpi.“ Hann bendir á að innan við eitt prósent af landinu sé þakið ræktuðum skógi. Ný krafa sem feli í sér skriffinsku og kostnað vinni gegn aðgerðum í loftslagsmálum „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu eru tíu til sjötíu prósent af landinu skógi vaxið. Þannig að samanburðurinn er náttúrulega allt annar hér á Íslandi. Hér eru bara allt aðrar aðstæður, landið er nánast skóglaust og þetta mun ekki hvetja til áframhaldandi skógræktar á Íslandi, síður en svo,“ segir Brynjólfur. „Við verðum að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða. Og þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að ná þeim markmiðum. Það er skógrækt. Og aukin skógrækt.“ Skógrækt og landgræðsla Alþingi Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Skógræktarfélag Íslands skilaði í gær umsögn við frumvarp umhverfisráðherra sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum er varða leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála. Í dag miðast tilkynningarskylda varðandi skógrægt við tvö hundruð hektara svæði en í frumvarpinu er lagt til að viðmiðið verði fært niður í fimmtíu hektara. Nái það fram að ganga þarf allt umfram það að fara í umhverfismat, sem er kostnaðarsamt að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Mikil skriffinska og kostnaður mun fylgja fyrirhuguðum breytingum, segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands.vísir/Vilhelm „Venjulegir landeigendur eða bændur munu ekki hafa efni á að stunda skógrækt í einhverjum mæli,“ segir Brynjólfur. „Þetta mun kosta milljónir og milljónatugi, eftir stærð landsvæða. Ég þekki eitt dæmi þar sem umhverfismat kostar á milli þrjátíu og fjörutíu milljónir króna.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að núverandi þröskuldur sé of hár og nái almennt ekki til skógræktarverkefna hér á landi. Ákvæðið sé því í raun ekki virkt. Nýræktun skóga feli í sér breytta landnýtingu og geti haft í för með sér miklar breytingar á vistkerfi og landslagi. Réttara að hækka þakið Brynjólfur óttast að nýrækt skóga muni hreinlega leggjast af, eða vera einungis á færi mjög fjársterkra aðila, fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið. „Í raun og veru ætti að hækka þetta viðmið upp í fimm hundruð hektara í staðinn fyrir að lækka í fimmtíu eins og er verið að gera í þessu frumvarpi.“ Hann bendir á að innan við eitt prósent af landinu sé þakið ræktuðum skógi. Ný krafa sem feli í sér skriffinsku og kostnað vinni gegn aðgerðum í loftslagsmálum „Í nágrannalöndum okkar í Evrópu eru tíu til sjötíu prósent af landinu skógi vaxið. Þannig að samanburðurinn er náttúrulega allt annar hér á Íslandi. Hér eru bara allt aðrar aðstæður, landið er nánast skóglaust og þetta mun ekki hvetja til áframhaldandi skógræktar á Íslandi, síður en svo,“ segir Brynjólfur. „Við verðum að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum ef við ætlum að vera þjóð meðal þjóða. Og þetta er ein mikilvægasta leiðin til þess að ná þeim markmiðum. Það er skógrækt. Og aukin skógrækt.“
Skógrækt og landgræðsla Alþingi Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira