Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2025 15:32 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir lýðræðið í húfi. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira