Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2025 11:03 Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nokkur orð á 151. fæðingarafmæli Churchills. „Never give in. Never give in. Never, never, never… except to convictions of honour and good sense.“ („Aldrei gefast upp. Aldrei gefast upp. Aldrei, aldrei, aldrei… nema vegna sannfæringar um heiður og skynsemi.“) Staðfesta og siðferðisþrek: Á þessum degi, fyrir 151 ári (30. nóvember 1874), fæddist Winston Churchill í Blenheim-höll. Orðin hér að framan, flutt í Harrow-ræðunni 1941, mitt í Orrustunni um Bretland, standa sem skýrasta ákall sögunnar um staðfestu, einurð og siðferðisþrek. Þau snerta mig sérstaklega, í ljósi nýlegra athugasemda minna á Vísi, þar sem ég sýndi hvernig ásakanir geta beygt mann en ekki brotið ef þær eru rangar og samviskan hrein. Hugrekkið er fremst mannkosta: Churchill orðaði það svona: „Courage is rightly esteemed the first of human qualities, because it is the quality which guarantees all others.” („Hugrekki er réttilega talið fremst meðal mannkosta því það er forsenda allra hinna.“) Hugrekki er ekki ögurstund á vígvellinum heldur kyrrlát þrautseigja við að hafna ósannindum, yfirþyrmandi þrýstingi og blekkingarvef lyginnar. Hugrekki er að velja sannleikann jafnvel þegar hann sé sársaukafullur. Arfleifð sem stendur timans tönn: Því er eðlilegt að ævi og arfleifð Churchills sé enn ljóslifandi sem táknmynd leiðtoga með mikilhæfa sjálfsmynd. Hann var ekki fullkominn, það er enginn en hann var óþreytandi kyndilberi gegn myrkravaldi sem margir töldu óstöðvandi. Stjórnmálaferill hans spann 60 ár og sat hann allan þann tíma nær óslitið á breska þinginu auk þess að gegna öllum helstu ráðherraembættum nema að stýra utanríkisráðuneytinu. Hann var örlagavaldur í báðum heimstyrjöldunum á 20. öldinni og skrifaði ítarlega sögu beggja í mörgum bindum. Hann hóf ferilinn sem riddaraliðsforingi veifandi sverði í valdatíð Viktoríu drottningar og endaði hann í seinni forsætisráðherratíð sinni með fingurinn á kjarnorkuhnappinum í valdatíð Elísabetar annarar, langalangömmubarns Viktoríu. Alls þjónaði hann 6 breskum þjóðhöfðingjum. Ótrúlega víðfeðmur æviferill: Á löngum ferli var hann riddaraliðsforingi, herfangi, blaðamaður, hermaður í skotgröfum fyrri heimstyrjaldar, rithöfundur, þingmaður, ráðherra, afkastamikill áhugamálari, sagnfræðingur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels 1953. Og ég er ugglaust að gleyma einhverju. Hann skrifaði, skóp, skipti um flokka þegar sannfæringin krafðist þess og frábað sér biturð eða hefndarhug þótt þunglyndið sækti á þegar verst gekk. Arfleifð hans er ekki aðeins sigrar á vettvangi stjórnmálanna eða vígvellinum, heldur sigur mannsandans á miklu mótlæti sem hefði hæglega getað umbylt örlagasögu mannkyns á verri veg hefðu nasistar haft betur. Framtíð frjálsrar hugsunar: Og sigurinn tryggði farveg frjálsrar hugsunar. Churchill fullyrti sjálfur: „The empires of the future will be empires of the mind.” („Heimsveldi framtíðarinnar verða heimsveldi hugans.“) Okkar er að reisa það heimsveldi: ekki með ægivaldi og yfirgangi hins sterka gegn hinum minnimáttar heldur með því að rækta frelsi, lýðræði, djörfung og dáð byggt á dómgreind, réttsýni, hugrekki og kjarki til að standa í ístöðin í stað þess að láta valta yfir sig. Höfundur er formaður Churchill klúbbsins á Íslandi sem er aðili að Alþjóðlega Churchill félaginu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun