Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar 1. desember 2025 06:00 Mark Rutte, framkvæmdstjóri Atlantshafsbandalagsins heimsótti Ísland fimmtudag 27. nóvember s.l. Í samtali við Mbl. sagði Rutte að allri Evrópu stafaði ógn af Rússlandi og útþenslustefnu þeirra. „Haldi nokkur á Íslandi að hann sé fjarri vígaslóðum heimsins, þá er það alrangt. Aðildarríki NATO eru nú öll á austurvígstöðvum. Og ástæða þess er einföld. Rússar hafa stóraukið umsvif sín.“ Á sama tíma undirstrikar hann nauðsyn þess að Evrópuríki stórefli eigin varnarviðbúnað. Enn fremur segir hann að „falli Úkraína þá mun það hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Og Vesturlönd mega hreinlega ekki láta það gerast.“ Þegar Rutte segir þetta að þá hafa Bandaríkjamenn lagt fram „friðartillögur“ í samvinnu við Rússa um endalok stríðsins í Úkraínu sem innihalda nánast allar ítrustu kröfur árásaraðilans án þess að ráðfæra sig við NATO eða Evrópu hvað þá Úkraínu sjálfa. Tekist hefur í kjölfarið að aðlaga þessa tillögugerð að nokkru leyti til hagsbóta fyrir öryggishagsmuni Evrópu og Úkraínu, en óvíst er um framhaldið sem mun væntanlega skýrast eftir fundi sendinefndar Úkraínu með Bandaríkjamönnum í byrjun desember. Rússar segja tillögu þá sem gerð var að þeirra undirlagi sé góður grunnur fyrir samningaviðræður um frið í Úkraínu, en á sama tíma hefur Pútín, forseti Rússlands undirstrikað að gefi Úkraína ekki eftir þau landsvæði í Luansk og Donetsk héruðum sem þeir hafa ekki enn hertekið, verði það gert með hervaldi. Með öðrum orðum að þá eru litlar líkur á því að Rússar samþykki frið við Úkraínu nema að landvinningar þeirra gegn sjálfstæðu og fullvalda ríki fylgi með. Leiðtogar Evrópu hafa varað við því að ríki eins og Rússland komist upp með að breyta viðurkenndum landamærum með hervaldi og fari svo er hætta á að það sé undanfari annarra árása gegn Evrópu innan þriggja til fimm ára. Hver er svo staða mála? Bandaríkjamenn virðast vera á bandi Rússlands og öryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu eru léttvæg í því samhengi. Trump, forseti hefur hætt allri vopnaaðstoð til Úkraínu nema þeirri sem Evrópa greiðir honum fyrir. Hann vill hefja viðskipti við Rússland á ný, afnema viðskiptaþvinganir sem á þeim hvíla og veita þeim aftur aðild að G-8 hópnum. Evrópusambandið sem hefur heitið Úkraínu órofandi stuðningi er ekki sameinað í þeirri afstöðu. Gleggsta dæmið eru átökin sem eiga sér stað um fjárhagsstuðning til landsins, en þar hefur Belgía neitað að nota vexti af frystum inneignum Rússa í belgíska seðlabankanum til aðstoðar Úkraínu. Þá hefur Orban, forseti Ungverjalands verið til trafala í öllum málum er varða Úkraínu, en hann er ekki einn um það. Með öðrum orðum að þá er aðstoð Evrópu við Úkraínu, þar með talin vopnaaðstoð verið of lítil og kemur iðulega of seint. Spyrja má hvenær Evrópa mun skipa sér við hlið Úkraínu ef verstu sviðsmyndir yfirstandandi átaka raungerast? Hvað Atlantshafsbandalagið varðar að þá er það ekki beinn þátttakandi í vörnum Úkraínu þó svo að það hafi gegnt ákveðnu hlutverki við samræmingu á hernaðaraðstoð annarra ríkja. Engar líkur eru á að það breytist á meðan bandarísk stjórnvöld styðja Rússa og Úkraína stendur utan bandalagsins. Í samtölum við Rutte undirstrikuðu íslensk stjórnvöld, að sögn, mikilvægi íslenska öryggismódelsins fyrir öryggi og varnir landsins sem er að útvista alfarið öllum vörnum landsins, nema þeim sem sérsveit Ríkislögreglustjóra getur veitt, til erlendra aðila, þ.e. NATO og Bandaríkjanna. Varnaðarorð Rutte um þá hernaðarvá sem við stöndum frammi fyrir virðist engu breyta né heldur misbrestir þeirra bandalaga sem við treystum á. Er þetta trúverðug öryggis-og varnarmálastefna fyrir Ísland og hvað ef hún reynist haldlaus? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnór Sigurjónsson NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mark Rutte, framkvæmdstjóri Atlantshafsbandalagsins heimsótti Ísland fimmtudag 27. nóvember s.l. Í samtali við Mbl. sagði Rutte að allri Evrópu stafaði ógn af Rússlandi og útþenslustefnu þeirra. „Haldi nokkur á Íslandi að hann sé fjarri vígaslóðum heimsins, þá er það alrangt. Aðildarríki NATO eru nú öll á austurvígstöðvum. Og ástæða þess er einföld. Rússar hafa stóraukið umsvif sín.“ Á sama tíma undirstrikar hann nauðsyn þess að Evrópuríki stórefli eigin varnarviðbúnað. Enn fremur segir hann að „falli Úkraína þá mun það hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Og Vesturlönd mega hreinlega ekki láta það gerast.“ Þegar Rutte segir þetta að þá hafa Bandaríkjamenn lagt fram „friðartillögur“ í samvinnu við Rússa um endalok stríðsins í Úkraínu sem innihalda nánast allar ítrustu kröfur árásaraðilans án þess að ráðfæra sig við NATO eða Evrópu hvað þá Úkraínu sjálfa. Tekist hefur í kjölfarið að aðlaga þessa tillögugerð að nokkru leyti til hagsbóta fyrir öryggishagsmuni Evrópu og Úkraínu, en óvíst er um framhaldið sem mun væntanlega skýrast eftir fundi sendinefndar Úkraínu með Bandaríkjamönnum í byrjun desember. Rússar segja tillögu þá sem gerð var að þeirra undirlagi sé góður grunnur fyrir samningaviðræður um frið í Úkraínu, en á sama tíma hefur Pútín, forseti Rússlands undirstrikað að gefi Úkraína ekki eftir þau landsvæði í Luansk og Donetsk héruðum sem þeir hafa ekki enn hertekið, verði það gert með hervaldi. Með öðrum orðum að þá eru litlar líkur á því að Rússar samþykki frið við Úkraínu nema að landvinningar þeirra gegn sjálfstæðu og fullvalda ríki fylgi með. Leiðtogar Evrópu hafa varað við því að ríki eins og Rússland komist upp með að breyta viðurkenndum landamærum með hervaldi og fari svo er hætta á að það sé undanfari annarra árása gegn Evrópu innan þriggja til fimm ára. Hver er svo staða mála? Bandaríkjamenn virðast vera á bandi Rússlands og öryggishagsmunir Evrópu og Úkraínu eru léttvæg í því samhengi. Trump, forseti hefur hætt allri vopnaaðstoð til Úkraínu nema þeirri sem Evrópa greiðir honum fyrir. Hann vill hefja viðskipti við Rússland á ný, afnema viðskiptaþvinganir sem á þeim hvíla og veita þeim aftur aðild að G-8 hópnum. Evrópusambandið sem hefur heitið Úkraínu órofandi stuðningi er ekki sameinað í þeirri afstöðu. Gleggsta dæmið eru átökin sem eiga sér stað um fjárhagsstuðning til landsins, en þar hefur Belgía neitað að nota vexti af frystum inneignum Rússa í belgíska seðlabankanum til aðstoðar Úkraínu. Þá hefur Orban, forseti Ungverjalands verið til trafala í öllum málum er varða Úkraínu, en hann er ekki einn um það. Með öðrum orðum að þá er aðstoð Evrópu við Úkraínu, þar með talin vopnaaðstoð verið of lítil og kemur iðulega of seint. Spyrja má hvenær Evrópa mun skipa sér við hlið Úkraínu ef verstu sviðsmyndir yfirstandandi átaka raungerast? Hvað Atlantshafsbandalagið varðar að þá er það ekki beinn þátttakandi í vörnum Úkraínu þó svo að það hafi gegnt ákveðnu hlutverki við samræmingu á hernaðaraðstoð annarra ríkja. Engar líkur eru á að það breytist á meðan bandarísk stjórnvöld styðja Rússa og Úkraína stendur utan bandalagsins. Í samtölum við Rutte undirstrikuðu íslensk stjórnvöld, að sögn, mikilvægi íslenska öryggismódelsins fyrir öryggi og varnir landsins sem er að útvista alfarið öllum vörnum landsins, nema þeim sem sérsveit Ríkislögreglustjóra getur veitt, til erlendra aðila, þ.e. NATO og Bandaríkjanna. Varnaðarorð Rutte um þá hernaðarvá sem við stöndum frammi fyrir virðist engu breyta né heldur misbrestir þeirra bandalaga sem við treystum á. Er þetta trúverðug öryggis-og varnarmálastefna fyrir Ísland og hvað ef hún reynist haldlaus? Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun