Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar 1. desember 2025 13:33 Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólagjafir fyrirtækja Jól Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar flest fyrirtæki eru farin að huga að jólagjöfum og hátíðlegum viðburðum fyrir starfsfólk í desember langar mig að deila með ykkur stuttum leiðbeiningum um þær skattareglur sem gilda á árinu 2025. Þetta eru reglur sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun um jólagjöfina er tekin, sérstaklega þar sem breytingar síðustu ára hafa haft áhrif á hvað telst skattfrjálst og hvað ekki. Peningagjafir Það fyrsta sem vert er að hafa í huga er að peningagjafir teljast alltaf til skattskyldra tekna hjá starfsfólki, óháð fjárhæð. Þetta á við um reiðufé, innborganir inn á bankareikninga og afhendingu á bankakortum eða fyrirframgreiddum kortum sem virka eins og debetkort. Slíkar gjafir eru skattlagðar eins og laun og teljast ekki til tækifærisgjafa. Þetta hefur breytt þeirri framkvæmd sem áður tíðkaðist víða, þegar bankakort voru vinsæl jólagjöf til starfsfólks. Efnislegar gjafir Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar. Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum. Hvenær verður gjöf að tekjum? Sú regla sem skiptir hvað mestu máli við skipulagningu jólagjafa árið 2025 er þó árlega 185.000 kr. hámarkið. Þar eru allar upplyftingar og viðburðir ársins teknir saman: árshátíð, starfsmannaferðir, jólahlaðborð, jólagleði og gjafir. Þessi kostnaður er skattfrjáls svo lengi sem heildarfjárhæðin á hvern starfsmann fer ekki yfir 185.000 kr. á árinu og viðburðir standa öllu starfsfólki til boða. Ef samanlagður kostnaður ársins fer yfir þessi mörk telst umframhlutinn til tekna hjá starfsmanninum. Þetta þýðir í reynd að vegleg árshátíð eða starfsmannaferð fyrr á árinu getur minnkað það svigrúm sem fyrirtækið hefur fyrir jólagjöf án þess að sú gjöf verði skattskyld. Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki. Höfundur er sérfræðingur í skattamálum hjá KPMG Law.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun