Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2025 13:00 Lögregluembættið á Suðurnesjum eftir skilað inn umsögn vegna frumvarps dómsmálaráðherra um brottfararstöð og yfirlögfræðingur embættisins býst við því að koma fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í þessari eða næstu viku. Vísir/arnar Lögreglan á Suðurnesjum fagnar því að fram sé komið frumvarp um brottfararstöð fyrir útlendinga því slíkt úrræði sé mannúðlegra en að vista fólk ýmist í fangelsi eða á flugvelli. Yfirlögfræðingur embættisins vill að málsmeðferð fólks sem ekki hefur rétt á að dvelja á landinu verði minna íþyngjandi og þung og þá setur hún ákveðna fyrirvara við vistun barna í brottfararstöðinni. Gert er ráð fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum muni koma til með að reka brottfararstöðina og hafi yfirumsjón með henni. Seint í gærkvöldi sendi embættið inn umsögn við frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum fagnar frumvarpinu en vill að málsmeðferðin verði einfölduð. „Þannig að hún sé ekki svona gríðarlega íþyngjandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að það sé farið með hvern einasta aðila sem þurfi að dveljast í brottfararstöð fyrir héraðsdóm í rauninni líkt og um gæsluvarðhald sé að ræða.“ Sem sé afar þung málsmeðferð. „Vegna þess að margir sem eru í flugstöðinni myndu samþykkja að fara til baka eða vilja fara til baka en komast ekki strax, einhverra hluta vegna því við erum jú eyja og flugsamgöngur eru stopular. Stundum detta þær út eða er frestað og þá er ekki hægt að framkvæma flutning.“ Þá vill embættið hafa heimild til gæsluvarðhalds í afmörkuðu tilvikum. „Til dæmis þegar fólk sýnir af sér einhverja slíka hegðun að það kann að vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum og svo framvegis þannig að við höfum þetta og líka þessi tvíeðlismál sem eru samblanda af málum þar sem viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði dvalar á landinu og hefur jafnvel líka brotið af sér þó það nái ekki tilteknu alvarleikastigi sem er þá á grundvelli laga um meðferð sakamal“ Þá er bent á að ítarlegri skilgreiningar á vistun barna í úrræðinu sé þörf. „Við höfum bent á og gerum það í okkar umsögn varðandi börnin að það sé algjör frumskilyrði af okkar hálfu að það sé í raun og veru þau sem eru sérfræðingar í hagsmunum barna gefi álit sitt á því. Það er auðvitað ekki vænlegur kostur að börn séu vistuð með þessum hætti í svona úrræði. Við myndum vilja það að sérfræðingar í málefnum barna sem gætu metið hagsmuni barna og það sem þeim er fyrir bestu og sé einhver vafi á því þá verði börn ekki vistuð þarna. Við viljum setja fyrirvara þarna.“ Brottfararstöð fyrir útlendinga Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Tengdar fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. 20. nóvember 2025 13:34 Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7. nóvember 2025 12:02 Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum muni koma til með að reka brottfararstöðina og hafi yfirumsjón með henni. Seint í gærkvöldi sendi embættið inn umsögn við frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum fagnar frumvarpinu en vill að málsmeðferðin verði einfölduð. „Þannig að hún sé ekki svona gríðarlega íþyngjandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að það sé farið með hvern einasta aðila sem þurfi að dveljast í brottfararstöð fyrir héraðsdóm í rauninni líkt og um gæsluvarðhald sé að ræða.“ Sem sé afar þung málsmeðferð. „Vegna þess að margir sem eru í flugstöðinni myndu samþykkja að fara til baka eða vilja fara til baka en komast ekki strax, einhverra hluta vegna því við erum jú eyja og flugsamgöngur eru stopular. Stundum detta þær út eða er frestað og þá er ekki hægt að framkvæma flutning.“ Þá vill embættið hafa heimild til gæsluvarðhalds í afmörkuðu tilvikum. „Til dæmis þegar fólk sýnir af sér einhverja slíka hegðun að það kann að vera hættulegt sjálfu sér eða öðrum og svo framvegis þannig að við höfum þetta og líka þessi tvíeðlismál sem eru samblanda af málum þar sem viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði dvalar á landinu og hefur jafnvel líka brotið af sér þó það nái ekki tilteknu alvarleikastigi sem er þá á grundvelli laga um meðferð sakamal“ Þá er bent á að ítarlegri skilgreiningar á vistun barna í úrræðinu sé þörf. „Við höfum bent á og gerum það í okkar umsögn varðandi börnin að það sé algjör frumskilyrði af okkar hálfu að það sé í raun og veru þau sem eru sérfræðingar í hagsmunum barna gefi álit sitt á því. Það er auðvitað ekki vænlegur kostur að börn séu vistuð með þessum hætti í svona úrræði. Við myndum vilja það að sérfræðingar í málefnum barna sem gætu metið hagsmuni barna og það sem þeim er fyrir bestu og sé einhver vafi á því þá verði börn ekki vistuð þarna. Við viljum setja fyrirvara þarna.“
Brottfararstöð fyrir útlendinga Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Tengdar fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. 20. nóvember 2025 13:34 Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7. nóvember 2025 12:02 Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. 20. nóvember 2025 13:34
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. 7. nóvember 2025 12:02
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. 7. nóvember 2025 07:38