Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 14:33 Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ. Mynd/ÍSÍ Nýr launasjóður ÍSÍ var kynntur til sögunnar með pompi og prakt í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Afreksíþróttafólk landsins andar léttar og nýtur loks réttinda launafólks eftir margra ára baráttu fyrir bættum kjörum og fjárhagslegu öryggi. Hæstráðendur hjá ÍSÍ bíða þess að fjármagn í sjóðinn verði sett á fjármálaáætlun. Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan. ÍSÍ Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira