Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar 3. desember 2025 17:01 Til Bretlands Ég varð fyrst var við áhyggjuverða þróun hvað varðar málsfrelsi í nærumhverfi Íslands í kringum 2018. Þá gerðist það að Skoti að nafninu Mark Meechan — betur þekktur undir hinu skrautlega dulnefni Count Dankula — hlóð upp myndbandi á YouTube. Í því nefnir hann að kærasta hans væri mjög upptekin af því hversu sætur hundurinn þeirra sé, en í kjölfarið kemur röð sena þar sem Meechan segir „viltu gasa gyðingana?“ (e. „want to gas the jews?“), í sambærilegum tón og fólk kann að segja við hundinn sinn „viltu fara í göngutúr?“. Hundurinn bregst við með mikilli gleði og spenningi. Að lokum birtist sena þar sem Meechan segir „Sieg Heil“, en hundurinn bregst við með því að lyfta öðrum fætinum. Þyki hverjum sitt um ágæti og fyndni þessa myndbands. Breska ríkisvaldinu þótti ágæti þess slíkt að Meechan var handtekinn fyrir brot gegn lögum sem nefnast Communications Act 2003. Lögin kveða meðal annars á um að óheimilt sé að senda öðrum aðila skilaboð sem eru „ósæmileg eða mjög móðgandi“ (e. „indecent or grossly offensive“), eða ef markmið skilaboðanna sé að valda „andlegri vanlíðan eða kvíða“ (e. „distress or anxiety“) meðal þeirra til hverra skilaboðin beinast. Sömuleiðis er óheimilt að senda skilaboð sem innihalda upplýsingar sem „eru ósannar og sendandi veit eða telur að séu ósannar“ (e. „information which is false and known or believed to be false by the sender“). Því fylgir að sjálfsögðu sú óhugnanlega staða að ríkisvaldið hefur eignað sér það hlutverk að segja til um hvað sé satt og hvað sé ósatt. Meechan var að lokum dæmdur sekur og gert að greiða sekt upp á £800 (rúmar 130.000 kr. miðað við gengi í dag). Vakti þetta vitaskuld hörð viðbrögð margra. Grínistar á borð við Ricky Gervais, John Cleese, Stephen Fry, David Baddiel, Tom Walker (betur þekktur sem karakterinn Jonathan Pie) og fleiri lýstu yfir stuðningi við Meechan, en fjöldi annara, þar á meðal stór hópur blaðamanna, gerði slíkt hið sama. Forstjóri alþjóðlegra samtaka fyrir málfrelsi ítrekaði að án frelsi til að móðga sé málfrelsi þýðingarlaust. Lesanda til fróðleiks má nefna — og ætti það ekki að koma þeim sem fylgst hafa með þróun þessa málaflokks undanfarinn áratug á óvart — að hvað varðar stjórnmálamenn sem komu Meechan til varnar þá voru þeir að mestu leyti á hægri vængnum. Enn fremur mættu margir draga lærdóm af því að í kjölfar þessa alls sneri Meechan sér sjálfur að hægri pólitík. Mér til mikillar furðu, og í raun skelfingar, var þetta alls ekki einsdæmi. Sex árum áður, eða árið 2012, var 26 ára maður dæmdur sekur um brot gegn fyrrnefndum lögum, en hann hafði skrifað eftirfarandi skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter: „Andskotinn! Robin Hood flugvöllurinn er lokaður. Þið hafið rétt rúmlega viku til að laga þetta, annars sprengi ég flugvöllinn í loft upp!“ (e. „Crap! Robin Hood airport is closed. You've got a week and a bit to get your shit together otherwise I'm blowing the airport sky high!!“). Í tilviki þessa unga manns var þó dóminum snúið við — þó ekki áður en honum var vikið úr starfi — en forsendur þessa viðsnúnings eru merkilegar í sjálfu sér. Útskýrt var að sökum þess að skilaboð viðkomandi hafi ekki verið af „ógnandi toga“ (e. „this 'tweet' did not constitute or include a message of a menacing character“), gæti þetta ekki talist brot gegn fyrrnefndum lögum. Það liggur í augum uppi að þetta er fullkomlega matskennd ályktun, en það er að sjálfsögðu óhjákvæmilegt þegar eins gufukenndir og hlutlægir mælikvarðar eru notaðir og raun ber vitni í lögum sem þessum. Lengi má halda áfram. Til dæmis mál 19 ára stelpu sem var dæmd árið 2018 til að greiða sekt upp á £585 (tæpar 100.000 kr. miðað við gengi í dag), stunda samfélagsþjónustu í 500 klukkustundir, og að hlíta útgöngubanni í heilt ár, en hún mátti ekki yfirgefa heimili sitt frá 20:00 að kvöldi til 08:00 um morgun. Var þessu framfylgt með ökklabandi. Hennar mjög svo alvarlegi glæpur var að birta á samfélagsmiðlinum Instagram texta úr uppáhalds lagi nýlátins vinar hennar, í þágu þess að heiðra minningu hans. Lagið var *I'm Trippin'* eftir rapparann *Snap Dogg*, en í þessu lagi er að finna „N-orðið“. Sögur einstaklinga eru að mínu mati almennt þýðingarmeiri en hráar tölur þar sem þær gefa óréttlætinu andlit. Í þessu máli tel ég þó tölurnar ekki vera síður sláandi. Á árunum 2008 til 2013 voru 12.000 manns lögsóttir fyrir móðgandi orðræðu á samfélagsmiðlum1. Árið 2017 voru 5.502 einstaklingar handteknir fyrir meint brot gegn þessum fyrrnefndu lögum; árið 2023 voru þeir 12.183 talsins. Árið 2024 voru 1.160 einstaklingar lögsóttir undir þessum fyrrnefndu lögum, en af þeim var 137 einstaklingum gert að sæta fangelsisvist2. Til Íslands Hvers vegna skiptir þetta máli? Svarið við því er einfalt. Í fyrsta lagi liggur í augum uppi að ástandið í Bretlandi hverju sinni skiptir máli fyrir alla Evrópu, ef ekki út frá núverandi hnignandi mikilvægi á alþjóðavettvangi þá að minnsta kosti út frá sagnfræðilegum og menningarlegum þáttum. Í öðru lagi skiptir þetta máli vegna þess að hvarf málfrelsis í Bretlandi raungerðist ekki sökum sértækra eiginleika Bretlands heldur almennrar þróunar meðal almennings þess lands, en slík þróun getur einnig átt sér stað annars staðar. Í þriðja lagi skiptir þetta máli af því að þessi þróun hefur þegar skotið rótum hér í okkar samfélagi og hefur enn fremur fengið að grasserast til fjölda ára. Málfrelsi — og skoðanafrelsi almennt — í hinum vestræna heimi hefur mátt sæta, að því virðist, stigmagnandi aðkasti undanfarin ár. Svarthvít hugsun, skert athyglisgeta, og hugmyndafræðileg foræðishyggja hefur gert það að verkum að í síauknum mæli er fólk smánað eða á annan hátt gert að skammast sín fyrir að kynna, heiðarlega, sýn sína á það sem fyrir vit þess ber í sífellt flóknari heimi. Ummæli eru oft á tíðum mistúlkuð; rangtúlkuð viljandi; eða viðmælandi eða áhlustandi túlkar ummælin á einhvern máta, dregur ályktanir um skoðanir viðkomandi út frá eigin hugmyndafræðilegum forsendum, og eignar síðan þær skoðanir þeim sem lét ummælin falla. Orð þýða jafnvel orðið mismunandi hluti eftir því í hvaða hugmyndafræðilega eða pólitíska sjó áheyrandi syndir, og eignar því áheyrandinn viðkomandi skoðanir sem byggjast á eigin skilning á orðunum en ekki meiningu þess sem lét frá sér ummælin. Heiftin sem sífellt fleiri virðast ekki getað hamið þegar þau taka þátt í umræðum um flókin málefni við fólk sem er þeim ósammála gerir svo það að verkum að útskýringar falla á dauf eyru. Fólk er í kjölfarið stimplað, en slíkur stimpill næst ekki auðveldlega af í samfélagi þar sem hugmyndafræðilegt ófrjálslyndi ríkir og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annara er sjaldgæfara en gull. Skoðanafrelsi — og þar með birtingarmyndir þess, málfrelsi og ritfrelsi — er grundvallar forsenda allra framfara, alls réttlætis, og alls sannleiks, en þegar það er óheimilt að hafa rangt fyrir sér er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér. Þegar almenningur hættir að virða málfrelsi er aðeins tímaspursmál þar til ríkisvaldið hættir því líka, enda er ríkisvaldið lítið annað en armur samfélagsins í heild. Hugmyndarfræðilega ófrjálslyndir kjósendur knýja fram hugmyndarfræðilega ófrjálslynda ríkisstjórn. Það er því ekki nóg að krefjast þess að ríkisvaldið virði skoðanafrelsi fólks heldur verðum við að krefjast þess af samfélaginu öllu. Við verðum að krefjast þess af okkur sjálfum. Í því felst að eigna viðmælanda okkar góðan ásetning nema skýr og haldbær ástæða liggi fyrir um annað — við gerum ráð fyrir að hann sé að reyna að nálgast sannleikann á heiðarlegan máta, alveg eins og við sjálf, og að markmið hans sé af hinu góða. Sé hann ósammála mér þá sé það ekki vegna þess að hann er siðferðislega verri en ég heldur vegna þess að þekkingarfræðilegt eða vitsmunalegt samhengi hans, forsendur, reynsla, og gildi kunna að vera ólík mínum eigin. Fyrir suma kann þetta að vera mikil áskorun — hana er þó ekki hægt að forðast nema með því að stuðla að niðurrifi frjáls samfélags og þar með alls þess sem okkur þykir dýrmætast. Velji hver hvorn veginn hann hyggst taka og megi hann lifa með afleiðingum ákvörðunar sinnar. Hvað Bretland sjálft varðar má hver dæma fyrir sig um stöðu málfrelsis í þessu fyrrum glæsta ríki. Fyrir mitt leyti læt ég við það liggja að segja að ástandið harma ég meira en orð fá lýst. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Til Bretlands Ég varð fyrst var við áhyggjuverða þróun hvað varðar málsfrelsi í nærumhverfi Íslands í kringum 2018. Þá gerðist það að Skoti að nafninu Mark Meechan — betur þekktur undir hinu skrautlega dulnefni Count Dankula — hlóð upp myndbandi á YouTube. Í því nefnir hann að kærasta hans væri mjög upptekin af því hversu sætur hundurinn þeirra sé, en í kjölfarið kemur röð sena þar sem Meechan segir „viltu gasa gyðingana?“ (e. „want to gas the jews?“), í sambærilegum tón og fólk kann að segja við hundinn sinn „viltu fara í göngutúr?“. Hundurinn bregst við með mikilli gleði og spenningi. Að lokum birtist sena þar sem Meechan segir „Sieg Heil“, en hundurinn bregst við með því að lyfta öðrum fætinum. Þyki hverjum sitt um ágæti og fyndni þessa myndbands. Breska ríkisvaldinu þótti ágæti þess slíkt að Meechan var handtekinn fyrir brot gegn lögum sem nefnast Communications Act 2003. Lögin kveða meðal annars á um að óheimilt sé að senda öðrum aðila skilaboð sem eru „ósæmileg eða mjög móðgandi“ (e. „indecent or grossly offensive“), eða ef markmið skilaboðanna sé að valda „andlegri vanlíðan eða kvíða“ (e. „distress or anxiety“) meðal þeirra til hverra skilaboðin beinast. Sömuleiðis er óheimilt að senda skilaboð sem innihalda upplýsingar sem „eru ósannar og sendandi veit eða telur að séu ósannar“ (e. „information which is false and known or believed to be false by the sender“). Því fylgir að sjálfsögðu sú óhugnanlega staða að ríkisvaldið hefur eignað sér það hlutverk að segja til um hvað sé satt og hvað sé ósatt. Meechan var að lokum dæmdur sekur og gert að greiða sekt upp á £800 (rúmar 130.000 kr. miðað við gengi í dag). Vakti þetta vitaskuld hörð viðbrögð margra. Grínistar á borð við Ricky Gervais, John Cleese, Stephen Fry, David Baddiel, Tom Walker (betur þekktur sem karakterinn Jonathan Pie) og fleiri lýstu yfir stuðningi við Meechan, en fjöldi annara, þar á meðal stór hópur blaðamanna, gerði slíkt hið sama. Forstjóri alþjóðlegra samtaka fyrir málfrelsi ítrekaði að án frelsi til að móðga sé málfrelsi þýðingarlaust. Lesanda til fróðleiks má nefna — og ætti það ekki að koma þeim sem fylgst hafa með þróun þessa málaflokks undanfarinn áratug á óvart — að hvað varðar stjórnmálamenn sem komu Meechan til varnar þá voru þeir að mestu leyti á hægri vængnum. Enn fremur mættu margir draga lærdóm af því að í kjölfar þessa alls sneri Meechan sér sjálfur að hægri pólitík. Mér til mikillar furðu, og í raun skelfingar, var þetta alls ekki einsdæmi. Sex árum áður, eða árið 2012, var 26 ára maður dæmdur sekur um brot gegn fyrrnefndum lögum, en hann hafði skrifað eftirfarandi skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter: „Andskotinn! Robin Hood flugvöllurinn er lokaður. Þið hafið rétt rúmlega viku til að laga þetta, annars sprengi ég flugvöllinn í loft upp!“ (e. „Crap! Robin Hood airport is closed. You've got a week and a bit to get your shit together otherwise I'm blowing the airport sky high!!“). Í tilviki þessa unga manns var þó dóminum snúið við — þó ekki áður en honum var vikið úr starfi — en forsendur þessa viðsnúnings eru merkilegar í sjálfu sér. Útskýrt var að sökum þess að skilaboð viðkomandi hafi ekki verið af „ógnandi toga“ (e. „this 'tweet' did not constitute or include a message of a menacing character“), gæti þetta ekki talist brot gegn fyrrnefndum lögum. Það liggur í augum uppi að þetta er fullkomlega matskennd ályktun, en það er að sjálfsögðu óhjákvæmilegt þegar eins gufukenndir og hlutlægir mælikvarðar eru notaðir og raun ber vitni í lögum sem þessum. Lengi má halda áfram. Til dæmis mál 19 ára stelpu sem var dæmd árið 2018 til að greiða sekt upp á £585 (tæpar 100.000 kr. miðað við gengi í dag), stunda samfélagsþjónustu í 500 klukkustundir, og að hlíta útgöngubanni í heilt ár, en hún mátti ekki yfirgefa heimili sitt frá 20:00 að kvöldi til 08:00 um morgun. Var þessu framfylgt með ökklabandi. Hennar mjög svo alvarlegi glæpur var að birta á samfélagsmiðlinum Instagram texta úr uppáhalds lagi nýlátins vinar hennar, í þágu þess að heiðra minningu hans. Lagið var *I'm Trippin'* eftir rapparann *Snap Dogg*, en í þessu lagi er að finna „N-orðið“. Sögur einstaklinga eru að mínu mati almennt þýðingarmeiri en hráar tölur þar sem þær gefa óréttlætinu andlit. Í þessu máli tel ég þó tölurnar ekki vera síður sláandi. Á árunum 2008 til 2013 voru 12.000 manns lögsóttir fyrir móðgandi orðræðu á samfélagsmiðlum1. Árið 2017 voru 5.502 einstaklingar handteknir fyrir meint brot gegn þessum fyrrnefndu lögum; árið 2023 voru þeir 12.183 talsins. Árið 2024 voru 1.160 einstaklingar lögsóttir undir þessum fyrrnefndu lögum, en af þeim var 137 einstaklingum gert að sæta fangelsisvist2. Til Íslands Hvers vegna skiptir þetta máli? Svarið við því er einfalt. Í fyrsta lagi liggur í augum uppi að ástandið í Bretlandi hverju sinni skiptir máli fyrir alla Evrópu, ef ekki út frá núverandi hnignandi mikilvægi á alþjóðavettvangi þá að minnsta kosti út frá sagnfræðilegum og menningarlegum þáttum. Í öðru lagi skiptir þetta máli vegna þess að hvarf málfrelsis í Bretlandi raungerðist ekki sökum sértækra eiginleika Bretlands heldur almennrar þróunar meðal almennings þess lands, en slík þróun getur einnig átt sér stað annars staðar. Í þriðja lagi skiptir þetta máli af því að þessi þróun hefur þegar skotið rótum hér í okkar samfélagi og hefur enn fremur fengið að grasserast til fjölda ára. Málfrelsi — og skoðanafrelsi almennt — í hinum vestræna heimi hefur mátt sæta, að því virðist, stigmagnandi aðkasti undanfarin ár. Svarthvít hugsun, skert athyglisgeta, og hugmyndafræðileg foræðishyggja hefur gert það að verkum að í síauknum mæli er fólk smánað eða á annan hátt gert að skammast sín fyrir að kynna, heiðarlega, sýn sína á það sem fyrir vit þess ber í sífellt flóknari heimi. Ummæli eru oft á tíðum mistúlkuð; rangtúlkuð viljandi; eða viðmælandi eða áhlustandi túlkar ummælin á einhvern máta, dregur ályktanir um skoðanir viðkomandi út frá eigin hugmyndafræðilegum forsendum, og eignar síðan þær skoðanir þeim sem lét ummælin falla. Orð þýða jafnvel orðið mismunandi hluti eftir því í hvaða hugmyndafræðilega eða pólitíska sjó áheyrandi syndir, og eignar því áheyrandinn viðkomandi skoðanir sem byggjast á eigin skilning á orðunum en ekki meiningu þess sem lét frá sér ummælin. Heiftin sem sífellt fleiri virðast ekki getað hamið þegar þau taka þátt í umræðum um flókin málefni við fólk sem er þeim ósammála gerir svo það að verkum að útskýringar falla á dauf eyru. Fólk er í kjölfarið stimplað, en slíkur stimpill næst ekki auðveldlega af í samfélagi þar sem hugmyndafræðilegt ófrjálslyndi ríkir og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annara er sjaldgæfara en gull. Skoðanafrelsi — og þar með birtingarmyndir þess, málfrelsi og ritfrelsi — er grundvallar forsenda allra framfara, alls réttlætis, og alls sannleiks, en þegar það er óheimilt að hafa rangt fyrir sér er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér. Þegar almenningur hættir að virða málfrelsi er aðeins tímaspursmál þar til ríkisvaldið hættir því líka, enda er ríkisvaldið lítið annað en armur samfélagsins í heild. Hugmyndarfræðilega ófrjálslyndir kjósendur knýja fram hugmyndarfræðilega ófrjálslynda ríkisstjórn. Það er því ekki nóg að krefjast þess að ríkisvaldið virði skoðanafrelsi fólks heldur verðum við að krefjast þess af samfélaginu öllu. Við verðum að krefjast þess af okkur sjálfum. Í því felst að eigna viðmælanda okkar góðan ásetning nema skýr og haldbær ástæða liggi fyrir um annað — við gerum ráð fyrir að hann sé að reyna að nálgast sannleikann á heiðarlegan máta, alveg eins og við sjálf, og að markmið hans sé af hinu góða. Sé hann ósammála mér þá sé það ekki vegna þess að hann er siðferðislega verri en ég heldur vegna þess að þekkingarfræðilegt eða vitsmunalegt samhengi hans, forsendur, reynsla, og gildi kunna að vera ólík mínum eigin. Fyrir suma kann þetta að vera mikil áskorun — hana er þó ekki hægt að forðast nema með því að stuðla að niðurrifi frjáls samfélags og þar með alls þess sem okkur þykir dýrmætast. Velji hver hvorn veginn hann hyggst taka og megi hann lifa með afleiðingum ákvörðunar sinnar. Hvað Bretland sjálft varðar má hver dæma fyrir sig um stöðu málfrelsis í þessu fyrrum glæsta ríki. Fyrir mitt leyti læt ég við það liggja að segja að ástandið harma ég meira en orð fá lýst. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun