Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 3. desember 2025 19:01 Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun