Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar 4. desember 2025 13:32 Sem stendur er framtíðarnefnd Alþingis tímabundin og rennur skipunar tíminn út í lok árs. Umrædd nefnd ætti ekki aðeins að vera framlengd heldur ætti að festa hana í sessi um ókomna tíð. Stofnun hennar árið 2018 er runnin undan rifjum þáverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínar Jakobsdóttur. Hvílík framsýni sem þáverandi forsætisráðherra sýndi með stofnun hennar enda nauðsynlegt að geta spáð fyrir um framtíðina. Hins vegar átti engin von á að Ísland myndi feta þessa slóð enda er tilhneigingin hér á landi að skipuleggja allt á síðustu stundu. Við lifum þó í heimi stöðugra breytinga og því mikilvægt að staldra við og gefa sér tíma til að skilja betur áskoranir morgundagsins og geta sé fyrir þær kreppur og krísur sem þeim fylgja. Fjölmargar afleiðingar loftslagsbreytinga Fyrir tíu árum, þegar Parísarsamkomulagið leit dagsins ljós var heimurinn allt annar. Hvílkt örar breytingar og aukin skautun á alþjóðasviðinu á 10 árum! Þá vorum við ekki að tala um Brexit, annað kjörtímabil Donalds Trumps og mögulega valdatöku popúlista í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Við erum að átta okkur á að hlýnun jarðar gæti náð +4 gráðum, ef ekki meira, í stað +1,5 eða +2 gráða líkt og Parísarsamkomulagið gerði ráð fyrir. Lykilatriði sem við þurfum að gera okkur grein fyrir þegar horft er til þess hvernig heimurinn muni líta út í framtíðinni er að loftslagsbreytingar hafa áhrif. Skautun eykst og popúlismi fær byr undir báða vængi. Það er þegar sláandi að bera saman fyrri og seinni forsetatíð Trumps. Ef horft er til Grænlandskreppunnar einnar virðist Trump 1.0 vera „mjúkt“ tímabil samanborið við Trump 2.0. Hugsanlega mun Trump 2.0 einnig birtast sem „mjúkt“ tímabil eftir tíu ár. Gervigreind og ungviðið okkar Framtíðarnefnd er gagnlegt tæki til að hug að atriðum sem geta haft gríðarleg áhrif á framtíð okkar, gervigreind og netöryggi eru bara eitt dæmi. Hún gæti líka skoðað hvernig þróun geópólitískts umhverfis okkar hefur áhrif á ákveðnar hugmyndir eða sýn sem sumir kunna að hafa eða skulum við kalla það frosna sýn þar sem við erum úr landi ísa. Við byggjum ekki framtíð barna okkar með úreltum hugbúnaði. Það er í raun það sem framtíðarnefnd snýst um. Áhrif gervigreindar á samfélög okkar og unga fólkið hafa þegar verið, vægast sagt, gríðarleg. Margvíslega áhrif stafræna heimsins og afleiðingar loftslagsbreytinga eru meðal stóru málanna sem munu halda okkur uppteknum á næstunni. Það er einmitt hlutverk framtíðarnefndar að skoða þetta og tryggja að stjórnmálamenn okkar geti betur haft þessi atriði í huga þegar þeir móta stefnu. Ísland árið 2040 Geópólitíkin hefur svo áhrif á þessi tvö stóru mál sem munu halda okkur upptenknum í nánustu framtíð. Það gæti því verið áhugavert fyrir framtíðarnefndina að skoða stöðu Íslands í breyttum heim, gera sér grein fyrir hvaða ísjakar gætu verið á leiðinni – hvað hefur áhrif á sýnina? Að hugsa um Ísland árið 2040 er í raun að hugsa um daginn eftir morgundaginn. Svo margt getur haft áhrif í millitíðinni. Stefnumótun sem hugsuð er í dag þarf því að byggjast á morgundeginum, og helst á deginum eftir morgundag. Horfum fram á veginn til ársins 2030. Hvernig verður efnahagsumhverfi okkar, þ.e. Evrópu, eftir 5 ár, þegar við höfum í huga öfga hægrið og popúlista við völd, í mismiklum mæli, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi? Að ógleymdu raunhæfum möguleika á að Rússland ráðist inn í ESB-land, eitt eða fleiri, til dæmis áður en forsetatíð Trumps lýkur. Með því léti Kremlin reyna á viðbrögð Bandaríkjanna, sem eru kannski ekki 100% tryggð, nema hugsanlega gegn mjög háu verði fyrir Evrópubúa. Nú, horft til ársins 2040. Það kæmi ekki á óvart ef Svíþjóð yrði að lokum fyrsta Norðurlandið, sem jafnframt á aðild að ESB og er enn án evrunnar, til að taka hana upp. Þetta myndi óhjákvæmilega leiða til umræðu í Danmörku, sem í raun notar nú þegar evruna þar sem danska krónan er bundin við hana. Innleiðing evrunnar í Danmörku, og þar með á Grænlandi og Færeyjum, mynd óhjákvæmilega vekja upp frekari umræður í Noregi og hér á Íslandi. Þetta eru bara nokkur dæmi sem sýna hvernig utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur og hvers vegna það er mikilvægt að stjórnamálamenn vandi vel til verka, setjist niður og hug að því umhverfi sem Ísland mun finna sig í til lengri og skemmri tíma. Spá, spá, spáð Finnska þingið hefur haft framtíðarnefnd frá árinu 1993. Hitt norræna þingið sem hefur framtíðarnefnd er Alþingi, óneitanlega mikill kostur fyrir landið. Helst ættu öll norræn þing að hafa eina og það ætti að huga að frekara norrænu samstarfi á þessu sviði. Sérstaklega þar sem Norðurlöndin stefna að því að verða samþættasta svæði í heimi fyrir árið 2030. Norðurlöndin eru á góðri leið með að verða eitt mest aðlaðandi svæði í heimi, að hluta til vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Þetta mun skapa áskoranir sem þarf að gera ráð fyrir við framtíðar stefnumótun. Í stuttu máli, framtíðarnefnd gerir ákvörðunaraðilum í viðkomandi landi kleift að vera áfram vakandi og umfram allt, forðast að falla í grifju fastmótaðrar framtíðarsýnar, þar sem heimurinn er einfaldlega eins og við viljum að hann sé. Við viljum ekki láta öldurnar komi okkur á óvart – betra er að geta stigið þær. Höfunður er ráðgjafi og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem stendur er framtíðarnefnd Alþingis tímabundin og rennur skipunar tíminn út í lok árs. Umrædd nefnd ætti ekki aðeins að vera framlengd heldur ætti að festa hana í sessi um ókomna tíð. Stofnun hennar árið 2018 er runnin undan rifjum þáverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínar Jakobsdóttur. Hvílík framsýni sem þáverandi forsætisráðherra sýndi með stofnun hennar enda nauðsynlegt að geta spáð fyrir um framtíðina. Hins vegar átti engin von á að Ísland myndi feta þessa slóð enda er tilhneigingin hér á landi að skipuleggja allt á síðustu stundu. Við lifum þó í heimi stöðugra breytinga og því mikilvægt að staldra við og gefa sér tíma til að skilja betur áskoranir morgundagsins og geta sé fyrir þær kreppur og krísur sem þeim fylgja. Fjölmargar afleiðingar loftslagsbreytinga Fyrir tíu árum, þegar Parísarsamkomulagið leit dagsins ljós var heimurinn allt annar. Hvílkt örar breytingar og aukin skautun á alþjóðasviðinu á 10 árum! Þá vorum við ekki að tala um Brexit, annað kjörtímabil Donalds Trumps og mögulega valdatöku popúlista í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Við erum að átta okkur á að hlýnun jarðar gæti náð +4 gráðum, ef ekki meira, í stað +1,5 eða +2 gráða líkt og Parísarsamkomulagið gerði ráð fyrir. Lykilatriði sem við þurfum að gera okkur grein fyrir þegar horft er til þess hvernig heimurinn muni líta út í framtíðinni er að loftslagsbreytingar hafa áhrif. Skautun eykst og popúlismi fær byr undir báða vængi. Það er þegar sláandi að bera saman fyrri og seinni forsetatíð Trumps. Ef horft er til Grænlandskreppunnar einnar virðist Trump 1.0 vera „mjúkt“ tímabil samanborið við Trump 2.0. Hugsanlega mun Trump 2.0 einnig birtast sem „mjúkt“ tímabil eftir tíu ár. Gervigreind og ungviðið okkar Framtíðarnefnd er gagnlegt tæki til að hug að atriðum sem geta haft gríðarleg áhrif á framtíð okkar, gervigreind og netöryggi eru bara eitt dæmi. Hún gæti líka skoðað hvernig þróun geópólitískts umhverfis okkar hefur áhrif á ákveðnar hugmyndir eða sýn sem sumir kunna að hafa eða skulum við kalla það frosna sýn þar sem við erum úr landi ísa. Við byggjum ekki framtíð barna okkar með úreltum hugbúnaði. Það er í raun það sem framtíðarnefnd snýst um. Áhrif gervigreindar á samfélög okkar og unga fólkið hafa þegar verið, vægast sagt, gríðarleg. Margvíslega áhrif stafræna heimsins og afleiðingar loftslagsbreytinga eru meðal stóru málanna sem munu halda okkur uppteknum á næstunni. Það er einmitt hlutverk framtíðarnefndar að skoða þetta og tryggja að stjórnmálamenn okkar geti betur haft þessi atriði í huga þegar þeir móta stefnu. Ísland árið 2040 Geópólitíkin hefur svo áhrif á þessi tvö stóru mál sem munu halda okkur upptenknum í nánustu framtíð. Það gæti því verið áhugavert fyrir framtíðarnefndina að skoða stöðu Íslands í breyttum heim, gera sér grein fyrir hvaða ísjakar gætu verið á leiðinni – hvað hefur áhrif á sýnina? Að hugsa um Ísland árið 2040 er í raun að hugsa um daginn eftir morgundaginn. Svo margt getur haft áhrif í millitíðinni. Stefnumótun sem hugsuð er í dag þarf því að byggjast á morgundeginum, og helst á deginum eftir morgundag. Horfum fram á veginn til ársins 2030. Hvernig verður efnahagsumhverfi okkar, þ.e. Evrópu, eftir 5 ár, þegar við höfum í huga öfga hægrið og popúlista við völd, í mismiklum mæli, í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi? Að ógleymdu raunhæfum möguleika á að Rússland ráðist inn í ESB-land, eitt eða fleiri, til dæmis áður en forsetatíð Trumps lýkur. Með því léti Kremlin reyna á viðbrögð Bandaríkjanna, sem eru kannski ekki 100% tryggð, nema hugsanlega gegn mjög háu verði fyrir Evrópubúa. Nú, horft til ársins 2040. Það kæmi ekki á óvart ef Svíþjóð yrði að lokum fyrsta Norðurlandið, sem jafnframt á aðild að ESB og er enn án evrunnar, til að taka hana upp. Þetta myndi óhjákvæmilega leiða til umræðu í Danmörku, sem í raun notar nú þegar evruna þar sem danska krónan er bundin við hana. Innleiðing evrunnar í Danmörku, og þar með á Grænlandi og Færeyjum, mynd óhjákvæmilega vekja upp frekari umræður í Noregi og hér á Íslandi. Þetta eru bara nokkur dæmi sem sýna hvernig utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur og hvers vegna það er mikilvægt að stjórnamálamenn vandi vel til verka, setjist niður og hug að því umhverfi sem Ísland mun finna sig í til lengri og skemmri tíma. Spá, spá, spáð Finnska þingið hefur haft framtíðarnefnd frá árinu 1993. Hitt norræna þingið sem hefur framtíðarnefnd er Alþingi, óneitanlega mikill kostur fyrir landið. Helst ættu öll norræn þing að hafa eina og það ætti að huga að frekara norrænu samstarfi á þessu sviði. Sérstaklega þar sem Norðurlöndin stefna að því að verða samþættasta svæði í heimi fyrir árið 2030. Norðurlöndin eru á góðri leið með að verða eitt mest aðlaðandi svæði í heimi, að hluta til vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Þetta mun skapa áskoranir sem þarf að gera ráð fyrir við framtíðar stefnumótun. Í stuttu máli, framtíðarnefnd gerir ákvörðunaraðilum í viðkomandi landi kleift að vera áfram vakandi og umfram allt, forðast að falla í grifju fastmótaðrar framtíðarsýnar, þar sem heimurinn er einfaldlega eins og við viljum að hann sé. Við viljum ekki láta öldurnar komi okkur á óvart – betra er að geta stigið þær. Höfunður er ráðgjafi og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun