Sport

Í­hugar ekki að snið­ganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johannes Klæbo hefur unnið sjö verðlaun á Ólympíuleikum, þar af fimm gull, og ætlar sér að bæta við fleiri verðlaunum á næsta ári.
Johannes Klæbo hefur unnið sjö verðlaun á Ólympíuleikum, þar af fimm gull, og ætlar sér að bæta við fleiri verðlaunum á næsta ári. Getty/Antti Yrjonen

Norska skíðagöngustjarnan Johannes Klæbo vill ekki sóa orku í að rússneskir og hvítrússneskir skíðamenn geti snúið aftur á skíðabrautina þetta tímabilið.

Hann hitti fjölmiðla á fimmtudag á æfingu í Granåsen í Þrándheimi í tengslum við heimsbikarkeppnina um helgina.

„Þetta er eitthvað sem við verðum bara að takast á við, svo það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Klæbo en NRK segir frá.

Klæbo hefur áður verið harður á því að hann telji ekki að Rússar ættu að fá að keppa svo lengi sem stríðið heldur áfram í Úkraínu.

Sænska stúlkan Linn Svahn hefur tilkynnt að hún sé að íhuga að sniðganga Ólympíuleikana ef Rússar taka þátt.

Aðspurður hvort Klæbo sé að íhuga slíkt hið sama svarar hann:

„Nei, ég mun ekki gera það. Ég mun keppa á Ólympíuleikunum ef ég er heilbrigður og í formi,“ sagði Klæbo.

Á þriðjudag var tilkynnt að sumum rússneskum og hvítrússneskum íþróttamönnum yrði leyft að keppa undir hlutlausum fána í alþjóðlegum keppnum.

Þetta varð ljóst eftir að sautján íþróttamenn unnu áfrýjunarmál hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum, CAS, hæsta dómstóli íþróttamála.

Íþróttamennirnir verða að uppfylla kröfur Alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS) um hlutleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×