Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson og Örn Pálsson skrifa 5. desember 2025 14:45 Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun