Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 16:00 Bandarískir ráðamenn enduróma málflutning fjarhægriafla og hvítra þjóðernissinna í Evrópu um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda í nýrri þjóðaröryggisáætlun. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira