Handbolti

Norsku stelpurnar halda á­fram að rúlla þessu HM upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta er búið að vera auðvelt heimsmeistaramót hingað til fyrir Noru Mörk og félaga í norska landsliðinu.
Þetta er búið að vera auðvelt heimsmeistaramót hingað til fyrir Noru Mörk og félaga í norska landsliðinu. Getty/Alex Gottschalk

Norska kvennalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld með enn einum stórsigrinum.

Noregur vann 23 marka sigur á Tékkum, 37-14, í næstsíðasta leik sínum í milliriðlinum.

Noregur er búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína á mótinu með samtals 88 mörkum eða 17,6 mörkum að meðaltali í leik.

Liðið mætir Brasilíu í lokaleiknum en Brassarnir eru líka komnir áfram eftir 32-26 sigur á Angóla í dag.

Auk Noregs og Brasilíu eru Þjóðverjarnir einnig öruggir í átta liða úrslitin. Danir og Ungverjar tryggðu sér líka sæti þar með sigrum í dag.

Danir unnu 36-23 sigur á Sviss en Ungverjaland gerði 26-26 jafntefli við Japan. Það stig nægði þeim en Ungverjar og Danir mætast síðast í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×