Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 10:31 „Hvort breyta eigi stjórnarskránni eða skrifa alveg nýja er pólitísk ákvörðun sem á heima hjá þinginu. Nefndin hefur einnig ítrekað lagt áherzlu á það að samþykkt nýrrar og góðrar stjórnarskrár ætti að vera reist á sem víðtækastri samstöðu í samfélaginu og að „víðtæk og efnisleg umræða með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálasamtaka, félagasamtaka og borgaralegra samtaka, fræðasamfélagsins og fjölmiðla sé mikilvæg forsenda fyrir því að samþykkja texta sem mögulegt er að viðhalda til lengri tíma, er ásættanlegur fyrir samfélagið í heild og í samræmi við lýðræðisleg viðmið.““ Með þessum hætti er komizt að orði í umsögn Feneyjanefndar Evrópuráðsins um fjórar tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem áform voru uppi um að gera árið 2020 en döguðu að lokum uppi. Einkum vegna þess að áðurnefnd víðtæk samstaða náðist ekki um þær. Tveir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu, sem barizt hefur fyrir því að skipta stjórnarskránni út fyrir aðra, rituðu grein á dögunum Vísi þar sem þeir héldu því meðal annars fram að engin þörf væri á því að breið sátt væri um stjórnarskrárbreytingar á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin er ljóslega ósammála. Fyrir það fyrsta kemur eins og áður segir réttilega fram í umsögninni að ákvörðunarvaldið í þessum efnum liggi hjá hinu lýðræðislega kjörna Alþingi þar sem þingmenn stjórnmálaflokkanna sitja. Í annan stað er talað um sem víðtækasta samstöðu í samfélaginu og meðal annars skírskotað til stjórnmálasamtaka í þeim efnum. Í þriðja lagi kemur fram í umsögninni að mikilvæg forsenda fyrir stjórnarskrárbreytingum sé að um texta sé að ræða sem hægt sé að viðhalda til lengri tíma. Með öðrum orðum texta sem ekki sé hætta á að ítrekað verði breytt eftir því hvaða flokkar hafa þingmeirihluta. Vitanlega er Feneyjanefndin enginn úrskurðaraðili í þessum efnum heldur fyrst og fremst til ráðgjafar í stjórnarskrármálum. Hins vegar vitna áðurnefndir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu í grein sinni í önnur ummæli í umræddu áliti þar sem fram kemur að nefndin telji að ef horfið sé með verulegum hætti frá uppkasti stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá árinu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi ástæður þess. Annað hvort hafa umræddir einstaklingar ekki lesið álitið í heild eða þeir kjósa einfaldlega að velja það sem hentar pólitískt og tala um leið gegn því sem hentar þeim ekki. Hitt er svo annað mál, talandi um uppkast stjórnlagaráðs, að í umsögn Feneyjanefndarinnar um það frá 2013 var því fundið mjög margt til foráttu. Til dæmis að mörg ákvæði hennar væru óljós og of almennt orðuð sem skapað gæti alvarleg vandamál við túlkun og framkvæmd þeirra. Þar á meðal í tengslum við lagasetningu. Stofnanakerfið sem lagt væri til væri flókið og skorti samræmingu. Þar á meðal þegar kæmi að skiptingu valds á milli þingsins, rikisstjórnarinnar og forsetans. Hið sama ætti við um ákvæði um aðkomu almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fyrirkomulag væri of flókið. „Horft á heildina telur Feneyjanefndin að ástæður séu til staðar til þess að ætla að hætta sé á pólitískum hindrunum og óstöðugleika sem kunni að grafa með alvarlegum hætti undan góðum stjórnarháttum í landinu. Hliðstæðum áhyggjum hefur verið komið á framfæri varðandi fyrirhugað kosningakerfi,“ segir enn fremur. Þetta er ekki sízt áhugavert í ljósi ummæla stjórnarmannanna um að stjórnarskrá lýðveldisins væri óskýr og hættuleg með vísan til ákvæða hennar um forsetann. Með uppkasti stjórnlagaráðs væri ljóslega farið úr öskunni í eldinn í þeim efnum og vel rúmlega það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Hvort breyta eigi stjórnarskránni eða skrifa alveg nýja er pólitísk ákvörðun sem á heima hjá þinginu. Nefndin hefur einnig ítrekað lagt áherzlu á það að samþykkt nýrrar og góðrar stjórnarskrár ætti að vera reist á sem víðtækastri samstöðu í samfélaginu og að „víðtæk og efnisleg umræða með þátttöku hinna ýmsu stjórnmálasamtaka, félagasamtaka og borgaralegra samtaka, fræðasamfélagsins og fjölmiðla sé mikilvæg forsenda fyrir því að samþykkja texta sem mögulegt er að viðhalda til lengri tíma, er ásættanlegur fyrir samfélagið í heild og í samræmi við lýðræðisleg viðmið.““ Með þessum hætti er komizt að orði í umsögn Feneyjanefndar Evrópuráðsins um fjórar tillögur að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins sem áform voru uppi um að gera árið 2020 en döguðu að lokum uppi. Einkum vegna þess að áðurnefnd víðtæk samstaða náðist ekki um þær. Tveir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu, sem barizt hefur fyrir því að skipta stjórnarskránni út fyrir aðra, rituðu grein á dögunum Vísi þar sem þeir héldu því meðal annars fram að engin þörf væri á því að breið sátt væri um stjórnarskrárbreytingar á meðal stjórnmálaflokka á Alþingi. Nefndin er ljóslega ósammála. Fyrir það fyrsta kemur eins og áður segir réttilega fram í umsögninni að ákvörðunarvaldið í þessum efnum liggi hjá hinu lýðræðislega kjörna Alþingi þar sem þingmenn stjórnmálaflokkanna sitja. Í annan stað er talað um sem víðtækasta samstöðu í samfélaginu og meðal annars skírskotað til stjórnmálasamtaka í þeim efnum. Í þriðja lagi kemur fram í umsögninni að mikilvæg forsenda fyrir stjórnarskrárbreytingum sé að um texta sé að ræða sem hægt sé að viðhalda til lengri tíma. Með öðrum orðum texta sem ekki sé hætta á að ítrekað verði breytt eftir því hvaða flokkar hafa þingmeirihluta. Vitanlega er Feneyjanefndin enginn úrskurðaraðili í þessum efnum heldur fyrst og fremst til ráðgjafar í stjórnarskrármálum. Hins vegar vitna áðurnefndir stjórnarmenn í Stjórnarskrárfélaginu í grein sinni í önnur ummæli í umræddu áliti þar sem fram kemur að nefndin telji að ef horfið sé með verulegum hætti frá uppkasti stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá frá árinu 2012 ætti að útskýra fyrir almenningi ástæður þess. Annað hvort hafa umræddir einstaklingar ekki lesið álitið í heild eða þeir kjósa einfaldlega að velja það sem hentar pólitískt og tala um leið gegn því sem hentar þeim ekki. Hitt er svo annað mál, talandi um uppkast stjórnlagaráðs, að í umsögn Feneyjanefndarinnar um það frá 2013 var því fundið mjög margt til foráttu. Til dæmis að mörg ákvæði hennar væru óljós og of almennt orðuð sem skapað gæti alvarleg vandamál við túlkun og framkvæmd þeirra. Þar á meðal í tengslum við lagasetningu. Stofnanakerfið sem lagt væri til væri flókið og skorti samræmingu. Þar á meðal þegar kæmi að skiptingu valds á milli þingsins, rikisstjórnarinnar og forsetans. Hið sama ætti við um ákvæði um aðkomu almennings í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það fyrirkomulag væri of flókið. „Horft á heildina telur Feneyjanefndin að ástæður séu til staðar til þess að ætla að hætta sé á pólitískum hindrunum og óstöðugleika sem kunni að grafa með alvarlegum hætti undan góðum stjórnarháttum í landinu. Hliðstæðum áhyggjum hefur verið komið á framfæri varðandi fyrirhugað kosningakerfi,“ segir enn fremur. Þetta er ekki sízt áhugavert í ljósi ummæla stjórnarmannanna um að stjórnarskrá lýðveldisins væri óskýr og hættuleg með vísan til ákvæða hennar um forsetann. Með uppkasti stjórnlagaráðs væri ljóslega farið úr öskunni í eldinn í þeim efnum og vel rúmlega það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar