Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2025 10:45 Heimir Hallgrímsson var viðstaddur HM-dráttinn í Washington í gær. Getty/Emilee Chinn Heimir Hallgrímsson er staðráðinn í að stýra Írum inn á HM í fótbolta, í fyrsta sinn frá árinu 2002, og nú er ljóst hvaða lið bíða Írlands í riðlakeppninni komist liðið inn á mótið. Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Gestgjafar Mexíkó, Suður-Afríka og Suður-Kórea eru saman í riðli með einni Evrópuþjóð sem mögulegt er að verði Írar. Þeir þurfa þá að vinna Tékkland í Prag í mars og svo Danmörku eða Norður-Makedóníu á heimavelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. „Ég er spenntur. Ég veit að við erum ekki komnir inn en ég er spenntur. Við vonuðumst til að vera í Bandaríkjunum, út af öllu írskættaða fólkinu sem eru í Bandaríkjunum. En ég hef verið nokkrum sinnum á leikjum í Mexíkó, þar er stór leikvangur. Þannig að vonandi, ef við komumst þangað, fáum við fullt af írskum stuðningsmönnum,“ sagði Heimir við RTE. „Mér finnst þetta nokkuð jafn riðill að því leyti að þarna er ekki lið eins og Brasilía eða Argentína sem eru venjulega sigurstranglegust í riðlinum. Ég held að það hafi verið gott að lenda í riðli með gestgjafaþjóð, hvort sem það var Kanada, Bandaríkin eða Mexíkó. Ég veit að Mexíkó og að spila í Mexíkó verður alltaf krefjandi leikur. En á móti kemur að stuðningsmennirnir í Mexíkó eru mjög kröfuharðir. Stundum snúast þeir gegn eigin liði ef því gengur ekki vel. Þetta er riðill sem við getum unnið ef við komumst þangað. Þetta er riðill sem við myndum telja okkur geta komist upp úr, en við vitum að við þurfum að einbeita okkur að því sem er fram undan og halda augum okkar og einbeitingu á næsta andstæðingi, sem er Tékkland,“ sagði Heimir. Gengur út frá því að Írland verði með á HM Hann er bjartsýnn á að Írland verði með á HM, þó að ljóst sé að umspilið verði afar krefjandi. „Ég er jákvæður raunsæismaður, myndi ég segja, og ég hef sagt frá upphafi að við munum komast áfram. Ég ætla ekki að breyta því, en auðvitað er það svolítið vanvirðing við alla hina andstæðingana sem við spilum við fram að því að segja að við séum komnir. Þannig höfum við unnið frá fyrsta degi og þannig munum við halda áfram að sigra, halda áfram að vinna. Við ætlum ekki að breyta því. Við ætlum að undirbúa okkur fyrir að vera hér á besta mögulega hátt. Við erum að fjárfesta í því. Þess vegna erum við hér [við dráttinn í gær]. Þess vegna erum við að taka þátt í öllum vinnustofum og öllum fundum um miðasölu og skipulagningu í kringum heimsmeistaramótið. Þetta verður stórt mót, svo við verðum að vera tilbúnir.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira