Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Bjarki Sigurðsson skrifar 6. desember 2025 13:30 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það. Mikil reiði er á Austurlandi með ákvörðun innviðaráðherra að færa göng frá Seyðisfirði neðar á forgangsröðunarlista og Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljótanna sett efst. Þá vakti ákvörðun barna- og menntamálaráðherra um að auglýsa stöður skólameistara Borgarholtsskóla og Menntaskólans á Egilsstöðum mikla athygli, ekki síst vegna deilna skólameistara Borgarholtsskóla við bæði menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra. Vandræðin hjá Flokki fólksins Allir þrír ráðherrar sem nefndir voru hér á undan koma úr röðum Flokks fólksins. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir eitt og annað hafa komið upp á hjá ríkisstjórninni, og oftast tengist það ráðherrum Flokks fólksins. „Flokkur fólksins er auðvitað miklu óhefðbundnari stjórnmálaflokkur en hinir tveir. Hann kemur til sem áskorendaflokkur gegn kerfinu, samanstendur af fólki sem er ekki endilega reynt úr stjórnmálastarfi. Það kemur öðruvísi að þessu þannig það kemur ekki endilega á óvart að átökin og vandræðin séu þar,“ segir Eiríkur. Vissu af eðlinu Erfitt sé að spá fyrir um hvort þessi mál hafi áhrif á störf ríkisstjórnarinnar til lengri tíma. Ljóst sé að stjórnarandstaðan muni halda áfram að herja á veika hlekkinn, sem í þessari ríkisstjórn er Flokkur fólksins. „Enn hefur ekkert komið upp sem breytir stöðu þeirrar stjórnar sem fór af stað á sínum tíma. Þá var alltaf ljóst að Flokkur fólksins gæti verið veiki hlekkurinn í því samstarfi. Það hefur gengið eftir. Þessir flokkar ákváðu að fara í þetta samstarf þrátt fyrir þetta eðli Flokks fólksins. Þeir hafa væntanlega gert sér grein fyrir því að þeir myndu þurfa að lifa með ýmiss konar uppákomum eins og þessum,“ segir Eiríkur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Mikil reiði er á Austurlandi með ákvörðun innviðaráðherra að færa göng frá Seyðisfirði neðar á forgangsröðunarlista og Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljótanna sett efst. Þá vakti ákvörðun barna- og menntamálaráðherra um að auglýsa stöður skólameistara Borgarholtsskóla og Menntaskólans á Egilsstöðum mikla athygli, ekki síst vegna deilna skólameistara Borgarholtsskóla við bæði menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra. Vandræðin hjá Flokki fólksins Allir þrír ráðherrar sem nefndir voru hér á undan koma úr röðum Flokks fólksins. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir eitt og annað hafa komið upp á hjá ríkisstjórninni, og oftast tengist það ráðherrum Flokks fólksins. „Flokkur fólksins er auðvitað miklu óhefðbundnari stjórnmálaflokkur en hinir tveir. Hann kemur til sem áskorendaflokkur gegn kerfinu, samanstendur af fólki sem er ekki endilega reynt úr stjórnmálastarfi. Það kemur öðruvísi að þessu þannig það kemur ekki endilega á óvart að átökin og vandræðin séu þar,“ segir Eiríkur. Vissu af eðlinu Erfitt sé að spá fyrir um hvort þessi mál hafi áhrif á störf ríkisstjórnarinnar til lengri tíma. Ljóst sé að stjórnarandstaðan muni halda áfram að herja á veika hlekkinn, sem í þessari ríkisstjórn er Flokkur fólksins. „Enn hefur ekkert komið upp sem breytir stöðu þeirrar stjórnar sem fór af stað á sínum tíma. Þá var alltaf ljóst að Flokkur fólksins gæti verið veiki hlekkurinn í því samstarfi. Það hefur gengið eftir. Þessir flokkar ákváðu að fara í þetta samstarf þrátt fyrir þetta eðli Flokks fólksins. Þeir hafa væntanlega gert sér grein fyrir því að þeir myndu þurfa að lifa með ýmiss konar uppákomum eins og þessum,“ segir Eiríkur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira