Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:51 Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur beðið þingmenn afsökunar á ummælum sínum sem hún lét falla í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira