Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2025 09:02 Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember, er alþjóðlegur dagur mannréttinda, en þennan dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt. Mannréttindayfirlýsingin varð til úr því uppgjöri sem átti sér stað í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þegar þjóðir heims voru staðráðnar í að hörmungar stríðsins mættu aldrei endurtaka sig. Með yfirlýsingunni voru vörðuð þau grunngildi að mannleg reisn og jöfn og óafsalanleg réttindi væru undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Þetta er jafn satt í dag og það var árið 1948. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að halda þessum gildum á lofti – öll þurfum við í okkar ólíku hlutverkum og áhrifastöðum að miðla og standa vörð um þá reisn og þá verðleika sem eru sérhverri manneskju eðlislæg. Áhyggjur Mannréttindastofnana á Norðurlöndum Fyrsti bindandi alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem festi í sessi ákveðin grundvallarréttindi sem finna má í Mannréttindayfirlýsingunni, Mannréttindasáttmáli Evrópu, fagnaði 75 ára afmæli þann 4. nóvember sl. Samþykkt hans markaði merkileg tímamót og upphaf nýrra tíma. Óhætt er að segja að sáttmálinn hafi verið mikilvægt leiðarljós og haft víðtæk og stefnumarkandi áhrif á vernd mannréttinda, bæði hér á landi og í allri Evrópu. Í tilefni af afmæli Mannréttindasáttmálans gáfu allar mannréttindastofnanir á Norðurlöndum frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem settar eru fram áhyggjur okkar af því bakslagi sem hefur átt sér stað þegar kemur að viðhorfum til mannréttinda og þeirra alþjóðlegu stofnana sem settar voru á fót til að verja þau og vernda. Stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið hafa frá upphafi staðið vörð um lýðræðið og réttarríkið og gegnt lykilhlutverki við að tryggja mannréttindi einstaklinga og vernda þá fyrir geðþóttaákvörðunum yfirvalda. Nú eru þessar mikilvægu alþjóðlegu stofnanir undir áður óþekktum þrýstingi, jafnvel frá ríkjum sem áður studdu þær af festu. Endurspeglast þetta meðal annars í þeirri orðræðu sem víða hefur verið viðhöfð um Mannréttindadómstól Evrópu, sem er til þess fallin að grafa undan trausti til dómstólsins og um leið veikja þá mikilvægu vernd sem hann hefur veitt borgurum Evrópu í áratugi. Mannréttindastofnanir á Norðurlöndum hvetja stjórnvöld til að standa með alþjóðlegum stofnunum og verja þau grunngildi sem þær hvíla á og þau ævarandi sannindi að mannréttindi séu algild réttindi okkar allra – alltaf og alls staðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar