Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 10. desember 2025 14:03 Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hilmarsson Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Allt bendir til að upptaka kílómetragjalda á næsta ári muni auka hagnað olíufélaga á kostnað almennings og breyting á „almennri heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignar inn á húsnæðislán“ jafngildi milljörðum í skattahækkun á millistéttina. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskoða eða fresta áformum um álagningu kílómetragjalda og veita öllum húsnæðiseigendum heimild til hámarksnýtingar í séreignarleiðinni. Kílómetragjöld á almenning og aukin álagning á eldsneyti á nýju ári Stjórnvöld hafa boðað upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á næsta ári og tilsvarandi niðurfellingu olíugjalda og vörugjalda. Gert er ráð fyrir að niðurfelling olíugjalda og vörugjalda á árinu 2026, upp á rúmlega 20 milljarða króna m.v. horfur ársins 2025, muni að fullu skila sér í lækkuðu eldsneytisverði á dælu. Viska bendir á, rétt eins og Alþýðusambandið hefur ítrekað gert, að olíufélögin hafa engan hvata til að skila niðurfellingu gjalda að fullu til neytenda og stjórnvöld hafa ekki í hyggju að hafa eftirlit með verðinu. Álagning á eldsneyti mun því hækka á nýju ári til hagsbóta fyrir olíufélögin og almenningur greiða hærra verð fyrir eldsneyti en áður, þegar horft er til kílómetragjalda og aukinnar álagningar á dælunni. Viska hvetur stjórnvöld til að fresta upptöku kílómetragjalda á allar bifreiðar á árinu 2026 og halda gjöldum á eldsneyti óbreyttum, í það minnsta þangað til að verðbólgan nær markmiði og stjórnvöld hafa tryggt viðunandi eftirlit með olíufélögunum. Minnst 4 milljarða skattahækkun líkleg vegna séreignarúrræðisins Í umsögn Visku um fjárlagafrumvarpið er bent á að virði “almennrar heimildar til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán” jafngildi rúmlega 7 milljörðum í skattaafslátt miðað við núverandi notkun. Síðan þá hefur ríkisstjórnin boðað afnám úrræðisins að hluta á árinu 2026 með þeim orðum að „allir eigendur íbúða muni geta nýtt sér heimildina í 10 ár”. Leiða má líkum að því að stjórnvöld hafi í hyggju að veita öllum 10 ára glugga til að nýta heimildina frá fyrstu nýtingu, óháð því hversu mikið úrræðið er nýtt. Ef 50% þeirra sem nýtt hafa úrræðið detta út núna um áramótin (sem er varfærið mat) verður því afnuminn skattaafsláttur á árinu 2026 sem nemur minnst tæplega 4 milljörðum króna. Líta má á það afnám sem ígildi skattahækkana. Viska hvetur stjórnvöld til að endurskilgreina 10 ára hámarkið og veita öllum húsnæðiseigendum, sem keyptu húsnæði fyrir 2016, heimild til að nýta ígildi 10 ára skattaafsláttar þ.e. 5 milljónir fyrir einstakling og 7,5 milljónir fyrir hjón. Sú leið tryggir jafnræði allra og er sanngjarnari gagnvart lægri tekjuhópum en núverandi leið. Millistéttin getur ekki tekið á sig meiri byrðar og síaukinn jöfnuð (meira um það síðar) Þótt Viska fagni þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að koma jafnvægi á fjármálin með aukinni tekjuöflun bendir Viska á að millitekjuhópar og efri millitekjuhópar eru þegar skattlagðir í botn á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar greiðir nær enga beina skatta þegar leiðrétt er fyrir tilfærslum og millistéttin hefur þegar greitt mikið fyrir jöfnuðinn. Með krónutöluhækkunum og tilfærslu barna- og vaxtabóta til lægri tekjuhópa. Bótakerfin á Íslandi eru mun lágtekjumiðaðri en á öðrum Norðurlöndum og skattlagning, þegar einnig er horft til skyldugreiðslna utan skatta, er hærri en á mörgum öðrum Norðurlöndum. Viska mun fjalla nánar um stöðu millitekjuhópa á Íslandi á nýju ári í samanburði Norðurlanda. Meira um það síðar. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags, stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra á Íslandi.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar