Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar 10. desember 2025 15:32 Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar