Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar 11. desember 2025 07:30 Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun