Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström skrifa 11. desember 2025 09:03 Grímulaust vald hinna sterku grefur nú undan alþjóðareglum og siðuðum samskiptum þjóða. Meðal annars þess vegna verða Norðurlöndin í mun ríkari mæli að koma fram sameiginlega á alþjóðavettvangi í stað þess að birtast sem átta smáríki. Þannig skrifa Hrannar Arnasson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström, formenn Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Álandseyjum, Svíþjóð og Færeyjum. Síðustu 100 árin hafa sýnt að þegar veröldin verður ótryggari fær hugsjónin um norrænt samstarf aukin hljómgrunn og mikilvægi samstarfsins eykst. En sannleikurinn er líka sá að norrænu samstarfi hefur um all langt skeið verið ýtt til hliðar af stjórnvöldum og það meðhöndlað sem annars flokks. Óvissan í heiminum hefur nú sett norrænt samstarf á dagskrá. Þær aðstæður verðum við að taka alvarlega og tryggja að fyrri tíma glötuð tækifæri til skuldbindandi norræns samstarfs endurtaki sig ekki. Ástæðan er einföld: Framtíðaráskoranir á okkar svæði – utanríkismál, öryggis- og varnarmál, loftslag, orka, samgöngur og þróunin á Norðurslóðum – geta engin landanna leyst ein síns liðs. Þess vegna verðum við í mun ríkari mæli að starfa sem norræn sambandsríki. Frá aldalöngum fjandskap til sameiginlegra gilda Norrænu félögin voru flest stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, til að efla frið og samstöðu Norðurlandanna. Fyrir 100 árum var langt frá því tryggt að norrænt samstarf myndi festa rætur. Löndin höfðu ítrekað háð stríð og lagt undir sig hvert annað; sum voru ný sjálfstæð, önnur börðust fyrir sjálfstæði. Samt óx hugmyndinni fiskur um hrygg. Árangurinn í dag er öllum ljós; samfélag átta landa sem deila gildum og hafa skapað eitt stöðugasta, friðsælasta og mest velmegandi svæði sögunnar. Heimurinn í dag hefur sannarlega þörf fyrir samstíga Norðurlönd sem geta gengið á undan og verið fyrirmynd alþjóðlega á fjölmörgum sviðum. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn tali oft hlýlega um mikilvægi norræns samstarfs hafa raunverulegar áherslur þeirra og aðgerðir síðustu ár verið aðrar. Undanfarna áratugi hefur samstarfið færst aftar í forgangsröðinni og veikst umtalsvert. Í dag vegur það mun minna en um síðustu aldamót, bæði fjárhagslega og pólitískt. Til dæmis starfa einungis um 120 manns fyrir sameiginlegar norrænar stofnanir, á meðan Evrópusambandið hefur 32.000 starfsmenn til stefnumótunar og framkvæmdar. Kórónuveirukreppan var skýrasta dæmið um afleiðingar margra ára vanrækslu, hún sýndi berlega að norrænt samstarf stóðst ekki prófið þegar á reyndi. Ónýtt tækifæri norræns samstarfs En þróuninni er hægt að snúa við. Líkt og fyrir 100 árum, þegar fjandskapur breyttist í samstöðu, getum við í dag skipað sameinuðum Norðurlöndum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Sameinuð eru Norðurlöndin eitt af tíu stærstu hagkerfum heims og löndin eru í forystu þegar kemur að loftslagsmálum, mannréttindum, velferð og innviðum. Möguleikarnir eru gríðarlegir – ef við þorum að nýta þá. Ný norræn stjórnarskrá! Þegar Norrænu félögin tala fyrir sterkara og meira skuldbindandi norrænu samstarfi snýst það um að laga samstarfið að þeirri veröld sem við lifum í nú þegar. Vilji Norðurlöndin takast á við heimsfaraldra, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti – og vera samkeppnishæf við Bandaríkin og Kína – þarf að endurskoða Helsingforssamninginn, „stjórnarskrá“ norræns samstarfs. Hann verður að aðlaga að nútímanum. Ný norræn stjórnarskrá á m.a. að tryggja að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái sjálfstæða stöðu í samstarfinu og að mikilvæg málefnasvið sem í dag eru utan norræns samstarfs verði hluti af því. Það þarf að efla norræna samkennd meðal almennra borgara. Sameiginlegt norrænt ríkisfang, sameiginlegt auðkenni og vegabréf myndu t.d. styrkja norræna sjálfsmynd okkar allra. Að auki ætti að koma á nýrri þingdeild innan Norðurlandaráðs sem kosið væri til í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Norrænt þing, kjörið með beinni kosningu myndi tengja Norðurlöndin þéttar saman og styrkja lýðræðislegan grundvöll samstarfsins til muna. Þá teljum við brýna þörf á að endurskoða samstöðuregluna sem allt starf Norræna ráðherraráðsins byggir á. Of lengi hefur ein ríkisstjórn getað stöðvað framfarir, sem í raun þýðir að sá sem vill minnst ræður mestu. Kannski ættu þau lönd sem vilja ganga hraðar fram að fá tækifæri til þess – án þess að hin geti stöðvað ferlið. Sameinuð Norðurlönd Norðurlöndin þurfa að geta tekist á við farsóttir, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti en hingað til. Sameinuð Norðurlönd eru ekki keppinautar Evrópusambandsins eða NATO, heldur aukin styrkur fyrir Evrópu í heild. Allt þetta leiðir að lykilspurningunni: Hvað viljum við með samstarf Norðurlanda?Heimurinn er í uppnámi. Núverandi heimsmynd og skipan alþjóðamála er ógnað og hættan er að vald hins sterka muni ráða för. Ef við viljum verja og styrkja þau gildi sem einkenna Norðurlöndin – lýðræði, jafnræði, traust og réttarríki – verðum við að standa miklu þéttar saman. Vilji Norðurlöndin að samstarf þeirra verði meira en huggulegur kaffiklúbbur kallar það á pólitískt þor, framtíðarsýn og uppgjör við þá smáríkjahugsun sem hér hefur ráðið för.Við verðum í mun ríkari mæli að skuldbinda okkur til að koma fram og beita okkur sem það stórveldi sem Norðurlöndin geta verið – sameinuð sem eitt. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á ÍslandiLars Barfoed, formaður Norræna félagsins í DanmörkuMaiken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á ÁlandseyjumPyry Niemi, formaður Norræna félagsins í SvíþjóðTorbjörn Nyström, formaður Norræna félagsins í Færeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Norðurlandaráð Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Grímulaust vald hinna sterku grefur nú undan alþjóðareglum og siðuðum samskiptum þjóða. Meðal annars þess vegna verða Norðurlöndin í mun ríkari mæli að koma fram sameiginlega á alþjóðavettvangi í stað þess að birtast sem átta smáríki. Þannig skrifa Hrannar Arnasson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström, formenn Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Álandseyjum, Svíþjóð og Færeyjum. Síðustu 100 árin hafa sýnt að þegar veröldin verður ótryggari fær hugsjónin um norrænt samstarf aukin hljómgrunn og mikilvægi samstarfsins eykst. En sannleikurinn er líka sá að norrænu samstarfi hefur um all langt skeið verið ýtt til hliðar af stjórnvöldum og það meðhöndlað sem annars flokks. Óvissan í heiminum hefur nú sett norrænt samstarf á dagskrá. Þær aðstæður verðum við að taka alvarlega og tryggja að fyrri tíma glötuð tækifæri til skuldbindandi norræns samstarfs endurtaki sig ekki. Ástæðan er einföld: Framtíðaráskoranir á okkar svæði – utanríkismál, öryggis- og varnarmál, loftslag, orka, samgöngur og þróunin á Norðurslóðum – geta engin landanna leyst ein síns liðs. Þess vegna verðum við í mun ríkari mæli að starfa sem norræn sambandsríki. Frá aldalöngum fjandskap til sameiginlegra gilda Norrænu félögin voru flest stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, til að efla frið og samstöðu Norðurlandanna. Fyrir 100 árum var langt frá því tryggt að norrænt samstarf myndi festa rætur. Löndin höfðu ítrekað háð stríð og lagt undir sig hvert annað; sum voru ný sjálfstæð, önnur börðust fyrir sjálfstæði. Samt óx hugmyndinni fiskur um hrygg. Árangurinn í dag er öllum ljós; samfélag átta landa sem deila gildum og hafa skapað eitt stöðugasta, friðsælasta og mest velmegandi svæði sögunnar. Heimurinn í dag hefur sannarlega þörf fyrir samstíga Norðurlönd sem geta gengið á undan og verið fyrirmynd alþjóðlega á fjölmörgum sviðum. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn tali oft hlýlega um mikilvægi norræns samstarfs hafa raunverulegar áherslur þeirra og aðgerðir síðustu ár verið aðrar. Undanfarna áratugi hefur samstarfið færst aftar í forgangsröðinni og veikst umtalsvert. Í dag vegur það mun minna en um síðustu aldamót, bæði fjárhagslega og pólitískt. Til dæmis starfa einungis um 120 manns fyrir sameiginlegar norrænar stofnanir, á meðan Evrópusambandið hefur 32.000 starfsmenn til stefnumótunar og framkvæmdar. Kórónuveirukreppan var skýrasta dæmið um afleiðingar margra ára vanrækslu, hún sýndi berlega að norrænt samstarf stóðst ekki prófið þegar á reyndi. Ónýtt tækifæri norræns samstarfs En þróuninni er hægt að snúa við. Líkt og fyrir 100 árum, þegar fjandskapur breyttist í samstöðu, getum við í dag skipað sameinuðum Norðurlöndum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Sameinuð eru Norðurlöndin eitt af tíu stærstu hagkerfum heims og löndin eru í forystu þegar kemur að loftslagsmálum, mannréttindum, velferð og innviðum. Möguleikarnir eru gríðarlegir – ef við þorum að nýta þá. Ný norræn stjórnarskrá! Þegar Norrænu félögin tala fyrir sterkara og meira skuldbindandi norrænu samstarfi snýst það um að laga samstarfið að þeirri veröld sem við lifum í nú þegar. Vilji Norðurlöndin takast á við heimsfaraldra, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti – og vera samkeppnishæf við Bandaríkin og Kína – þarf að endurskoða Helsingforssamninginn, „stjórnarskrá“ norræns samstarfs. Hann verður að aðlaga að nútímanum. Ný norræn stjórnarskrá á m.a. að tryggja að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái sjálfstæða stöðu í samstarfinu og að mikilvæg málefnasvið sem í dag eru utan norræns samstarfs verði hluti af því. Það þarf að efla norræna samkennd meðal almennra borgara. Sameiginlegt norrænt ríkisfang, sameiginlegt auðkenni og vegabréf myndu t.d. styrkja norræna sjálfsmynd okkar allra. Að auki ætti að koma á nýrri þingdeild innan Norðurlandaráðs sem kosið væri til í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Norrænt þing, kjörið með beinni kosningu myndi tengja Norðurlöndin þéttar saman og styrkja lýðræðislegan grundvöll samstarfsins til muna. Þá teljum við brýna þörf á að endurskoða samstöðuregluna sem allt starf Norræna ráðherraráðsins byggir á. Of lengi hefur ein ríkisstjórn getað stöðvað framfarir, sem í raun þýðir að sá sem vill minnst ræður mestu. Kannski ættu þau lönd sem vilja ganga hraðar fram að fá tækifæri til þess – án þess að hin geti stöðvað ferlið. Sameinuð Norðurlönd Norðurlöndin þurfa að geta tekist á við farsóttir, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti en hingað til. Sameinuð Norðurlönd eru ekki keppinautar Evrópusambandsins eða NATO, heldur aukin styrkur fyrir Evrópu í heild. Allt þetta leiðir að lykilspurningunni: Hvað viljum við með samstarf Norðurlanda?Heimurinn er í uppnámi. Núverandi heimsmynd og skipan alþjóðamála er ógnað og hættan er að vald hins sterka muni ráða för. Ef við viljum verja og styrkja þau gildi sem einkenna Norðurlöndin – lýðræði, jafnræði, traust og réttarríki – verðum við að standa miklu þéttar saman. Vilji Norðurlöndin að samstarf þeirra verði meira en huggulegur kaffiklúbbur kallar það á pólitískt þor, framtíðarsýn og uppgjör við þá smáríkjahugsun sem hér hefur ráðið för.Við verðum í mun ríkari mæli að skuldbinda okkur til að koma fram og beita okkur sem það stórveldi sem Norðurlöndin geta verið – sameinuð sem eitt. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á ÍslandiLars Barfoed, formaður Norræna félagsins í DanmörkuMaiken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á ÁlandseyjumPyry Niemi, formaður Norræna félagsins í SvíþjóðTorbjörn Nyström, formaður Norræna félagsins í Færeyjum
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar