Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar 11. desember 2025 08:15 Tímabilið sem hófst 2013, þegar núverandi formaður Miðflokksins leiddi Framsókn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, og næstu tíu árin á eftir, þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sátu meira og minna í ríkisstjórn, einkenndist fyrst og síðast af innleiðingu á skattalækkunum og -ívilnunum fyrir valda hópa í samfélaginu. Þessar ákvarðanir lækkuðu tekjur ríkissjóðs, juku innviðaskuld og drógu úr velferð en skildu meira eftir í vasanum á ríkustu tíu prósentum landsmanna. Allir aðrir hópar, 90 prósent þjóðarinnar, urðu fyrir því að skattbyrði þeirra var hækkuð. Það má sjá á meðfylgjandi mynd. Ný ríkisstjórn lofaði því í stjórnarsáttmála sínum að hún ætlaði að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu“. Með öðrum orðum að gera skattkerfið almennara þannig að það sama sé yfir alla látið ganga. Það er enginn að taka persónuafsláttinn af launafólki Það er hún til dæmis að gera með því að afnema tvöfaldan skattafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar. Til að vera með fjármagnstekjur þarf einstaklingur að eiga viðbótarfjármagn sem hann getur látið vinna fyrir sig og af þeim ávinningi greiðir hann mun lægri skatta en fólk af launum sínum. Nú skuluð þið athuga að 70 prósent allra fjármagnstekna fara til ríkustu tíu prósenta landsmanna, alls nálægt 250 milljörðum króna árlega. Þessi hópur þarf ekki tvöfaldan skattaafslátt. Ýmsir stjórnarandstæðingar hafa, með fullri meðvitund, reynt að segja almenningi að í þessari aðgerð felist afnám persónuafsláttar almennt, þegar í henni felast engin áhrif á fólk sem þiggur laun fyrir sína vinnu. Þetta er ósatt. Þvæla. Svo er verið að afnema samnýtingu skattþrepa, sem þau sex prósent landsmanna með hæstu launin geta nýtt sér. Um er að ræða skattalega ívilnun til sambúðarfólks þar sem annar aðilinn hefur tekjur í efsta skattþrepi en hinn ekki. Þá getur sá sem þénar meira nýtt sér skattþrep hins til að borga lægri skatta. Til að falla undir þessa skilgreiningu þarf tekjuhærri aðilinn að vera með að minnsta kosti 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða tvöfalt hærri laun en miðgildi mánaðarlauna var á Íslandi í fyrra. Þetta hafa stjórnarandstæðingar kallað afnám samsköttunar, líkt og hjón og sambúðarfólk geti þá ekki lengur talið saman fram til skatts. Þetta er ósatt. Þvæla. Hér er einungis stiklað á stóru um glufurnar og afslættina sem sumir fá en aðrir ekki. Samanlagt skilar afnám þessara tveggja glufna því að ríkissjóður fær um fjóra milljarða króna í viðbótartekjur á ári en ríkasta fólk landsins þarf í staðinn að greiða skatta án undanþágu, líkt og þorri landsmanna gerir undanbragðalaust. Fjóra milljarða króna sem geta nýst í samfélagslega uppbyggingu. Þetta er það sem stjórnarandstaðan á við þegar hún öskrar „skattahækkanir“ í sífellu. Þetta eru hóparnir og hagsmunirnir sem hún vinnur fyrst og síðast fyrir. Það er enginn að stela ofgreiddum skatti af ykkur Nýjasta útspil minnihlutans og miðla í tengslum við hann er að reyna að klæða breytingu á heimild Skattsins til að bæta réttarstöðu almennings gagnvart stofnuninni sem einhvers konar heimild honum til handa til að stela af fólki ofgreiddum skatti. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins deildi meira að segja frétt um þessa þvælu og skrifaði við að það ætti „að gera það nánast ómögulegt að fá endurgreiddan ofgreiddan skatt“. Staðreyndin er sú að breytingin sem verið er að gera veitir skattgreiðendum annars vegar skýrari rétt til að láta óháða aðila endurskoða synjanir Skattsins með því að gera þær kæranlegar til yfirskattanefndar sér að kostnaðarlausu, sem þær eru ekki í dag. Hins vegar setur hún kröfu um verulega hagsmuni sem gengur á báða bóga. Skatturinn mun því ekki getað krafið fólk um endurgreiðslu á óverulegum fjárhæðum og gömlum skuldum í kjölfar dóms eða úrskurðar nema um verulega hagsmuni sé að ræða og sömuleiðis verður Skattinum heimilt að synja beiðni um leiðréttingu ef fjárhæðin er lág eða krafan gömul. Þessi breyting breytir engu um þá almennu leiðréttingu sem fer fram í kjölfar skila á skattframtali á hverju ári, og flestir kannast við að bíða spenntir eftir hvort skili þeim óvæntri greiðslu eða vonbrigðunum sem fylgja því að skulda skatt. Áhrif breytingarinnar, sem hvílir á skilyrðum um verulega hagsmuni sem hafa verið í lögum árum saman, hafa engin áhrif á tekjur ríkissjóðs. Núll. Það er, með öðrum orðum, ekki verið að taka krónu af neinum heldur verið að færa skattgreiðendum aukin réttindi. Þetta á minnihlutinn á Alþingi að vita. Samt kýs hann að segja ósatt um málið. Þvæla það. Dreifa röngum upplýsingum af ásetningi Upplýsingaóreiða er það þegar röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt til þess að valda skaða eða rugla umræðu. Þetta er orðið viðurkennt tól til notkunar í stjórnmálum nútímans, því miður. Á Íslandi er svona óreiða að verða mest nýtti þjónn stjórnarandstöðunnar og þeirra sem ganga erinda hennar. Ofangreint sýnir það skýrt. Kannski er það vegna þess að minnihlutinn skilur raunverulega ekki málin sem hann er að fjalla um. Ef svo er þá er það ekki gott fyrir neinn, vegna þess að það er ábyrgðarhlutverk að sitja á þingi. Líklegra er þó að þetta sé gert af ásetningi. Að vissu leyti er það ágætt, og til marks um hversu vel sitjandi ríkisstjórn er að standa sig, að minnihlutinn og miðlunarglundroðasólkerfi hans þurfa að festa sig í að dreifa röngum upplýsingum vegna þess að þau sjá ekki raunverulega veikleika á stefnumálum stjórnarinnar. Það má raunar líta á slíkt sem ákveðna gæðavottun. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Skattar, tollar og gjöld Fjármál heimilisins Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Tímabilið sem hófst 2013, þegar núverandi formaður Miðflokksins leiddi Framsókn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, og næstu tíu árin á eftir, þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sátu meira og minna í ríkisstjórn, einkenndist fyrst og síðast af innleiðingu á skattalækkunum og -ívilnunum fyrir valda hópa í samfélaginu. Þessar ákvarðanir lækkuðu tekjur ríkissjóðs, juku innviðaskuld og drógu úr velferð en skildu meira eftir í vasanum á ríkustu tíu prósentum landsmanna. Allir aðrir hópar, 90 prósent þjóðarinnar, urðu fyrir því að skattbyrði þeirra var hækkuð. Það má sjá á meðfylgjandi mynd. Ný ríkisstjórn lofaði því í stjórnarsáttmála sínum að hún ætlaði að „bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu“. Með öðrum orðum að gera skattkerfið almennara þannig að það sama sé yfir alla látið ganga. Það er enginn að taka persónuafsláttinn af launafólki Það er hún til dæmis að gera með því að afnema tvöfaldan skattafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar. Til að vera með fjármagnstekjur þarf einstaklingur að eiga viðbótarfjármagn sem hann getur látið vinna fyrir sig og af þeim ávinningi greiðir hann mun lægri skatta en fólk af launum sínum. Nú skuluð þið athuga að 70 prósent allra fjármagnstekna fara til ríkustu tíu prósenta landsmanna, alls nálægt 250 milljörðum króna árlega. Þessi hópur þarf ekki tvöfaldan skattaafslátt. Ýmsir stjórnarandstæðingar hafa, með fullri meðvitund, reynt að segja almenningi að í þessari aðgerð felist afnám persónuafsláttar almennt, þegar í henni felast engin áhrif á fólk sem þiggur laun fyrir sína vinnu. Þetta er ósatt. Þvæla. Svo er verið að afnema samnýtingu skattþrepa, sem þau sex prósent landsmanna með hæstu launin geta nýtt sér. Um er að ræða skattalega ívilnun til sambúðarfólks þar sem annar aðilinn hefur tekjur í efsta skattþrepi en hinn ekki. Þá getur sá sem þénar meira nýtt sér skattþrep hins til að borga lægri skatta. Til að falla undir þessa skilgreiningu þarf tekjuhærri aðilinn að vera með að minnsta kosti 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða tvöfalt hærri laun en miðgildi mánaðarlauna var á Íslandi í fyrra. Þetta hafa stjórnarandstæðingar kallað afnám samsköttunar, líkt og hjón og sambúðarfólk geti þá ekki lengur talið saman fram til skatts. Þetta er ósatt. Þvæla. Hér er einungis stiklað á stóru um glufurnar og afslættina sem sumir fá en aðrir ekki. Samanlagt skilar afnám þessara tveggja glufna því að ríkissjóður fær um fjóra milljarða króna í viðbótartekjur á ári en ríkasta fólk landsins þarf í staðinn að greiða skatta án undanþágu, líkt og þorri landsmanna gerir undanbragðalaust. Fjóra milljarða króna sem geta nýst í samfélagslega uppbyggingu. Þetta er það sem stjórnarandstaðan á við þegar hún öskrar „skattahækkanir“ í sífellu. Þetta eru hóparnir og hagsmunirnir sem hún vinnur fyrst og síðast fyrir. Það er enginn að stela ofgreiddum skatti af ykkur Nýjasta útspil minnihlutans og miðla í tengslum við hann er að reyna að klæða breytingu á heimild Skattsins til að bæta réttarstöðu almennings gagnvart stofnuninni sem einhvers konar heimild honum til handa til að stela af fólki ofgreiddum skatti. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins deildi meira að segja frétt um þessa þvælu og skrifaði við að það ætti „að gera það nánast ómögulegt að fá endurgreiddan ofgreiddan skatt“. Staðreyndin er sú að breytingin sem verið er að gera veitir skattgreiðendum annars vegar skýrari rétt til að láta óháða aðila endurskoða synjanir Skattsins með því að gera þær kæranlegar til yfirskattanefndar sér að kostnaðarlausu, sem þær eru ekki í dag. Hins vegar setur hún kröfu um verulega hagsmuni sem gengur á báða bóga. Skatturinn mun því ekki getað krafið fólk um endurgreiðslu á óverulegum fjárhæðum og gömlum skuldum í kjölfar dóms eða úrskurðar nema um verulega hagsmuni sé að ræða og sömuleiðis verður Skattinum heimilt að synja beiðni um leiðréttingu ef fjárhæðin er lág eða krafan gömul. Þessi breyting breytir engu um þá almennu leiðréttingu sem fer fram í kjölfar skila á skattframtali á hverju ári, og flestir kannast við að bíða spenntir eftir hvort skili þeim óvæntri greiðslu eða vonbrigðunum sem fylgja því að skulda skatt. Áhrif breytingarinnar, sem hvílir á skilyrðum um verulega hagsmuni sem hafa verið í lögum árum saman, hafa engin áhrif á tekjur ríkissjóðs. Núll. Það er, með öðrum orðum, ekki verið að taka krónu af neinum heldur verið að færa skattgreiðendum aukin réttindi. Þetta á minnihlutinn á Alþingi að vita. Samt kýs hann að segja ósatt um málið. Þvæla það. Dreifa röngum upplýsingum af ásetningi Upplýsingaóreiða er það þegar röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt til þess að valda skaða eða rugla umræðu. Þetta er orðið viðurkennt tól til notkunar í stjórnmálum nútímans, því miður. Á Íslandi er svona óreiða að verða mest nýtti þjónn stjórnarandstöðunnar og þeirra sem ganga erinda hennar. Ofangreint sýnir það skýrt. Kannski er það vegna þess að minnihlutinn skilur raunverulega ekki málin sem hann er að fjalla um. Ef svo er þá er það ekki gott fyrir neinn, vegna þess að það er ábyrgðarhlutverk að sitja á þingi. Líklegra er þó að þetta sé gert af ásetningi. Að vissu leyti er það ágætt, og til marks um hversu vel sitjandi ríkisstjórn er að standa sig, að minnihlutinn og miðlunarglundroðasólkerfi hans þurfa að festa sig í að dreifa röngum upplýsingum vegna þess að þau sjá ekki raunverulega veikleika á stefnumálum stjórnarinnar. Það má raunar líta á slíkt sem ákveðna gæðavottun. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun