Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 11. desember 2025 10:03 Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Byggðamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um innleiðingu kílómetragjalds hafa mætt verulegri andstöðu og eru af mörgum talin eitt umdeildasta skattamál þessa fyrsta árs ríkisstjórnarinnar. Gjaldið, sem á að taka gildi strax eftir áramót, er að mati gagnrýnenda illa ígrundað, óraunhæft og að hluta til afturvirkt og mun koma harkalega niður á fyrirtækjum og heimilum þar sem síst skyldi. Sér í lagi er bent á að bílaleigur, sem hafa þegar gert langtímasamninga við ferðaskrifstofur fyrir komandi sumar, sitji eftir með verulegan kostnaðarauka sem þær geti ekki velt yfir á viðskiptavini. Slík afturvirk forsendubreyting á gerðum samningum er sögð ófagleg og skaði traust á íslenskum stjórnvöldum. Ef kostnaðurinn hleðst upp hjá leigubílstjóra eða bílaleigu tapast hann beint úr rekstri, með tilheyrandi áhrifum á verðlag, þjónustuframboð og samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Margir líta eðlilega á þetta sem endurtekningu á innviðagjaldsmálinu, þegar nýtt gjald á farþega skemmtiferðaskipa var sett á án nægs fyrirvara með þeim afleiðingum að skip hættu að koma til landsins. Stór högg dundu þá yfir hafnir vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir að gjaldið hafi seint og um síðir verið lækkað reyndist skaðinn verulegur. Nú sé verið að gera sömu mistök aftur en nú með kílómetragjaldi. Í umsögnum og ræðum er einnig gagnrýnt að stjórnvöld noti setninguna „þeir borgi sem nota“ til að réttlæta gjaldið. Sú röksemd er sögð einföldun og ranglega notuð, þar sem allir landsmenn, jafnvel þeir sem ekki eiga bíl, nota vegakerfið óbeint í gegnum allt það vöruflæði sem haldi samfélaginu gangandi. Hækkun á flutningskostnaði mun óhjákvæmilega skila sér í hærra vöruverði, sérstaklega úti á landi þar sem verslanir hafa litla sem enga möguleika á að taka á sig kostnaðinn. Þar að auki búa íbúar landsbyggðarinnar við allt aðrar aðstæður en höfuðborgarbúar. Þar eru engir raunhæfir samgöngukostir aðrir er bílinn í boði fyrir daglegar ferðir og langar vegalengdir eru óumflýjanlegar. Að leggja háan kílómetragjaldsskatt á þá sem hafa enga valkosti er misráðin og ósanngjörn stefna sem dýpki bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Að lokum er varað við því að slík skattheimta ýti undir verðbólgu og torveldi hagstjórn. Því sé erfitt að sjá annað en að kílómetragjaldið sé fyrst og fremst nýr skattur í leit að tekjum, fremur en yfirveguð kerfisbreyting. Fram kemur sífellt skýrari krafa um að ríkisstjórnin staldri við og meti raunverulegar afleiðingar frumvarpsins áður en það verður gert að lögum. Svo mikið á landsbyggðin inni hjá ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun