Lífið

Opnar sig loksins um sam­bandið um­talaða

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Anderson og Neeson áttu í vikulöngu sambandi eftir að tökum lauk á The Naked Gun en síðan héldu þau hvort í sína áttina.
Anderson og Neeson áttu í vikulöngu sambandi eftir að tökum lauk á The Naked Gun en síðan héldu þau hvort í sína áttina.

Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk.

Anderson og Neeson voru í aðalhlutverkum í The Naked Gun en persónur þeirra eiga í ástarsambandi í myndinni. Þau voru síðan afar innileg hvort við annað á rauða dreglinum við kynningar á myndinni.

Sjá einnig: Pamela smellti kossi á Neeson

Því spruttu fram sögusagnir um að sambandið hefði smitast inn í raunheima. Á móti kom að einhverjir vildu meina að um kynningarbrellu væri að ræða. Þau svöruðu aldrei almennilega fyrir málið en Anderson sagði hins vegar í þakkarræðu á franskri kvikmyndahátíð að hún myndi aldrei fóðra kynningarbrellur.

Nú hefur Anderson ákveðið að tjá sig í fyrsta sinn almennilega um samband þeirra og gerði hún það í forsíðuviðtali við People í vikunni.

Innileg vika í uppsveitum

„Liam og ég áttum í rómantísku sambandi í stutta stund en bara eftir að við kláruðum tökur,“ sagði hún í viðtalinu.

Fallegt ofurpar! Dia Dipasupil/Getty Images

Þau hefðu eytt „innilegri viku“ saman á heimili hans í upphéruðum New York þar sem hún fékk sitt eigið herbergi. Aðstoðarmenn leikaranna og fjölskyldur þeirra hefðu komið í heimsókn.

Þau hefðu eitt kvöldið borðað kvöldverð á litlum frönskum veitingastað þar sem Neeson hefði kynnt hana sem „framtíðar frú Neeson“. Þessa „týndu rómantísku viku“ hefði Neeson einn morguninn, klæddur í baðslopp, fælt björn á brott út um eldhúsgluggann. 

„Við fórum hvort í sína áttina til að vinna að öðrum kvikmyndum,“ sagði Anderson síðan um sambandsslitin.

Engin kynningarbrella

Eftir að þau voru að kynna The Naked Gun yfir sumarið endurnýjuðu þau kynnin, leiddust á rauða dreglinum og knúsuðust. Anderson segir að þau hafi verið að skemmta sér, sambandið hefði verið „dálítið eins og Nancy Meyers-mynd.“

„Ég hló alltaf að því þegar fólk sagði: „Ó, þetta er kynningarbrella.“ Kynningarbrella? Þetta er alvöru. Við erum með alvöru tilfinningar,“ sagði Anderson. Þó þau dýrkuðu hvort annað væru þau betur sett sem vinir.

Síðast hittust þau í ágúst þegar Neeson kom Anderson á óvart með því að mæta á leikhúshátíð í Williamstown til að fylgjast með henni leika í Camino Real eftir Tennesse Williams. „Hann er svo dyggur stuðningsmaður þessa nýja hluta ferils míns síns og sagðist vera stoltur af mér,“ sagði hún um Neeson.

„Ég er viss um að við verðum alltaf í lífi hvor annars,“ sagði hún svo.


Tengdar fréttir

Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par

Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.