Innlent

Skaftárhlaup enn yfir­standandi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skaftárhlaup hófst á mánudag.
Skaftárhlaup hófst á mánudag. Vísir/Vilhelm

Skaftárhlaup er enn yfirstandandi og stöðugt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að úrkoma og leysing á svæðinu hafi bætt að hluta í rennsli sem mælist rúmlega 160 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) við Sveinstind. Það samsvari meðalrennsli að sumri.

Þá segir að leiðni í ánni hafi haldið áfram að hækka frá því í gær en úrkoman hafi hægt örlítið á aukningunni. Áfram megi finna brennisteinslykt við árfarveginn. 

Að svo stöddu hefur hlaupið ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu en áfram verður fylgst náið með þróun hlaupsins. Hlaupið hófst á mánudag. 


Tengdar fréttir

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá. Björgvin Karl Harðarson bóndi á Hunkubökkum í Skaftárhreppi tók eftir miklum breytingum á ánni milli daga. Sérfræðingar Veðurstofunnar segja hlaupið minniháttar og von sé á tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×