Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 12. desember 2025 07:32 Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Sjá meira
Vafalaust kannast ýmsir við troðfulla skápa í eldhúsinu. Samt virðist ekkert til! Það er misjafnt milli heimila hvaða vörur fylla búrskápana. Ég þekki einn sem fann 7 sósujafnara í skápatiltekt í fyrra! Í mínu tilfelli er það frystivara, hnetur, fræ og allskonar krukkumatur sem á það til að safnast upp. Við fjölskyldan höfum vanið okkur á að taka kaupstopp í eina viku í desember áður en hátíðarmatarinnkaupin hefjast. Smá áskorun þar sem við förum eins langt og við getum í að nýta og njóta. Ávinningurinn er að eftir átakið er nóg pláss í skápunum fyrir jólamatinn, smákökurnar og konfektið. Auk þess fer mun minna af mat í ruslið og við spörum okkur pening sem getur komið sér vel fyrir jólin! Svo er algjör bónus að til verða óvæntar en ljúffengar uppskriftir sem stundum verða hluti af endurteknum uppskriftum í hversdeginum. Hvernig gerum við þetta? Við byrjum á að kortleggja allt sem er til í búrskápum, frysti og ísskáp. Síðan hefst hugmyndavinnan. Hvað er hægt að matreiða úr þessu? Þegar við erum búin að tæma okkar hugmyndabrunn er líka hægt að nýta gervigreindina. Hvað ætli þetta dugi í margar máltíðir? Hér kviknar oft á keppnisskapinu með að búa til sem flestar og sem frumlegastar máltíðir úr lagernum. Niðurstaðan eru allskonar nýjar súpuuppskriftir, hristingar, fræbrauð, eftirréttir og hvað eina. Hér má nefna að mínar frægustu smákökur, Tobbur, urðu einmitt til svona. Þar sæki ég innblástur í klassísku kornflexkökuna en nýti öll þessi fræ, hnetur og þurrkuðu ávexti sem safnast upp hjá mér í stað kornflexins. Kaupstoppið kemur sér svo vel yfir hátíðirnar, við erum með betri yfirsýn yfir hvað er til, og höfum pláss til að geyma afgangana. Þá er fullkomið að vera búin að gera ráð fyrir afgangamáltíðum inn í jóladagskránni. Til dæmis Pálínuboð á jóladag þar sem allir bjóða upp á sína jólaafganga . Eða hin fullkomna jólasamloka í hádeginu á annan í jólum þar sem við nýtum það sem til er og gæðum okkur á yfir jólabókalestrinum. Ég skora á ykkur að nýta keppnisskapið í eldhúsinu, vera nýtin, skapandi, segja frá ykkar reynslu á samfélagsmiðlum og jafnvel tagga #samangegnsoun. Njótið, nýtið og upplifið eitthvað alveg nýtt í leiðinni! Höfundur er teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun