Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 10:01 Fanndís Friðriksdóttir í leik með Val. Vísir/Pawel Það kom Fanndísi Friðriksdóttur á óvart að vera ekki boðinn nýr samningur hjá kvennaliði Vals í fótbolta. Hún er ekki sátt með viðskilnaðinn við félagið og segir nýafstaðið tímabil hafa verið skrýtið og taktlaust. Fanndís, sem hefur nú lagt skóna á hilluna, var einn af ljósu punktunum í liði Vals á annars afar erfiðu tímabili fyrir liðið þar sem að erfið mál utan vallar hjálpuðu ekki til. Fanndís lýsir tímabilinu sem skrýtnu og taktlausu en eftir það var henni ekki boðinn áframhaldandi samningur. Kom það þér á óvart að þér skyldi ekki hafa verið boðinn áframhaldandi samningur? „Já mjög. Ég held að flestir geti verið sammála um að það sé mjög skrýtið að vera valin besti leikmaður liðsins en fá síðan ekki áframhaldandi samning. Burtséð frá því hvort ég hafi ætlað að hætta eða ekki, ég var ekki búin að segja það. Já það var skrýtið.“ Hvernig er þá viðskilnaðurinn við félagið? „Lífið heldur bara áfram. Ég er ekki að fara erfa þetta við neinn. Ég átti frábæran tíma með stelpunum þarna, það er ekki það, en ég er ekkert sátt með það að þetta hafi verið niðurstaðan þeirra, mér finnst hún skrýtin, en ég er hætt í fótbolta núna. Nenni ekki að pæla í því meira.“ Var ákveðið taktleysi Fanndís er þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar með 278 leiki og 129 mörk. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, bæði með Breiðabliki og Val. Síðasta tímabili var eitt af þeim erfiðustu sem hún upplifði á sínum ferli. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða það öðruvísi en að þetta var bara svolítið skrýtið. Það langar öllum það sama, sérstaklega þegar að maður er í Val þá langar öllum að vinna og það ætla sér allir að vinna. En það var ákveðið taktleysi, ég held að það sé orðið sem lýsi þessu. Þetta var skrýtið og taktlaust, við vorum ekki í takt. Við vorum öll á leiðinni á sama stað en á mismunandi hátt. Svona er þetta bara stundum.“ Var erfitt að halda í jákvæðnina þegar að illa gekk á tímabilinu? „Alveg stundum en einhvern veginn hafði maður sitt stuðningsnet í eldri leikmönnum Vals eins og Elísu Viðars, Örnu Sig, Natöshu og fleirum. Við hjálpuðumst að við þetta. Minntum okkur reglulega á að við værum í fótbolta af því að það er gaman. Það var alltaf gaman á æfingu þótt að leikirnir hafi farið eins og þeir fóru þá var samt alltaf gaman þannig lagað. Maður gleymdi sér stundum og fór að tuða en þá var næsti maður bara búinn að pikka í mann og minna mann á að halda í jákvæðnina, halda áfram og gera það sem við getum til að reyna snúa þessu við.“ Tekur undir orð Péturs Pétur Pétursson, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Vals, tjáði sig um stöðuna hjá félaginu í færslu á dögunum og vitnaði þar í færslu stjórnar knattspyrnudeildar félagsins þar sem sagði að það hefði oft einkennt íslenskan fótbolta að tjalda til einnar nætur. Pétur sagði stjórn Vals lítillækka bæði karla- og kvennalið vals undanfarin ár og þeim stórkostlega árangri sem náðst hefði. Að segja að Valur hafi tjaldað til einnar nætur væri virðingarleysi við þá leikmenn, þjálfara, stjórn og sjálfboðaliða sem bjuggu til þann árangur sem hefði náðst. Þá sagði hann sorglegt hvernig komið væri fram við þá leikmenn sem hefðu borið merki Vals hátt uppi. Fanndís tekur undir ýmislegt sem kom fram í færslu Péturs, hennar gamla þjálfara hjá Val. Hefur þú áhyggjur af stöðu liðsins eða félagsins „Ég ætla ekki að segja áhyggjur en ég tek svolítið undir það sem Pétur segir. Það verður að bera virðingu fyrir því sem hefur verið gert þarna áður. Það má ekki gleyma því. Stefna að því er bara gott og blessað og gangi þeim sem allra best. En áhyggjur hef ég ekki.“ Besta deild kvenna Valur Íslenski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Fanndís, sem hefur nú lagt skóna á hilluna, var einn af ljósu punktunum í liði Vals á annars afar erfiðu tímabili fyrir liðið þar sem að erfið mál utan vallar hjálpuðu ekki til. Fanndís lýsir tímabilinu sem skrýtnu og taktlausu en eftir það var henni ekki boðinn áframhaldandi samningur. Kom það þér á óvart að þér skyldi ekki hafa verið boðinn áframhaldandi samningur? „Já mjög. Ég held að flestir geti verið sammála um að það sé mjög skrýtið að vera valin besti leikmaður liðsins en fá síðan ekki áframhaldandi samning. Burtséð frá því hvort ég hafi ætlað að hætta eða ekki, ég var ekki búin að segja það. Já það var skrýtið.“ Hvernig er þá viðskilnaðurinn við félagið? „Lífið heldur bara áfram. Ég er ekki að fara erfa þetta við neinn. Ég átti frábæran tíma með stelpunum þarna, það er ekki það, en ég er ekkert sátt með það að þetta hafi verið niðurstaðan þeirra, mér finnst hún skrýtin, en ég er hætt í fótbolta núna. Nenni ekki að pæla í því meira.“ Var ákveðið taktleysi Fanndís er þriðji leikjahæsti leikmaður efstu deildar með 278 leiki og 129 mörk. Hún varð fimm sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli, bæði með Breiðabliki og Val. Síðasta tímabili var eitt af þeim erfiðustu sem hún upplifði á sínum ferli. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða það öðruvísi en að þetta var bara svolítið skrýtið. Það langar öllum það sama, sérstaklega þegar að maður er í Val þá langar öllum að vinna og það ætla sér allir að vinna. En það var ákveðið taktleysi, ég held að það sé orðið sem lýsi þessu. Þetta var skrýtið og taktlaust, við vorum ekki í takt. Við vorum öll á leiðinni á sama stað en á mismunandi hátt. Svona er þetta bara stundum.“ Var erfitt að halda í jákvæðnina þegar að illa gekk á tímabilinu? „Alveg stundum en einhvern veginn hafði maður sitt stuðningsnet í eldri leikmönnum Vals eins og Elísu Viðars, Örnu Sig, Natöshu og fleirum. Við hjálpuðumst að við þetta. Minntum okkur reglulega á að við værum í fótbolta af því að það er gaman. Það var alltaf gaman á æfingu þótt að leikirnir hafi farið eins og þeir fóru þá var samt alltaf gaman þannig lagað. Maður gleymdi sér stundum og fór að tuða en þá var næsti maður bara búinn að pikka í mann og minna mann á að halda í jákvæðnina, halda áfram og gera það sem við getum til að reyna snúa þessu við.“ Tekur undir orð Péturs Pétur Pétursson, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Vals, tjáði sig um stöðuna hjá félaginu í færslu á dögunum og vitnaði þar í færslu stjórnar knattspyrnudeildar félagsins þar sem sagði að það hefði oft einkennt íslenskan fótbolta að tjalda til einnar nætur. Pétur sagði stjórn Vals lítillækka bæði karla- og kvennalið vals undanfarin ár og þeim stórkostlega árangri sem náðst hefði. Að segja að Valur hafi tjaldað til einnar nætur væri virðingarleysi við þá leikmenn, þjálfara, stjórn og sjálfboðaliða sem bjuggu til þann árangur sem hefði náðst. Þá sagði hann sorglegt hvernig komið væri fram við þá leikmenn sem hefðu borið merki Vals hátt uppi. Fanndís tekur undir ýmislegt sem kom fram í færslu Péturs, hennar gamla þjálfara hjá Val. Hefur þú áhyggjur af stöðu liðsins eða félagsins „Ég ætla ekki að segja áhyggjur en ég tek svolítið undir það sem Pétur segir. Það verður að bera virðingu fyrir því sem hefur verið gert þarna áður. Það má ekki gleyma því. Stefna að því er bara gott og blessað og gangi þeim sem allra best. En áhyggjur hef ég ekki.“
Besta deild kvenna Valur Íslenski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira