Innlent

Páll Winkel meðal um­sækj­enda um em­bætti ráðu­neytis­stjóra

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Páll Winkel hefur verið í leyfi frá störfum sem fangelsismálastjóri og hefur gegnt öðrum verkefnum sem sérfræðingur innan stjórnsýslunnar undanfarin misseri.
Páll Winkel hefur verið í leyfi frá störfum sem fangelsismálastjóri og hefur gegnt öðrum verkefnum sem sérfræðingur innan stjórnsýslunnar undanfarin misseri. Vísir/Arnar

Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu, en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra skipar í embættið þegar hæfisnefnd hefur lokið sínum störfum. Skipað er í stöðuna til fimm ára í senn, en þetta eru einstaklingarnir sex sem sóttu um stöðuna:

  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri
  • Bjarni Már Magnússon, prófessor
  • Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri
  • Páll Egill Winkel, sérfræðingur
  • Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri
  • Signý Rut Friðjónsdóttir, deildarstjóri

Vísir greindi frá því á dögunum að Páll Winkel verði áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar hann hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×