Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2025 13:10 Snorri Másson er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri. Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Í gær velti Snorri Másson þingmaður Miðflokksins því upp á þingi hvort tilefni væri til að skoða úrsögn úr EES-samningnum til að taka stjórn á fólksflutningum til Íslands. Umræður um þessi orð Snorra héldu áfram undir liðnum Störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagðist vilja gjalda mikinn varhug við þeirri umræðu. „Hingað til hefur það verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi að við eigum að segja okkur úr EES-samstarfinu. Og það er ástæða fyrir því að þetta hefur verið jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég hins vegar fagna því að forysta Miðflokksins er núna farin að tala skýrar um þetta heldur en áður hefur verið. Það vissulega skýrir línurnar í íslenskri pólitík og gefur okkur færi á að ræða um alla þá kosti sem fylgja EES-samningnum,“ sagði Sigmar. Kalla yfir okkur tollavirki Það hefði gríðarlega slæm áhrif á Íslendinga erlendis að ganga úr samstarfinu. „Ef við færum út úr EES, eins og nú er verið að viðra af forystu Miðflokksins, og ég ætla að gjalda mjög mikinn varhug við þeirri umræðu, þá erum við einmitt að kippa fótunum undan tugþúsundum Íslendinga sem búa, vinna og stunda nám á Evrópska efnahagssvæðinu. Við værum að tefla stórum hluta af okkar útflutningi í hættu. Við værum að kalla yfir okkur tollavirki sem væri erfitt að brjótast í gegnum. Það er ofureinfaldlega staðreynd málsins,“ sagði Sigmar. Meta framtíðarhagsmuni Snorri steig síðar í pontu og sagði Viðreisn stunda hræðsluáróður. „Það að maður ræði hagsmuni íslensks almennings gagnvart þessari þróun í innflytjendamálum, hvort sem það er út frá þjóðmenningunni, tungumáli, launaþrýstingi, því menn nefna hérna verkalýðshreyfinguna, húsnæðismarkaði, skólakerfi, leikskólakerfi,“ sagði Snorri. „Að maður segist vera tilbúinn til að gæta þessara hagsmuna íslensks almennings, að þá sé eina svarið hjá fólki að fara í hræðsluáróður um að þar með sé maður að tala um að fórna og varpa fyrir róða einhverjum heilögum réttindum Íslendinga, sem eru fín réttindi. Og þau eru góð og samningurinn veitir okkur þau. Og það er enginn hér að tala fyrir því að ganga út úr samstarfinu. Við erum að tala fyrir því að meta framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar,“ sagði Snorri.
Alþingi Miðflokkurinn Viðreisn EES-samningurinn Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent