Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 13:46 Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Merkileg grein birtist í Morgunblaðinu 1. desember síðastliðinn. Fullveldisdag okkar Íslendinga. Þar hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar á pennanum. Var henni tíðrætt um sæti Íslands við borðið á alþjóðavettvangi en minntist hins vegar ekkert á Evrópusambandið í þeim efnum þrátt fyrir að öllum hafi væntanlega verið ljóst hver væru undirliggjandi skilaboðin. Það er að segja innganga landsins í sambandið. „Sæti Íslands við borðið, hvort sem það hefur verið hjá Atlantshafsbandalaginu eða EFTA, hefur styrkt fullveldi Íslands,“ sagði Þorgerður þannig meðal annars í greininni. Hins vegar fjalla Atlantshafsbandalagið (NATO) og Fríverzlunarsamtök Evrópu (EFTA) ekki aðeins um mjög afmörkuð svið, annars vegar varnarmál og hins vegar fríverzlun, heldur eru ákvarðanir í báðum tilfellum teknar með einróma samþykki ólíkt því sem gerist innan Evrópusambandsins. Með inngöngu í Evrópusambandið er valdið yfir nær öllum málaflokkum ríkja framselt til stofnana þess og einróma samþykki heyrir til undantekninga en var áður reglan. Í flestum tilfellum fer vægi ríkja innan sambandsins eftir því hversu fjölmenn þau eru. Til að mynda yrði vægi Íslands innan ráðherraráðs þess, valdamestu stofnunarinnar, allajafna einungis 0,08% eða á við 5% hlutdeild í einum alþingismanni. Þetta yrði sætið við borðið innan Evrópusambandsins. Með öðrum orðum var Þorgerður að bera saman epli og appelsínur. Alþjóðlegt samstarf sem er til þess fallið að styrkja fullveldi landsins og hagsmuni íslenzku þjóðarinnar er vitanlega af hinu góða. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðlegt samstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Enda hefur þar á bæ verið leynt og ljóst stefnt að því frá upphafi að til yrði sambandsríki. Samvinna er eitt en samruni hins vegar allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar