Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2025 19:21 Elías Pétursson er bróðir Lúðvíks og hefur barist fyrir því að líkamsleifar bróður síns verði endurheimtar. Vísir/Sigurjón Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem féll í sprungu í Grindavík í byrjun síðasta árs segir vel mögulegt að endurheimta líkamsleifar hans án þess að stofna lífi annarra í hættu. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölskyldunnar um áframhald leitar. Lúðvík Pétursson lést þegar hann féll í sprungu í Hópshverfi í Grindavík snemma á síðasta ári. Leit fór fram í kjölfarið en var að endingu blásin af vegna hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í úrskurði vinnueftirlitsins kemur fram að ýmsu hafi verið ábótavant, meðal annars lá ekki fyrir áhættumat og þá hafi kynning á hættum og verklagi ekki verið nógu skýr. Eftir lögreglurannsókn fengu fimm stöðu sakbornings í málinu en sú rannsókn stendur enn yfir. Fjölskylda Lúðvíks hefur átt í miklum samskiptum við yfirvöld síðustu og krafa hennar er að líkamsleifar verði endurheimtar. Þá var einnig send beiðni til þáverandi dómsmálaráðherra Guðrúnar Hafsteinsdóttur að gerð yrði óháð rannsókn á slysinu. Í kjölfarið var skipaður var starfshópur sem rýna á í atburði í Grindavík frá því óvissustig var sett á í lok október 2023 og er vinnu þess hóps ekki lokið. „Hlýtur að þýða að þeir eru kannski hættir að vera bær“ Í ágúst síðastliðnum sendi bróðir Lúðvíks erindi til Grindavíkurbæjar um að leit yrði hafin að nýju. Bæjarstjórn sagði málið ekki á sínu forræði, sem hann segir einkennilegt. „Þeir vísa málinu frá sér á þeirri forsendu að þeir hafi einhvern veginn ekkert um þetta að segja. Sem er í mínum huga nokkuð merkilegt vegna þess að það hlýtur þá að þýða það að þeir séu kannski hættir að vera bær. Að það séu bara einhverjir aðrir sem að ráði öllum málum þar sem eru þar,“ sagði Elías Pétursson í viðtali við fréttastofu en hluti af viðtalinu birtist í kvöldfréttum Sýnar. Erindið var áframsent á dómsmálaráðuneytið en þaðan hafa engin viðbrögð komið. „Það virðist vera einhver vandræðagangur á því að taka þá stjórnsýsluákvörðun sem ég hef óskað eftir að verði tekin. Frá því í ágúst og þangað til núna er liðinn töluverður tími, ég hefði haldið að það væri hægt að taka þessa ákvörðun á þeim tíma.“ Vel gerlegt að grafa niður án þess að stofna öðrum í hættu Elías telur ákvörðunavaldið liggja hjá ráðherra í samvinnu við lögreglustjóra. Samkvæmt svari lögreglustjórans á Suðurnesjum við fyrirspurn fréttastofu er það hans ákvörðun að sigmenn séu ekki settir niður í sprunguna við núverandi aðstæður. Þá sé það á hans forræði að taka ákvörðun um að hefja leit að nýju. Elías segir vel mögulegt að framkvæma leit án þess að stofna lífi eða limum í hættu. „Ég tel að það sé vel gerlegt að grafa niður [án þess að stofna öðrum í hættu]. Í það minnsta myndi ég vilja ræða við þá sem ráða þannig að maður fengi rökin sem menn telja vera gegn því.“ Elías hefur sjálfur mikla reynslu af jarðvinnu. Bæði vann hann sem gröfumaður og rak verktakafyrirtæki auk þess að vera eftirlitsmaður með framkvæmdum hjá sveitarfélögum. „Ég myndi alltaf gera það þannig að það yrði grafin hola við hliðina á og svo yrði grafið sig inn að staðnum. Þetta yrði bara gert með vinnuvélum og er ekkert annað en jarðvinnuverkefni.“ „Hlýtur að vera ömurlegt fyrir Grindvíkinga að vita af honum liggjandi einhvers staðar í Grindavík“ Eitt af því sem fram hefur komið í umræðunni um endurheimt líkamsleifa Lúðvíks er að því fylgi mikill kostnaður. Elías segist hafa svarað því þannig að stilla verði því upp á móti fórninni sem fjölskyldan hefur fært og þá sérstaklega Lúðvík. „Ef við hugsum líka út frá Grindavík. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir Grindvíkinga að vita af honum liggjandi bara einhvers staðar í Grindavík. Það hlýtur að vera mikils virði að hann verði grafinn upp og fái sína útför og það sem því fylgir.“ Almennt hefur Elías fundið fyrir stuðningi fólks sem sýni stöðu fjölskyldunnar stuðning og vilji að málið verði rannsakað. Í viðtali í hlaðvarpinu Eftirmál ræddu dætur Lúðvíks um baráttu þeirra fyrir útgáfu dánarvottorðs. Elías segir það mjög sérstakt að þó allir viti hvar bróðir hans sé, í þessari sprungu, þá teljist hann ekki dáinn. „Það gerir það að verkum að börnin hans þurfa að fara í gegnum dómskerfið til að fá hann dæmdan dáinn. Ég held að þetta sé eitthvað sem löggjafinn ætti aðeins að skoða. Það er allavega búið að vera erfitt að fylgjast með öllu því basli sem krakkarnir hans hafa lent í.“ Trúir að verið sé að vinna gott starf Hann segir skorta útskýringar og upplýsingar til fjölskyldunnar um framvindu málsins. „Við höfðum skilning á því að leit var hætt á sínum tíma, Síðan er ýmislegt búið að gera og sumt sem við vitum ekkert um. Það hefur skort á að það sé eitthvað samtal í gangi. Skort á útskýringar og það hefur skort á að við séum látin vita þegar eitthvað gerist.“ Starfshópurinn sem skipaður var til að rýna í atburðina í Grindavík er enn að störfum en eftir fyrirspurnir skilst Elíasi að styttist í að niðurstöður hópsins verði birtar. „Þetta er náttúrulega mjög viðamikið. Mér skilst að það hafi tekið svolítinn tíma að fá gögn og upplýsingar frá Almannavörnum og þess háttar. Ég hef alla trú á því að sú rannsókn, að þar sé verið að vinna mjög gott starf.“ Fólk getur alveg sett sig í þau spor Endurheimt líkamsleifa myndi þýða ákveðinn endapunkt fyrir fjölskylduna. „Við vitum af bróður, föður, afa einhvers staðar í jörðinni í Grindavík. Það að vita af honum þar samanborið við að geta heimsótt hann í kirkjugarð. Nú fer að koma sá tími að fólk fer í kirkjugarð að heimsækja þá látnu og fólk getur alveg sett sig í þau spor okkar að fara og horfa inn á einhverja lóð hjá húsi í Grindavík ef við ætlum að heimsækja hann.“ „Einu skilaboðin sem eru núna er að það verði farið í það að leita að Lúlla og það verði gert allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að ná bróður mínum upp úr jörðinni þarna.“ Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Náttúruhamfarir Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Lúðvík Pétursson lést þegar hann féll í sprungu í Hópshverfi í Grindavík snemma á síðasta ári. Leit fór fram í kjölfarið en var að endingu blásin af vegna hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í úrskurði vinnueftirlitsins kemur fram að ýmsu hafi verið ábótavant, meðal annars lá ekki fyrir áhættumat og þá hafi kynning á hættum og verklagi ekki verið nógu skýr. Eftir lögreglurannsókn fengu fimm stöðu sakbornings í málinu en sú rannsókn stendur enn yfir. Fjölskylda Lúðvíks hefur átt í miklum samskiptum við yfirvöld síðustu og krafa hennar er að líkamsleifar verði endurheimtar. Þá var einnig send beiðni til þáverandi dómsmálaráðherra Guðrúnar Hafsteinsdóttur að gerð yrði óháð rannsókn á slysinu. Í kjölfarið var skipaður var starfshópur sem rýna á í atburði í Grindavík frá því óvissustig var sett á í lok október 2023 og er vinnu þess hóps ekki lokið. „Hlýtur að þýða að þeir eru kannski hættir að vera bær“ Í ágúst síðastliðnum sendi bróðir Lúðvíks erindi til Grindavíkurbæjar um að leit yrði hafin að nýju. Bæjarstjórn sagði málið ekki á sínu forræði, sem hann segir einkennilegt. „Þeir vísa málinu frá sér á þeirri forsendu að þeir hafi einhvern veginn ekkert um þetta að segja. Sem er í mínum huga nokkuð merkilegt vegna þess að það hlýtur þá að þýða það að þeir séu kannski hættir að vera bær. Að það séu bara einhverjir aðrir sem að ráði öllum málum þar sem eru þar,“ sagði Elías Pétursson í viðtali við fréttastofu en hluti af viðtalinu birtist í kvöldfréttum Sýnar. Erindið var áframsent á dómsmálaráðuneytið en þaðan hafa engin viðbrögð komið. „Það virðist vera einhver vandræðagangur á því að taka þá stjórnsýsluákvörðun sem ég hef óskað eftir að verði tekin. Frá því í ágúst og þangað til núna er liðinn töluverður tími, ég hefði haldið að það væri hægt að taka þessa ákvörðun á þeim tíma.“ Vel gerlegt að grafa niður án þess að stofna öðrum í hættu Elías telur ákvörðunavaldið liggja hjá ráðherra í samvinnu við lögreglustjóra. Samkvæmt svari lögreglustjórans á Suðurnesjum við fyrirspurn fréttastofu er það hans ákvörðun að sigmenn séu ekki settir niður í sprunguna við núverandi aðstæður. Þá sé það á hans forræði að taka ákvörðun um að hefja leit að nýju. Elías segir vel mögulegt að framkvæma leit án þess að stofna lífi eða limum í hættu. „Ég tel að það sé vel gerlegt að grafa niður [án þess að stofna öðrum í hættu]. Í það minnsta myndi ég vilja ræða við þá sem ráða þannig að maður fengi rökin sem menn telja vera gegn því.“ Elías hefur sjálfur mikla reynslu af jarðvinnu. Bæði vann hann sem gröfumaður og rak verktakafyrirtæki auk þess að vera eftirlitsmaður með framkvæmdum hjá sveitarfélögum. „Ég myndi alltaf gera það þannig að það yrði grafin hola við hliðina á og svo yrði grafið sig inn að staðnum. Þetta yrði bara gert með vinnuvélum og er ekkert annað en jarðvinnuverkefni.“ „Hlýtur að vera ömurlegt fyrir Grindvíkinga að vita af honum liggjandi einhvers staðar í Grindavík“ Eitt af því sem fram hefur komið í umræðunni um endurheimt líkamsleifa Lúðvíks er að því fylgi mikill kostnaður. Elías segist hafa svarað því þannig að stilla verði því upp á móti fórninni sem fjölskyldan hefur fært og þá sérstaklega Lúðvík. „Ef við hugsum líka út frá Grindavík. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir Grindvíkinga að vita af honum liggjandi bara einhvers staðar í Grindavík. Það hlýtur að vera mikils virði að hann verði grafinn upp og fái sína útför og það sem því fylgir.“ Almennt hefur Elías fundið fyrir stuðningi fólks sem sýni stöðu fjölskyldunnar stuðning og vilji að málið verði rannsakað. Í viðtali í hlaðvarpinu Eftirmál ræddu dætur Lúðvíks um baráttu þeirra fyrir útgáfu dánarvottorðs. Elías segir það mjög sérstakt að þó allir viti hvar bróðir hans sé, í þessari sprungu, þá teljist hann ekki dáinn. „Það gerir það að verkum að börnin hans þurfa að fara í gegnum dómskerfið til að fá hann dæmdan dáinn. Ég held að þetta sé eitthvað sem löggjafinn ætti aðeins að skoða. Það er allavega búið að vera erfitt að fylgjast með öllu því basli sem krakkarnir hans hafa lent í.“ Trúir að verið sé að vinna gott starf Hann segir skorta útskýringar og upplýsingar til fjölskyldunnar um framvindu málsins. „Við höfðum skilning á því að leit var hætt á sínum tíma, Síðan er ýmislegt búið að gera og sumt sem við vitum ekkert um. Það hefur skort á að það sé eitthvað samtal í gangi. Skort á útskýringar og það hefur skort á að við séum látin vita þegar eitthvað gerist.“ Starfshópurinn sem skipaður var til að rýna í atburðina í Grindavík er enn að störfum en eftir fyrirspurnir skilst Elíasi að styttist í að niðurstöður hópsins verði birtar. „Þetta er náttúrulega mjög viðamikið. Mér skilst að það hafi tekið svolítinn tíma að fá gögn og upplýsingar frá Almannavörnum og þess háttar. Ég hef alla trú á því að sú rannsókn, að þar sé verið að vinna mjög gott starf.“ Fólk getur alveg sett sig í þau spor Endurheimt líkamsleifa myndi þýða ákveðinn endapunkt fyrir fjölskylduna. „Við vitum af bróður, föður, afa einhvers staðar í jörðinni í Grindavík. Það að vita af honum þar samanborið við að geta heimsótt hann í kirkjugarð. Nú fer að koma sá tími að fólk fer í kirkjugarð að heimsækja þá látnu og fólk getur alveg sett sig í þau spor okkar að fara og horfa inn á einhverja lóð hjá húsi í Grindavík ef við ætlum að heimsækja hann.“ „Einu skilaboðin sem eru núna er að það verði farið í það að leita að Lúlla og það verði gert allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að ná bróður mínum upp úr jörðinni þarna.“
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Náttúruhamfarir Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira