„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. desember 2025 21:30 Oktavía er eitt þriggja systkina, örverpi svokallað. Vísir/Vilhelm Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni. Oktavía ólst upp í Breiðholti en flutti sjö ára gamalt til Danmerkur og bjó þar í 30 ár. Oktavía er yngst af þremur systkinum, eiginlegt örverpi, og er tíu árum yngra en bróðir háns Pabbi háns lést úr krabbameini fyrir um nítján árum. Bræður háns og móðir búa enn í Danmörku en hán flutti aftur heim 2016 í skjóli Panama-skjala og í aðdraganda kosninga. „Svo á ég mjög íslenska mömmu,“ segir hán og að þau hafi flutt út því pabbi háns ætlaði í nám. Miðaldra kvár „Við fórum út og þau ætluðu að vera úti í tvö ár. Það var '86. Bræður mínir og mamma eru enn þá í Danmörku og eiga þar maka og krakka. Mamma er orðin langamma. Mjög góðir og skemmtilegir grislingar þar.“ Oktavía á sjálft ekki börn og segir enga sérstaka ástæðu fyrir því. Hán elski að vera í kringum börn en hafi ekki fundið löngun eða þörf fyrir það að eignast þau. Hán er 46 ára og verður 47 ára í mars. „Já, þetta er svona hálfnað, þannig ég er orðin miðaldra kvár“ Hán segist ótrúlega spennt fyrir nýju hlutverki. „Mér líður ágætlega vel með áskoranir og hefur gert frá því að ég var krakki. Erfið púsl, ef maður getur orðað það þannig, kveikja áhuga minn, hvernig hlutirnir geta mátast saman.“ Oktavía segist líka alltaf hafa haft áhuga á menningu og að það sé að mörgu leyti drifkraftur háns. Menning bindi fólk saman og veki með okkur tilfinningar. Oktavía er spennt að takast á við nýtt embætti Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað þess þenkjandi að ég fæddist inn í pólitískan líkama svo ég fór ekkert inn í pólitíkina,“ segir hán um það hvernig hán endaði í pólitík. „Ég hlaut annað sæti í Suðurkjördæmi og var varaþingmaður en fór inn nokkrum sinnum,“ segir hán sem starfaði einnig á þessum tíma sem ráðgjafi þingflokks Pírata sem þá taldi tíu manns. Í dag eiga Píratar enga þingmenn. „Níu ár eru langur tími í pólitík. Á þessum tíma rétt slefuðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar inn, og sjáðu þau í dag. Svona eru öldurnar háar og lágar í pólitík.“ Öll verði að láta sig stjórnmála varða Oktavía segist enn hafa gaman af stjórnmálum og þyki verulega áhugavert í þessu samhengi að hugsa um þær breytingar sem hafi orðið á heimsvísu síðustu níu árin, frá því að hán hóf feril sinn í íslenskum stjórnmálum. „Þær eru þess eðlis að við öll þurfum að láta okkur stjórnmál varða meira. Þátttaka í stjórnmálum getur verið ýmis konar en stjórnmál og löggjafinn formar að mörgu leyti samfélagið okkar. Við sjáum það líka bara vestanhafs að þegar ný lög eru samþykkt hefur það rosalega mikil áhrif á fólk í heild sinni. Sérstaklega þegar lög eru kannski útfærð í flýti, útfærð án þess að horfa til stærri myndarinnar. Löggjöf er auðvitað ekkert annað en kóði. Þetta er lagakóðinn okkar,“ segir hán. Uppfærsla á einum stað geti haft áhrif á miklu stærra umhverfi og stjórnmálamenn þurfi því að fara vandlega með þetta vald sitt. Oktavía bjó lengi erlendis og er með margþætta reynslu að utan. Vísir/Vilhelm Hán segir þessa heildrænu nálgun vera stóran hluta af því hlutverki sem Píratar hafi gegnt, inni á þingi, í sveitarstjórnum almennt og í borginni þar sem þau hafa verið í meirihluta í fjölda ára. „Ég held að við getum öll, sem komum að stjórnmálum, vandað okkur meira í þessu.“ Það verði samt að huga að því að vinna í stjórnmálum og mannréttindum sé aldrei þannig að það verði einhver endastöð. „Samfélagið breytist, umhverfi okkar breytist, við þroskumst sem þjóð, sem einstaklingar,“ segir Oktavía og að stjórnmálin séu þannig alltaf í eins konar hringrás. „Þú skipuleggur að gera eitthvað, svo gerirðu það, svo ferðu kannski yfir það og út frá þeirri úttekt, þá gerirðu eitthvað annað til að leiðrétta eða uppfæra eða viðhalda. Svo byrjarðu aftur að skipuleggja, svo fer þetta svona í hringrás,“ segir hán og að þetta sé þannig eilífðarverkefni. Stjórnmálin málamiðlun að innan og utan Stjórnmálin geti á sama tíma verið afar flókin. Það sé pólitík innan og utan flokkanna. Kjörnir fulltrúar þurfi að finna sameiginlegan grundvöll með öðrum flokkum á annaðhvort þingi eða í sveitarstjórn en áður en það gerist þurfi að finna einhvern sameiginlegan grundvöll innan flokksins. Það verði stefna flokksins og það geti tekið jafnvel mörg ár að móta hana. Þegar fólk er svo kjörið til starfa þurfi það að málamiðla við aðra flokka og svo aftur til baka til félagsfólksins. Oktavía telur ekki að starf Dóru Bjartar eða Alexöndru Briem í borginni og niðurstaða formannskjörsins endurspeglist á einhvern hátt í þessu. Að þær hafi málamiðlað á þann hátt í borginni að það hafi leitt til þess að þær hafi ekki náð brautargengi sem formenn. Dóra Björt dró sjálf framboð sitt til baka en Oktavía hafði betur í kosningu gegn Alexöndru. „Dóra Björt hefur verið skínandi oddviti fyrir Pírata í borginni og í Reykjavík og Alexandra Briem hefur unnið alveg frábært starf. Ég held að það sé mjög mikilvægt að muna að þetta er glænýtt embætti hjá Pírötum. Það er ekki komin upp einhver staða þar sem einhver átti eitthvað sæti og það er einhver ágreiningur.“ Meira drama en kannski er Hán segir íslenska tungu kannski líka oft virka þannig að það virðist meiri spenna eða drama en raunverulega er. „Það er talað um kosningabaráttu og formannsslaginn. Ég veit ekki hvort það sé út af því að við erum ekki með her að við séum að reyna að gera hlutina svona dramatíska.“ Hán segir þau þrjú með ólíkar áherslur og skoðun á þessu embætti. Innan flokksins hafi átt sér stað langt og ítarlegt samtal um það hvort það ætti yfir höfuð að koma því á en Píratar virki almennt þannig að þó svo að það séu mismunandi skoðanir virði Píratar almennt niðurstöðuna. „Píratar eru píratar sem þýðir að við tökum okkur góðan tíma í að ræða hlutina. Ég hef tekið þátt í alls konar málefnavinnu og það sem mér finnst gott er, sama hvernig niðurstaðan er, þá finn ég að hinir Píratarnir hlusta á mig, taka að veruleika skoðun mína, sama hvort þau eru sammála eða ekki.“ Oktavía brennur fyrir því að tryggja öryggi alls fólks. Vísir/Vilhelm Háni segist stundum líða eins og þetta vanti í almenna umræðu og að háni hafi þótt afar mikilvægt að Píratar hefðu í þessari kosningu einhverja valkosti. „Við erum að reyna að búa til þessa skautun. Ég gegn þér eða að ég hafi farið gegn Dóru. Við Dóra erum sammála um ótrúlega marga hluti en okkar áherslur eru mismunandi,“ segir hán og að hán hafi talið mikilvægt að Píratar hefðu valkosti í þessari kosningu. Það sé auðsynlegt svo lýðræðið virki raunverulega að það séu valkostir. Sama hvort það sé innan flokka, í borgarstjórn eða á Alþingi. „Það verða að vera valkostir ef við eigum að velja eitthvað til framtíðar sem við eigum að vera sátt við. Við verðum að upplifa að það séu valkostir sem passa okkur best. Þegar ég heyri: „Allt of margir flokkar eru að bjóða sig fram til Alþingis. Allt of margir flokkar eru að bjóða sig fram í borginni til sveitarstjórnarkosninga.“ Þá hugsa ég nei, mér finnst að einstaklingurinn eigi að hafa eins marga valkosti og mögulegt er og finna það sem passar best.“ Hán segir stóran hluta fólks í dag ekki finna flokk eða hreyfingu sem tali til þeirra og þess vegna sé staðan erfið í pólitík í dag. Þetta megi sjá í niðurstöðum kannanna Prósents, Maskínu og Gallup þar sem það er mikil hreyfing á fylgi og jafnvel margir óákveðnir. „Fólk hefur haft einhverja hefð fyrir að kjósa í einhverja átt eða einhvern flokk eða eitthvað og núna er það kannski ekki að sjá þær áherslur sem það kaus áður birtast.“ Formaður þurfi ekki að vera á þingi eða sveitarstjórn Oktavía telur það einnig ekki endilega eiga við að formaður flokks þurfi að vera á þingi eða í borgarstjórn. Svandís Svavarsdóttir sé ekki á þingi og útlit sé fyrir að nýr formaður Framsóknarflokksins verði það ekki, þegar hann verður kjörinn á næsta ári. Hán segir sömuleiðis ekkert sama sem merki á milli þess að vera formaður flokksins og fara fram í oddvita flokksins. Enn séu þrjú ár í þingkosningar og því líklegt að hán verði einfaldlega bara formaður næstu árin. Oktavía segist stundum skilja íslenska kaldhæðni illa. Vísir/Vilhelm „Ég er enn að gera upp við mig þetta formannshlutverk, bæði út á við og inn á við. Ég er fyrsti formaðurinn okkar og mig langar að fara mjög varlega og vandlega með. Meirihlutinn kaus og það er formaður, en það er auðvitað líka hluti af Pírötum sem fannst ekki þörf á því. Við þurfum kannski líka að sjá rykið falla.“ Hán segir Pírata hreyfingu sem hafi lagt sig fram um að vera með beint lýðræði. Að strúktúr flokksins sé flatari til þess að fólk hafi greiðara aðgengi að lýðræðislegri þátttöku, ákvarðanatöku. Mikið hafi einnig verið lagt upp úr valddreifingu. „Formaður í eðli sínu er að búa til odd. Við erum líka með varaformann, bara svo því sé haldið til haga, en ég sé það sem mitt hlutverk að ganga úr skugga um að embættið verði ekki að algjörum oddi.“ Hvað varðar sameiningu á vinstri væng í borginni segir Oktavía Pírata alltaf tilbúna í samtal. „Ég held að það séu margar leiðir. Ég ólst upp að mörgu leyti í Danmörku og hef unnið í Bandaríkjunum og Þýskalandi og kem til Íslands með þennan bakpoka frá öðrum löndum. Ég kem frá umhverfi þar sem það þykir eðlilegt að styðja minnihlutastjórn, það þykir eðlilegt að vera með kosningabandalög,“ segir hán og að Píratar séu tilbúnir til að ræða alls konar útfærslur af þessu. Hán segir Pírata til dæmis hafa lagt fram tillögu um kosningabandalag árið 2016 en það fór misvel ofan í aðra flokka. „Það er kannski einkenni Pírata að aðferðafræði okkar og hugmyndir eru kannski nokkrum skrefum á undan,“ segir hán og nefnir því til stuðnings hugmyndir um skaðaminnkun og borgaralaun. „Fyrir sum eru þetta vissulega róttækar hugmyndir, en fyrir okkur eðlilegt að skoða. Í fyrstu umræðu þá þykir það mögulega hlægilegt eða skrítið en svo í annarri umræðu er það kannski ekki jafn skrítið og aðrir flokkar farnir að máta sig við þetta innan þeirra stefnuskrár. Svo í þriðju umræðu þá erum við allt í einu bara komin með skaðaminnkunarúrræði.“ Andri Hrafn Unnarsson kynntist Oktavíu þegar hann flutti til Berlínar. „Við kynnumst þegar ég flyt til Berlínar að fara að leigja af háni íbúð og Oktavía tekur á móti mér sveittum með ferðatöskur. Síðan hefur þetta skrifað sig sjálft,“ segir hann og að þegar þau hittist fari þau yfirleitt „lóðbeint í vel valdna sundlaug til að fara yfir ástir, ævintýri og gang mála.“ Andri segir Oktavíu manneskju með mikið jafnaðargeð. „Sérstaklega gagnvart öðrum sem hafa ekkert endilega sömu skoðanir. Og miðað við hvað stjórnmál eru orðin pólariseruð nú til dags er það mikill kostur. Ég veit að hán mun vera algjört fyrirmyndarforystukvár og standa sig eins og stjarna innan flokksins. En stundum þarf maður líka að slökkva á pólitíkinni og taka trúnó, og kannski eitt Fernet,“ segir hann léttur. Andri segir að eftir margra ára vináttu og alls konar upplifanir geti hann með sanni sagt að Oktavía sé framúrskarandi. „Framúrskarandi í að skapa rými, hvort sem það er fyrir netöryggi, hinsegin fólk eða pólitík. Til hamingju Píratar með frábæran leiðtoga og tilykke íslensk pólitík með fjölbreytnina.“ Spurt um þau málefni sem brenna á háni nefnir Oktavía fyrst sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. „Að við megum vera nákvæmlega eins og við erum á okkar eigin forsendum, á meðan við erum ekki að meiða aðra. Það skiptir mig afskaplega miklu máli. Það skiptir mig máli að við búum í samfélagi sem er eins öruggt og við getum gert það,“ segir hán en öryggi hefur verið stór partur af atvinnu háns síðustu tuttugu árin og sérstaklega öryggi út frá heildrænni nálgun. Oktavía og Andri Hrafn á góðri stundu. Aðsend Þátttaka lituð af öryggi Til að útskýra það segir Oktavía það geta verið raunlægt öryggi sem snýr að því hvernig maður lokar hurðum og labbar inn í herbergi, einnig geti það verið net- og upplýsingaöryggi sem snúi til dæmis að því hvernig fólk tryggi gögnin sín, og svo sé sálfélagslegt öryggi sem snúi til dæmis að því að fólki líði eins og það sé öruggt til að tjá sig og upplifi velliðan á til dæmis vinnustað. „Þetta skiptir afskaplega miklu máli því öryggi er ekki bara á netinu eða raunheiminum, við þurfum bæði. Ef þér er ógnað eða þú upplifir ekki öryggi sem manneskja hefur það mikil áhrif á öryggið þitt í netheimum og raunheimum. Þessi heildræna nálgun skiptir því afskaplega miklu máli.“ Hán segir lýðræðislega þátttöku fólks að miklu leyti litaða af öryggi. „Erum við örugg til að tjá okkur? Erum við örugg til að labba um götur og vera virkir þátttakendur?“ spyr hán og segir í þessu samhengi aðgengi skipta miklu máli líka. „Heilt yfir myndi ég segja að við séum örugg. En það sem er verið að gera núna er að ala í okkur óöryggi. Það er verið að búa til skautun, hún er manngerð og hún er ógnin. Það sem við þurfum að hafa varann á við. Við erum að búa til „við og þau“ gagnvart fólki eins og mér. Gagnvart fólki sem hefur tekið þátt í að byggja upp með okkur þjóðina síðustu fjörutíu árin.“ Oktavía segir að þegar fólk hugi að öryggi þá skipti ekki endilega til dæmis máli hvort óttinn eða áhyggjur fólks séu raunverulegar eða ekki, eða hvort það séu 10 eða 90 prósent líkur á að eitthvað gerist. Það verði alltaf að taka hann alvarlega því það sé upplifun fólks. Það segir hán í tengslum við til dæmis umræðu um framtíðarhorfur Z-kynslóðar eða alpha. Staða þeirra og möguleikar sé allt önnur en, til dæmis, kynslóðar foreldra þeirra. Oktavía segir þessa umræðu auðvitað ekki sjálfsprottna. Hún komi til okkar að utan og það sé frekar þörf á að skoða hvað það er við samfélagið okkar eða samfélagsgerðina sem geri það að verkum að fólk er hrætt eða óöruggt. Óvissa leiði til vantrausts og að fólk sæki í þessa átt. „Ég ólst upp við hliðina á nasistafélagi Danmerkur og ég sá strákana fara í strætó. Og ég sá þá eftir nokkrar vikur þegar þeir voru krúnurakaðir, komnir í hvíta boli, með stígvélin og axlaböndin. Ég hef séð þetta áður.“ Hán hefur trú á því að hér á Íslandi sé pláss fyrir fleira fólk en að það sé líka þörf á að haga samfélaginu þannig að fólk sé ekki bara boðið velkomið heldur skilji líka að Íslendingar eigi hlutverk í inngildingu þeirra. „Við erum svona einhvern veginn að ætlast til að fólk bara á sekúndu kunni og viti eitthvað um íslenska menningu eða ekki. Það er okkar hlutverk að sýna þeim íslenska menningu og taka inn nýja hluti. Við gerum það alveg ágætlega nú þegar en við þurfum að máta það við stærri mynd. Kjartan Jónsson kynntist Oktavíu í gegnum starf Pírata. „Hán var alltaf mjög hresst og með mjög sérstakan og smitandi hlátur. Hán hafði búið lengi erlendis og íslenskan kannski ekki alveg upp á tíu og hán nefndi við mig að kannski ætti hán að skella sér á námskeið hjá okkur í Múltikúlti íslensku. Þetta voru bara minni háttar hnökrar, aðallega með viðtengingarháttinn, en ég stakk því að háni að okkur vantaði kennara,“ segir Kjartan og að það hafi orðið úr að Oktavía byrjaði að kenna íslensku hjá sem hafi fljótlega orðið mjög vinsælt og vel liðið af nemendum sínum. Hann segir þau í dag þó oftast hittast í tengslum við borgarmálin því hann leysi hán af í nefndum og borgarstjórn. „Ég held að Oktavía hafi það sem þarf til að færa Pírata nær upprunanum, þangað sem þeir hafa raunverulega sérstöðu. Ég á ekki von á að hán gangist upp í hlutverkinu og fari að taka sjálft sig mjög alvarlega, en leyfi innri nördinum að blómstra áfram. Hugtakið „leiðtogi“ er ekki orð sem höfðar til okkar fólks, en hán getur alveg slegið tón sem nær til þeirra sem við þurfum að ná aftur til. En umfram allt, þá hefur hán einlægan ásetning til að skapa betra samfélag,“ segir Kjartan. Spurður um ráð til Oktavíu í þessu hlutverki segist hann geta gefið sömu ráð til allra Pírata. „Ef við viljum endurheimta stöðu okkar í pólitíkinni. Við þurfum að hafa auðmýkt til að viðurkenna þau mistök sem gerð hafa verið á leiðinni,“ segir hann og nefnir í því samhengi ritskoðun á Pírataspjallinu. „Ef ég ætti að gefa frekari ráð myndi ég vísa í félaga okkar, Helga Hrafn Gunnarsson sem sagði í nýlegri færslu: „Þegar hvers kyns réttindabarátta virðist vera að tapa, þá eru bestu fréttirnar þær, að það sé vegna hennar eigin mistaka, vegna þess að þá þarf ekki að sannfæra eða sigra neinn til þess að snúa vörn í sókn.“ Og bæta við Stephen Fry, sem sagði að kannski væri betra að einblína á árangur, frekar en hafa rétt fyrir sér. Nokkuð sem forsætisráðherra hefur til dæmis gert með góðum árangri í sinni pólitík, þótt það þýði kannski ekki það sama hjá Pírötum. Og mín eigin ráð væru að auk þess að kíkja á viðtengingarháttinn, ætti hán að reyna að sjá mennskuna í helst öllum, meira að segja pólitískum andstæðingum, annars verður þetta erfiður heimur til að lifa í.“ Hinseginleikin breyta en ekki allsráðandi Oktavía er fyrsti kynsegin formaður íslensks stjórnmálaflokks en er auðvitað ekki sá fyrsti sem er hinsegin. Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem var formaður Samfylkingarinnar 2009 til 2013. Hán segist telja reynslu einstaklinga skipta miklu máli. „Mín týpa af hinseginleika skipti þá máli í fyrri reynslu og hvernig heimurinn mætir mér. Þessi fjölbreytileiki skiptir svo miklu máli, því að við erum að móta hluti, erum í þeim hlutverkum sem pólitíkusar oft eru. Við áttum okkur ekki alltaf hvernig heimurinn kemur fram við aðra en okkur. Þess vegna er þessi fjölbreytni mikilvæg. Vonandi verður þetta tækifæri til þess að þessi sýnileiki skipti máli. Það skipti máli fyrir mína kynslóð að Vigdís Finnbogadóttir var forseti, ótrúlega mikið. Það skiptir ótrúlega miklu máli að það fólk sem kemur að löggjöfinni okkar, eða er í svona framlínu, sé með fjölbreytta reynslu.“ Oktavía segir margar breytur móta einstakling. Vísir/Vilhelm Hán telur formann eiga að vera til fyrirmyndar og sýna að við séum alls konar. Það sé hollt fyrir fulltrúalýðræðið ef að þeir sem ráða séu með eins hörundslit, aldur og úr sömu stétt og það sama gildi um fjölbreytileika almennt. Það sé þörf á honum sem víðast hvar „Auðvitað skiptir hinseginleikinn minn máli en hann er bara einn af svo mörgu. Það skiptir kannski meira máli að ég bjó erlendis í um 30 ár,“ segir hán og að hán skilji til dæmis mjög illa kaldhæðni Íslendinga. Margar þessara breyta skipta máli, hinseginleiki minn er ein þeirra, ekki endilega ráðandi, en auðvitað er hann breyta. Píratar Alþingi Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Danmörk Hinsegin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Oktavía ólst upp í Breiðholti en flutti sjö ára gamalt til Danmerkur og bjó þar í 30 ár. Oktavía er yngst af þremur systkinum, eiginlegt örverpi, og er tíu árum yngra en bróðir háns Pabbi háns lést úr krabbameini fyrir um nítján árum. Bræður háns og móðir búa enn í Danmörku en hán flutti aftur heim 2016 í skjóli Panama-skjala og í aðdraganda kosninga. „Svo á ég mjög íslenska mömmu,“ segir hán og að þau hafi flutt út því pabbi háns ætlaði í nám. Miðaldra kvár „Við fórum út og þau ætluðu að vera úti í tvö ár. Það var '86. Bræður mínir og mamma eru enn þá í Danmörku og eiga þar maka og krakka. Mamma er orðin langamma. Mjög góðir og skemmtilegir grislingar þar.“ Oktavía á sjálft ekki börn og segir enga sérstaka ástæðu fyrir því. Hán elski að vera í kringum börn en hafi ekki fundið löngun eða þörf fyrir það að eignast þau. Hán er 46 ára og verður 47 ára í mars. „Já, þetta er svona hálfnað, þannig ég er orðin miðaldra kvár“ Hán segist ótrúlega spennt fyrir nýju hlutverki. „Mér líður ágætlega vel með áskoranir og hefur gert frá því að ég var krakki. Erfið púsl, ef maður getur orðað það þannig, kveikja áhuga minn, hvernig hlutirnir geta mátast saman.“ Oktavía segist líka alltaf hafa haft áhuga á menningu og að það sé að mörgu leyti drifkraftur háns. Menning bindi fólk saman og veki með okkur tilfinningar. Oktavía er spennt að takast á við nýtt embætti Pírata. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað þess þenkjandi að ég fæddist inn í pólitískan líkama svo ég fór ekkert inn í pólitíkina,“ segir hán um það hvernig hán endaði í pólitík. „Ég hlaut annað sæti í Suðurkjördæmi og var varaþingmaður en fór inn nokkrum sinnum,“ segir hán sem starfaði einnig á þessum tíma sem ráðgjafi þingflokks Pírata sem þá taldi tíu manns. Í dag eiga Píratar enga þingmenn. „Níu ár eru langur tími í pólitík. Á þessum tíma rétt slefuðu þrír þingmenn Samfylkingarinnar inn, og sjáðu þau í dag. Svona eru öldurnar háar og lágar í pólitík.“ Öll verði að láta sig stjórnmála varða Oktavía segist enn hafa gaman af stjórnmálum og þyki verulega áhugavert í þessu samhengi að hugsa um þær breytingar sem hafi orðið á heimsvísu síðustu níu árin, frá því að hán hóf feril sinn í íslenskum stjórnmálum. „Þær eru þess eðlis að við öll þurfum að láta okkur stjórnmál varða meira. Þátttaka í stjórnmálum getur verið ýmis konar en stjórnmál og löggjafinn formar að mörgu leyti samfélagið okkar. Við sjáum það líka bara vestanhafs að þegar ný lög eru samþykkt hefur það rosalega mikil áhrif á fólk í heild sinni. Sérstaklega þegar lög eru kannski útfærð í flýti, útfærð án þess að horfa til stærri myndarinnar. Löggjöf er auðvitað ekkert annað en kóði. Þetta er lagakóðinn okkar,“ segir hán. Uppfærsla á einum stað geti haft áhrif á miklu stærra umhverfi og stjórnmálamenn þurfi því að fara vandlega með þetta vald sitt. Oktavía bjó lengi erlendis og er með margþætta reynslu að utan. Vísir/Vilhelm Hán segir þessa heildrænu nálgun vera stóran hluta af því hlutverki sem Píratar hafi gegnt, inni á þingi, í sveitarstjórnum almennt og í borginni þar sem þau hafa verið í meirihluta í fjölda ára. „Ég held að við getum öll, sem komum að stjórnmálum, vandað okkur meira í þessu.“ Það verði samt að huga að því að vinna í stjórnmálum og mannréttindum sé aldrei þannig að það verði einhver endastöð. „Samfélagið breytist, umhverfi okkar breytist, við þroskumst sem þjóð, sem einstaklingar,“ segir Oktavía og að stjórnmálin séu þannig alltaf í eins konar hringrás. „Þú skipuleggur að gera eitthvað, svo gerirðu það, svo ferðu kannski yfir það og út frá þeirri úttekt, þá gerirðu eitthvað annað til að leiðrétta eða uppfæra eða viðhalda. Svo byrjarðu aftur að skipuleggja, svo fer þetta svona í hringrás,“ segir hán og að þetta sé þannig eilífðarverkefni. Stjórnmálin málamiðlun að innan og utan Stjórnmálin geti á sama tíma verið afar flókin. Það sé pólitík innan og utan flokkanna. Kjörnir fulltrúar þurfi að finna sameiginlegan grundvöll með öðrum flokkum á annaðhvort þingi eða í sveitarstjórn en áður en það gerist þurfi að finna einhvern sameiginlegan grundvöll innan flokksins. Það verði stefna flokksins og það geti tekið jafnvel mörg ár að móta hana. Þegar fólk er svo kjörið til starfa þurfi það að málamiðla við aðra flokka og svo aftur til baka til félagsfólksins. Oktavía telur ekki að starf Dóru Bjartar eða Alexöndru Briem í borginni og niðurstaða formannskjörsins endurspeglist á einhvern hátt í þessu. Að þær hafi málamiðlað á þann hátt í borginni að það hafi leitt til þess að þær hafi ekki náð brautargengi sem formenn. Dóra Björt dró sjálf framboð sitt til baka en Oktavía hafði betur í kosningu gegn Alexöndru. „Dóra Björt hefur verið skínandi oddviti fyrir Pírata í borginni og í Reykjavík og Alexandra Briem hefur unnið alveg frábært starf. Ég held að það sé mjög mikilvægt að muna að þetta er glænýtt embætti hjá Pírötum. Það er ekki komin upp einhver staða þar sem einhver átti eitthvað sæti og það er einhver ágreiningur.“ Meira drama en kannski er Hán segir íslenska tungu kannski líka oft virka þannig að það virðist meiri spenna eða drama en raunverulega er. „Það er talað um kosningabaráttu og formannsslaginn. Ég veit ekki hvort það sé út af því að við erum ekki með her að við séum að reyna að gera hlutina svona dramatíska.“ Hán segir þau þrjú með ólíkar áherslur og skoðun á þessu embætti. Innan flokksins hafi átt sér stað langt og ítarlegt samtal um það hvort það ætti yfir höfuð að koma því á en Píratar virki almennt þannig að þó svo að það séu mismunandi skoðanir virði Píratar almennt niðurstöðuna. „Píratar eru píratar sem þýðir að við tökum okkur góðan tíma í að ræða hlutina. Ég hef tekið þátt í alls konar málefnavinnu og það sem mér finnst gott er, sama hvernig niðurstaðan er, þá finn ég að hinir Píratarnir hlusta á mig, taka að veruleika skoðun mína, sama hvort þau eru sammála eða ekki.“ Oktavía brennur fyrir því að tryggja öryggi alls fólks. Vísir/Vilhelm Háni segist stundum líða eins og þetta vanti í almenna umræðu og að háni hafi þótt afar mikilvægt að Píratar hefðu í þessari kosningu einhverja valkosti. „Við erum að reyna að búa til þessa skautun. Ég gegn þér eða að ég hafi farið gegn Dóru. Við Dóra erum sammála um ótrúlega marga hluti en okkar áherslur eru mismunandi,“ segir hán og að hán hafi talið mikilvægt að Píratar hefðu valkosti í þessari kosningu. Það sé auðsynlegt svo lýðræðið virki raunverulega að það séu valkostir. Sama hvort það sé innan flokka, í borgarstjórn eða á Alþingi. „Það verða að vera valkostir ef við eigum að velja eitthvað til framtíðar sem við eigum að vera sátt við. Við verðum að upplifa að það séu valkostir sem passa okkur best. Þegar ég heyri: „Allt of margir flokkar eru að bjóða sig fram til Alþingis. Allt of margir flokkar eru að bjóða sig fram í borginni til sveitarstjórnarkosninga.“ Þá hugsa ég nei, mér finnst að einstaklingurinn eigi að hafa eins marga valkosti og mögulegt er og finna það sem passar best.“ Hán segir stóran hluta fólks í dag ekki finna flokk eða hreyfingu sem tali til þeirra og þess vegna sé staðan erfið í pólitík í dag. Þetta megi sjá í niðurstöðum kannanna Prósents, Maskínu og Gallup þar sem það er mikil hreyfing á fylgi og jafnvel margir óákveðnir. „Fólk hefur haft einhverja hefð fyrir að kjósa í einhverja átt eða einhvern flokk eða eitthvað og núna er það kannski ekki að sjá þær áherslur sem það kaus áður birtast.“ Formaður þurfi ekki að vera á þingi eða sveitarstjórn Oktavía telur það einnig ekki endilega eiga við að formaður flokks þurfi að vera á þingi eða í borgarstjórn. Svandís Svavarsdóttir sé ekki á þingi og útlit sé fyrir að nýr formaður Framsóknarflokksins verði það ekki, þegar hann verður kjörinn á næsta ári. Hán segir sömuleiðis ekkert sama sem merki á milli þess að vera formaður flokksins og fara fram í oddvita flokksins. Enn séu þrjú ár í þingkosningar og því líklegt að hán verði einfaldlega bara formaður næstu árin. Oktavía segist stundum skilja íslenska kaldhæðni illa. Vísir/Vilhelm „Ég er enn að gera upp við mig þetta formannshlutverk, bæði út á við og inn á við. Ég er fyrsti formaðurinn okkar og mig langar að fara mjög varlega og vandlega með. Meirihlutinn kaus og það er formaður, en það er auðvitað líka hluti af Pírötum sem fannst ekki þörf á því. Við þurfum kannski líka að sjá rykið falla.“ Hán segir Pírata hreyfingu sem hafi lagt sig fram um að vera með beint lýðræði. Að strúktúr flokksins sé flatari til þess að fólk hafi greiðara aðgengi að lýðræðislegri þátttöku, ákvarðanatöku. Mikið hafi einnig verið lagt upp úr valddreifingu. „Formaður í eðli sínu er að búa til odd. Við erum líka með varaformann, bara svo því sé haldið til haga, en ég sé það sem mitt hlutverk að ganga úr skugga um að embættið verði ekki að algjörum oddi.“ Hvað varðar sameiningu á vinstri væng í borginni segir Oktavía Pírata alltaf tilbúna í samtal. „Ég held að það séu margar leiðir. Ég ólst upp að mörgu leyti í Danmörku og hef unnið í Bandaríkjunum og Þýskalandi og kem til Íslands með þennan bakpoka frá öðrum löndum. Ég kem frá umhverfi þar sem það þykir eðlilegt að styðja minnihlutastjórn, það þykir eðlilegt að vera með kosningabandalög,“ segir hán og að Píratar séu tilbúnir til að ræða alls konar útfærslur af þessu. Hán segir Pírata til dæmis hafa lagt fram tillögu um kosningabandalag árið 2016 en það fór misvel ofan í aðra flokka. „Það er kannski einkenni Pírata að aðferðafræði okkar og hugmyndir eru kannski nokkrum skrefum á undan,“ segir hán og nefnir því til stuðnings hugmyndir um skaðaminnkun og borgaralaun. „Fyrir sum eru þetta vissulega róttækar hugmyndir, en fyrir okkur eðlilegt að skoða. Í fyrstu umræðu þá þykir það mögulega hlægilegt eða skrítið en svo í annarri umræðu er það kannski ekki jafn skrítið og aðrir flokkar farnir að máta sig við þetta innan þeirra stefnuskrár. Svo í þriðju umræðu þá erum við allt í einu bara komin með skaðaminnkunarúrræði.“ Andri Hrafn Unnarsson kynntist Oktavíu þegar hann flutti til Berlínar. „Við kynnumst þegar ég flyt til Berlínar að fara að leigja af háni íbúð og Oktavía tekur á móti mér sveittum með ferðatöskur. Síðan hefur þetta skrifað sig sjálft,“ segir hann og að þegar þau hittist fari þau yfirleitt „lóðbeint í vel valdna sundlaug til að fara yfir ástir, ævintýri og gang mála.“ Andri segir Oktavíu manneskju með mikið jafnaðargeð. „Sérstaklega gagnvart öðrum sem hafa ekkert endilega sömu skoðanir. Og miðað við hvað stjórnmál eru orðin pólariseruð nú til dags er það mikill kostur. Ég veit að hán mun vera algjört fyrirmyndarforystukvár og standa sig eins og stjarna innan flokksins. En stundum þarf maður líka að slökkva á pólitíkinni og taka trúnó, og kannski eitt Fernet,“ segir hann léttur. Andri segir að eftir margra ára vináttu og alls konar upplifanir geti hann með sanni sagt að Oktavía sé framúrskarandi. „Framúrskarandi í að skapa rými, hvort sem það er fyrir netöryggi, hinsegin fólk eða pólitík. Til hamingju Píratar með frábæran leiðtoga og tilykke íslensk pólitík með fjölbreytnina.“ Spurt um þau málefni sem brenna á háni nefnir Oktavía fyrst sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. „Að við megum vera nákvæmlega eins og við erum á okkar eigin forsendum, á meðan við erum ekki að meiða aðra. Það skiptir mig afskaplega miklu máli. Það skiptir mig máli að við búum í samfélagi sem er eins öruggt og við getum gert það,“ segir hán en öryggi hefur verið stór partur af atvinnu háns síðustu tuttugu árin og sérstaklega öryggi út frá heildrænni nálgun. Oktavía og Andri Hrafn á góðri stundu. Aðsend Þátttaka lituð af öryggi Til að útskýra það segir Oktavía það geta verið raunlægt öryggi sem snýr að því hvernig maður lokar hurðum og labbar inn í herbergi, einnig geti það verið net- og upplýsingaöryggi sem snúi til dæmis að því hvernig fólk tryggi gögnin sín, og svo sé sálfélagslegt öryggi sem snúi til dæmis að því að fólki líði eins og það sé öruggt til að tjá sig og upplifi velliðan á til dæmis vinnustað. „Þetta skiptir afskaplega miklu máli því öryggi er ekki bara á netinu eða raunheiminum, við þurfum bæði. Ef þér er ógnað eða þú upplifir ekki öryggi sem manneskja hefur það mikil áhrif á öryggið þitt í netheimum og raunheimum. Þessi heildræna nálgun skiptir því afskaplega miklu máli.“ Hán segir lýðræðislega þátttöku fólks að miklu leyti litaða af öryggi. „Erum við örugg til að tjá okkur? Erum við örugg til að labba um götur og vera virkir þátttakendur?“ spyr hán og segir í þessu samhengi aðgengi skipta miklu máli líka. „Heilt yfir myndi ég segja að við séum örugg. En það sem er verið að gera núna er að ala í okkur óöryggi. Það er verið að búa til skautun, hún er manngerð og hún er ógnin. Það sem við þurfum að hafa varann á við. Við erum að búa til „við og þau“ gagnvart fólki eins og mér. Gagnvart fólki sem hefur tekið þátt í að byggja upp með okkur þjóðina síðustu fjörutíu árin.“ Oktavía segir að þegar fólk hugi að öryggi þá skipti ekki endilega til dæmis máli hvort óttinn eða áhyggjur fólks séu raunverulegar eða ekki, eða hvort það séu 10 eða 90 prósent líkur á að eitthvað gerist. Það verði alltaf að taka hann alvarlega því það sé upplifun fólks. Það segir hán í tengslum við til dæmis umræðu um framtíðarhorfur Z-kynslóðar eða alpha. Staða þeirra og möguleikar sé allt önnur en, til dæmis, kynslóðar foreldra þeirra. Oktavía segir þessa umræðu auðvitað ekki sjálfsprottna. Hún komi til okkar að utan og það sé frekar þörf á að skoða hvað það er við samfélagið okkar eða samfélagsgerðina sem geri það að verkum að fólk er hrætt eða óöruggt. Óvissa leiði til vantrausts og að fólk sæki í þessa átt. „Ég ólst upp við hliðina á nasistafélagi Danmerkur og ég sá strákana fara í strætó. Og ég sá þá eftir nokkrar vikur þegar þeir voru krúnurakaðir, komnir í hvíta boli, með stígvélin og axlaböndin. Ég hef séð þetta áður.“ Hán hefur trú á því að hér á Íslandi sé pláss fyrir fleira fólk en að það sé líka þörf á að haga samfélaginu þannig að fólk sé ekki bara boðið velkomið heldur skilji líka að Íslendingar eigi hlutverk í inngildingu þeirra. „Við erum svona einhvern veginn að ætlast til að fólk bara á sekúndu kunni og viti eitthvað um íslenska menningu eða ekki. Það er okkar hlutverk að sýna þeim íslenska menningu og taka inn nýja hluti. Við gerum það alveg ágætlega nú þegar en við þurfum að máta það við stærri mynd. Kjartan Jónsson kynntist Oktavíu í gegnum starf Pírata. „Hán var alltaf mjög hresst og með mjög sérstakan og smitandi hlátur. Hán hafði búið lengi erlendis og íslenskan kannski ekki alveg upp á tíu og hán nefndi við mig að kannski ætti hán að skella sér á námskeið hjá okkur í Múltikúlti íslensku. Þetta voru bara minni háttar hnökrar, aðallega með viðtengingarháttinn, en ég stakk því að háni að okkur vantaði kennara,“ segir Kjartan og að það hafi orðið úr að Oktavía byrjaði að kenna íslensku hjá sem hafi fljótlega orðið mjög vinsælt og vel liðið af nemendum sínum. Hann segir þau í dag þó oftast hittast í tengslum við borgarmálin því hann leysi hán af í nefndum og borgarstjórn. „Ég held að Oktavía hafi það sem þarf til að færa Pírata nær upprunanum, þangað sem þeir hafa raunverulega sérstöðu. Ég á ekki von á að hán gangist upp í hlutverkinu og fari að taka sjálft sig mjög alvarlega, en leyfi innri nördinum að blómstra áfram. Hugtakið „leiðtogi“ er ekki orð sem höfðar til okkar fólks, en hán getur alveg slegið tón sem nær til þeirra sem við þurfum að ná aftur til. En umfram allt, þá hefur hán einlægan ásetning til að skapa betra samfélag,“ segir Kjartan. Spurður um ráð til Oktavíu í þessu hlutverki segist hann geta gefið sömu ráð til allra Pírata. „Ef við viljum endurheimta stöðu okkar í pólitíkinni. Við þurfum að hafa auðmýkt til að viðurkenna þau mistök sem gerð hafa verið á leiðinni,“ segir hann og nefnir í því samhengi ritskoðun á Pírataspjallinu. „Ef ég ætti að gefa frekari ráð myndi ég vísa í félaga okkar, Helga Hrafn Gunnarsson sem sagði í nýlegri færslu: „Þegar hvers kyns réttindabarátta virðist vera að tapa, þá eru bestu fréttirnar þær, að það sé vegna hennar eigin mistaka, vegna þess að þá þarf ekki að sannfæra eða sigra neinn til þess að snúa vörn í sókn.“ Og bæta við Stephen Fry, sem sagði að kannski væri betra að einblína á árangur, frekar en hafa rétt fyrir sér. Nokkuð sem forsætisráðherra hefur til dæmis gert með góðum árangri í sinni pólitík, þótt það þýði kannski ekki það sama hjá Pírötum. Og mín eigin ráð væru að auk þess að kíkja á viðtengingarháttinn, ætti hán að reyna að sjá mennskuna í helst öllum, meira að segja pólitískum andstæðingum, annars verður þetta erfiður heimur til að lifa í.“ Hinseginleikin breyta en ekki allsráðandi Oktavía er fyrsti kynsegin formaður íslensks stjórnmálaflokks en er auðvitað ekki sá fyrsti sem er hinsegin. Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem var formaður Samfylkingarinnar 2009 til 2013. Hán segist telja reynslu einstaklinga skipta miklu máli. „Mín týpa af hinseginleika skipti þá máli í fyrri reynslu og hvernig heimurinn mætir mér. Þessi fjölbreytileiki skiptir svo miklu máli, því að við erum að móta hluti, erum í þeim hlutverkum sem pólitíkusar oft eru. Við áttum okkur ekki alltaf hvernig heimurinn kemur fram við aðra en okkur. Þess vegna er þessi fjölbreytni mikilvæg. Vonandi verður þetta tækifæri til þess að þessi sýnileiki skipti máli. Það skipti máli fyrir mína kynslóð að Vigdís Finnbogadóttir var forseti, ótrúlega mikið. Það skiptir ótrúlega miklu máli að það fólk sem kemur að löggjöfinni okkar, eða er í svona framlínu, sé með fjölbreytta reynslu.“ Oktavía segir margar breytur móta einstakling. Vísir/Vilhelm Hán telur formann eiga að vera til fyrirmyndar og sýna að við séum alls konar. Það sé hollt fyrir fulltrúalýðræðið ef að þeir sem ráða séu með eins hörundslit, aldur og úr sömu stétt og það sama gildi um fjölbreytileika almennt. Það sé þörf á honum sem víðast hvar „Auðvitað skiptir hinseginleikinn minn máli en hann er bara einn af svo mörgu. Það skiptir kannski meira máli að ég bjó erlendis í um 30 ár,“ segir hán og að hán skilji til dæmis mjög illa kaldhæðni Íslendinga. Margar þessara breyta skipta máli, hinseginleiki minn er ein þeirra, ekki endilega ráðandi, en auðvitað er hann breyta.
Andri Hrafn Unnarsson kynntist Oktavíu þegar hann flutti til Berlínar. „Við kynnumst þegar ég flyt til Berlínar að fara að leigja af háni íbúð og Oktavía tekur á móti mér sveittum með ferðatöskur. Síðan hefur þetta skrifað sig sjálft,“ segir hann og að þegar þau hittist fari þau yfirleitt „lóðbeint í vel valdna sundlaug til að fara yfir ástir, ævintýri og gang mála.“ Andri segir Oktavíu manneskju með mikið jafnaðargeð. „Sérstaklega gagnvart öðrum sem hafa ekkert endilega sömu skoðanir. Og miðað við hvað stjórnmál eru orðin pólariseruð nú til dags er það mikill kostur. Ég veit að hán mun vera algjört fyrirmyndarforystukvár og standa sig eins og stjarna innan flokksins. En stundum þarf maður líka að slökkva á pólitíkinni og taka trúnó, og kannski eitt Fernet,“ segir hann léttur. Andri segir að eftir margra ára vináttu og alls konar upplifanir geti hann með sanni sagt að Oktavía sé framúrskarandi. „Framúrskarandi í að skapa rými, hvort sem það er fyrir netöryggi, hinsegin fólk eða pólitík. Til hamingju Píratar með frábæran leiðtoga og tilykke íslensk pólitík með fjölbreytnina.“
Kjartan Jónsson kynntist Oktavíu í gegnum starf Pírata. „Hán var alltaf mjög hresst og með mjög sérstakan og smitandi hlátur. Hán hafði búið lengi erlendis og íslenskan kannski ekki alveg upp á tíu og hán nefndi við mig að kannski ætti hán að skella sér á námskeið hjá okkur í Múltikúlti íslensku. Þetta voru bara minni háttar hnökrar, aðallega með viðtengingarháttinn, en ég stakk því að háni að okkur vantaði kennara,“ segir Kjartan og að það hafi orðið úr að Oktavía byrjaði að kenna íslensku hjá sem hafi fljótlega orðið mjög vinsælt og vel liðið af nemendum sínum. Hann segir þau í dag þó oftast hittast í tengslum við borgarmálin því hann leysi hán af í nefndum og borgarstjórn. „Ég held að Oktavía hafi það sem þarf til að færa Pírata nær upprunanum, þangað sem þeir hafa raunverulega sérstöðu. Ég á ekki von á að hán gangist upp í hlutverkinu og fari að taka sjálft sig mjög alvarlega, en leyfi innri nördinum að blómstra áfram. Hugtakið „leiðtogi“ er ekki orð sem höfðar til okkar fólks, en hán getur alveg slegið tón sem nær til þeirra sem við þurfum að ná aftur til. En umfram allt, þá hefur hán einlægan ásetning til að skapa betra samfélag,“ segir Kjartan. Spurður um ráð til Oktavíu í þessu hlutverki segist hann geta gefið sömu ráð til allra Pírata. „Ef við viljum endurheimta stöðu okkar í pólitíkinni. Við þurfum að hafa auðmýkt til að viðurkenna þau mistök sem gerð hafa verið á leiðinni,“ segir hann og nefnir í því samhengi ritskoðun á Pírataspjallinu. „Ef ég ætti að gefa frekari ráð myndi ég vísa í félaga okkar, Helga Hrafn Gunnarsson sem sagði í nýlegri færslu: „Þegar hvers kyns réttindabarátta virðist vera að tapa, þá eru bestu fréttirnar þær, að það sé vegna hennar eigin mistaka, vegna þess að þá þarf ekki að sannfæra eða sigra neinn til þess að snúa vörn í sókn.“ Og bæta við Stephen Fry, sem sagði að kannski væri betra að einblína á árangur, frekar en hafa rétt fyrir sér. Nokkuð sem forsætisráðherra hefur til dæmis gert með góðum árangri í sinni pólitík, þótt það þýði kannski ekki það sama hjá Pírötum. Og mín eigin ráð væru að auk þess að kíkja á viðtengingarháttinn, ætti hán að reyna að sjá mennskuna í helst öllum, meira að segja pólitískum andstæðingum, annars verður þetta erfiður heimur til að lifa í.“
Píratar Alþingi Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Danmörk Hinsegin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira