Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2025 13:02 María Fjóla forstjóri Hrafnistu tekur undir áhyggjur forstjóra Landspítala af fráflæðisvanda. Ástandið á bráðamóttökunni sýni hve viðkvæmt kerfið er. Vísir/Bjarni Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16