Handbolti

Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Hergeirsson náði stórkostlegum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta á árunum 2009-24.
Þórir Hergeirsson náði stórkostlegum árangri með norska kvennalandsliðið í handbolta á árunum 2009-24. getty/Maja Hitij

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hrósaði eftirmanni sínum í starfi þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, Ole Gustav Gjekstad, eftir að Noregur varð heimsmeistari í gær.

Norska liðið sigraði það þýska, 23-20, í úrslitaleik HM í Rotterdam í Hollandi í gær.

Þetta var fyrsta stórmót norska liðsins eftir að Þórir hætti störfum í kjölfar Evrópumótsins í fyrra. Eftirmaður hans fékk sannkallaða draumabyrjun í starfi og Þórir samgladdist honum og norska liðinu.

„Það er frábært að enda með gulli og gleður mig af öllu hjarta,“ sagði Þórir í viðtali eftir úrslitaleikinn sem hann fylgdist með í sjónvarpi.

„Ég sit hér með lítið tár í augnkróknum. Ég er stoltur af öllum hópnum. Ole og liðið gerðu vel á mótinu, frá byrjun til enda,“ bætti hann við.

Noregur er nú handhafi allra stóru titlanna í kvennaflokki en liðið varð Ólympíu- og Evrópumeistari undir stjórn Þóris á síðasta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×