Sport

Mariah Car­ey skemmtir á opnunar­hátíð Vetrarólympíu­leikanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mariah Carey hefur verið lengi í sviðsljósinu.
Mariah Carey hefur verið lengi í sviðsljósinu. getty/Denise Truscello

Bandaríska söngkonan Mariah Carey mun koma fram á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna á næsta ári.

Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Mílanó og Cortina á Ítalíu og standa yfir frá 6. febrúar til 22. febrúar.

Opnunarhátíðin verður á San Siro í Mílanó, heimavelli fótboltaliðanna Inter og AC Milan, föstudaginn 6. febrúar. 

Carey verður meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni. Hún er vön að skemmta á stóru íþróttaviðburðum en hún söng til að mynda bandaríska þjóðsönginn fyrir Super Bowl 2002 og stjörnuleikinn í NBA ári seinna.

Carey, sem er 56 ára, er fimmfaldur Grammy-verðlaunahafi og hefur selt rúmlega tvö hundruð milljón plötur á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×