Körfubolti

„Svo lengi sem það er ekki já­kvæð og góð um­fjöllun um okkur erum við sáttir“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Pétursson skilaði sínu gegn Njarðvík.
Hilmar Pétursson skilaði sínu gegn Njarðvík. vísir/anton

Hilmar Pétursson var að vonum sáttur eftir sigur Keflavíkur á Njarðvík, 93-83, í grannaslag í síðasta leik liðsins á þessu ári.

Leikurinn var lengst af jafn en Keflvíkingar reyndust sterkari í 4. leikhluta sem þeir unnu, 30-22.

„Þetta var basl hjá okkur til að byrja með. Við þurftum að girða okkur í vörn og þegar við gerðum það kom sóknin. Það skilaði sigrinum,“ sagði Hilmar við Vísi í leikslok.

Keflvíkingar hafa spilað sterkan varnarleik á heimavelli í vetur og þéttu raðirnar í seinni hálfleik.

„Við þurftum aðeins að herða okkur og þá kom þetta. Þótt þeir séu vængbrotnir voru þeir að berjast og reyna að ná í sigur,“ sagði Hilmar.

En hvernig er að spila grannaslag sem þennan?

„Það er alltaf gaman þegar maður vinnur og gaman að spila svona leiki,“ sagði Hilmar.

Hann kvaðst sáttur með að fara inn í jólafríið eftir sigurinn í kvöld.

„Við erum ósigraðir á heimavelli og bara búnir að tapa útileikjum. Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir,“ sagði Hilmar og skaut létt á Benedikt Guðmundsson sem sagði í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds að jákvætt umtal hefði stigið Keflvíkingum til höfuðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×