Innlent

Magnús Þór sjálf­kjörinn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn.

Frestur til að bjóða sig fram til formanns rann út á hádegi í dag. Kjör formanns fyrir næsta kjörtímabil, frá 2026 til 2030, verður lýst með formlegum hætti á níunda þingi Kennarasambandsins sem fer fram í apríl á næsta ári.

Magnús Þór var fyrst kjörinn formaður árið 2021, en tók formlega við í apríl 2022. Alls voru fjórir sem sóttust eftir embættinu þá. Hann tók við af Ragnari Þóri Péturssyni.

Magnús Þór hefur haft í nægu að snúast síðustu ár en meðal annars stóð samningalota yfir um laun kennara frá febrúar 2024 þar til í júní 2025. Á þeim tíma fóru kennarar út um allt land í verkfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×