Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2025 09:31 Björgvin Karl Guðmundsson fór með þáttargerðamennina á Búlluna. Youtube/ World Fitness Project Íslenska CrossFit-goðsögnin Björgvin Karl Guðmundsson fékk góða heimsókn á dögunum þegar mennirnir á bak við Youtube-þáttinn „Off the Clock“ á síðu World Fitness Project voru mættir til Íslands. „Stimplaðu þig út með Björgvini Karli Guðmundssyni þar sem við könnum rætur hans í Reykjavík og augnablikin sem mótuðu goðsagnakenndan feril hans. Komdu með okkur í göngutúr um íslenska náttúru, kíktu við á uppáhaldsveitingastaðinn hans og heimsæktu heimabæinn sem ól af sér einn stöðugasta íþróttamanninn í greininni,“ segir í kynningu á þættinum um okkar mann. View this post on Instagram A post shared by World Fitness Project (@worldfitnessproject) Björgvin Karl sagði frá því hvar þetta allt byrjaði, hverjir voru í bransanum á fyrstu keppnisárum hans og hvernig tilfinning það er að fylgjast með nýrri kynslóð íþróttafólks komast í fremstu röð. Hann viðurkenndi að hann væri orðinn einn af gömlu körlunum í sportinu en sú tilfinning sé samt nýtilkomin. Björgvin Karl tók á móti gestum sínum í Hveragerði og fór með þá í göngutúr um nágrennið. „Ég myndi segja að náttúran spili stórt hlutverk í því hvar ég vil vera, hvar ég vil búa og allt það,“ sagði Björgvin Karl. Sagði sögur af Lazar Dukic Björgvin Karl segir líka sögur af Lazar Dukic, sem var mikill félagi hans, en Lazar drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna árið 2024. „Hann vissi nákvæmlega hverjir hæfileikar hans voru. Já. Já. Það sem hann hafði í raun var að hann gat ýtt sér lengra en fólk gerði sér grein fyrir,“ sagði Björgvin sem viðurkenndi að hann saknaði hans mikið. Veit ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið Björgvin sagði líka frá því hversu mikinn hlut Anníe Mist Þórisdóttir á í því hversu vinsæl CrossFit-íþróttin varð á Íslandi. „Það var svo mikið af fólki sem var að stunda CrossFit og þau vildu gera það til að keppa. Ég meina, ef Annie hefði aldrei unnið leikana, veit ég ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið,“ sagði Björgvin. Fyrsti samningurinn á ferlinum Hann fór síðan með þá á uppháldsveitingastaðinn sinn í heiminum sem er Hamborgarabúllan. „Við ætlum að fara á Hamborgarabúllu Tomma. Þetta er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í heiminum. Árið 2012 eða 2013 fékk ég fimmtíu prósenta afslátt ævilangt á Búllunni. Þetta var fyrsti samningurinn á ferlinum mínum,“ sagði Björgvin. Síðan hafa þeir bæst við nokkrir. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Dh6t_UiyFjo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
„Stimplaðu þig út með Björgvini Karli Guðmundssyni þar sem við könnum rætur hans í Reykjavík og augnablikin sem mótuðu goðsagnakenndan feril hans. Komdu með okkur í göngutúr um íslenska náttúru, kíktu við á uppáhaldsveitingastaðinn hans og heimsæktu heimabæinn sem ól af sér einn stöðugasta íþróttamanninn í greininni,“ segir í kynningu á þættinum um okkar mann. View this post on Instagram A post shared by World Fitness Project (@worldfitnessproject) Björgvin Karl sagði frá því hvar þetta allt byrjaði, hverjir voru í bransanum á fyrstu keppnisárum hans og hvernig tilfinning það er að fylgjast með nýrri kynslóð íþróttafólks komast í fremstu röð. Hann viðurkenndi að hann væri orðinn einn af gömlu körlunum í sportinu en sú tilfinning sé samt nýtilkomin. Björgvin Karl tók á móti gestum sínum í Hveragerði og fór með þá í göngutúr um nágrennið. „Ég myndi segja að náttúran spili stórt hlutverk í því hvar ég vil vera, hvar ég vil búa og allt það,“ sagði Björgvin Karl. Sagði sögur af Lazar Dukic Björgvin Karl segir líka sögur af Lazar Dukic, sem var mikill félagi hans, en Lazar drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna árið 2024. „Hann vissi nákvæmlega hverjir hæfileikar hans voru. Já. Já. Það sem hann hafði í raun var að hann gat ýtt sér lengra en fólk gerði sér grein fyrir,“ sagði Björgvin sem viðurkenndi að hann saknaði hans mikið. Veit ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið Björgvin sagði líka frá því hversu mikinn hlut Anníe Mist Þórisdóttir á í því hversu vinsæl CrossFit-íþróttin varð á Íslandi. „Það var svo mikið af fólki sem var að stunda CrossFit og þau vildu gera það til að keppa. Ég meina, ef Annie hefði aldrei unnið leikana, veit ég ekki hvernig CrossFit-senan hefði orðið,“ sagði Björgvin. Fyrsti samningurinn á ferlinum Hann fór síðan með þá á uppháldsveitingastaðinn sinn í heiminum sem er Hamborgarabúllan. „Við ætlum að fara á Hamborgarabúllu Tomma. Þetta er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í heiminum. Árið 2012 eða 2013 fékk ég fimmtíu prósenta afslátt ævilangt á Búllunni. Þetta var fyrsti samningurinn á ferlinum mínum,“ sagði Björgvin. Síðan hafa þeir bæst við nokkrir. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Dh6t_UiyFjo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira