Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar 19. desember 2025 12:01 Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þessi misserin flykkist meginþorri landsmanna í búðir til að byrgja sig upp fyrir hátíðirnar og eldamennsku sem krefst oftast meira umfangs en hversdagsmaturinn. Þá er gott að minna sig á að það þarf ekki að flækja málin til að njóta góðs matar og enn síður þarf að leita langt yfir skammt til að finna þau heimsklassagæði í hráefnum sem við búum við á Íslandi. Síðustu helgi, 13.-14. desember, fór Matarmarkaður Íslands fram í Hörpu þar sem Íslenskt lambakjöt og Slow Food á Íslandi voru með viðburð sem bar nafnið „Einfaldlega íslenskt um jólin.“ Þar var íslenskri matarhefð og íslensku hráefni var gert sérstaklega hátt undir höfði með sýnikennslu og fróðleik. Markmiðið okkar var fyrst og fremst að minna á það mikla og góða hráefni sem við höfum greiðan aðgang að hér á landi, ýmist úti í matvöruverslun en líka á næsta sveitamarkaði. Rétt fyrir jólin gefst okkur kjörið tækifæri til að rifja upp hvað íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða og hvernig hægt er að elda góðan mat úr íslensku hráefni án mikillar fyrirhafnar. Það gleymist stundum að lambalærið eða hryggurinn sem við berum fram um jólin er miklu meira en einungis kjöt á diski. Það er afrakstur margra mánaða vinnu. Á bak við hvert læri og hvern hrygg standa sauðfjárbændur sem beittu og fylgdust með hverju dýri, veit hvaða þættir skipta höfuðmáli í að ala hágæðakjöt og vinna í takt við náttúruna. Það tekur um það bil tvö ár að rækta gott lambalæri og það er engin tilviljun að íslenskt lambakjöt þykir með því besta sem völ er á. Þegar við kaupum íslenskt í jólamatinn erum við að styðja við sauðfjárbændur, landeigendur og íslenska matvælaframleiðendur. Það sem skiptir kannski enn meira máli er að við styðjum við íslenskt samfélag, blómlegt, íslenskt atvinnulíf og tryggjum að við eigum áfram hreint og heilnæmt hráefni sem er ræktað hér heima. Við höldum í menningu og hefðir sem hafa fylgt okkur í gegnum aldirnar og sýnum að við kunnum að meta það sem við eigum. Jólamaturinn þarf ekki að vera flókinn, hann þarf bara að vera góður. Og hann má gjarnan vera íslenskur. Höfundur er matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar