Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar 19. desember 2025 11:30 Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast. Það kemur hvorki undirritaðri né eflaust öðrum á óvart enda hefur það verið í deiglunni um þó nokkurt skeið að ferðaþjónustan skuli vera næsta atvinnugreinin á skattagrill ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hins vegar er það mikið umhugsunarefni hversu eðlislægt ríkisstjórninni er orðið að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og horfa fram hjá eðlilegum fyrirvörum þegar kemur að gildistöku þeirra. Varnarorð virt að vettugi Fyrir liggur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um upptöku kílómetragjalds af akstri ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er orðið að lögum og tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Um er að ræða umfangsmikla kerfisbreytingu sem hefur eðli málsins samkvæmt veruleg áhrif á fólk og fyrirtæki, sér í lagi ökutækjaleigur. Þrátt fyrir margþætt neikvæð áhrif, íþyngjandi kostnað og flækjustig sem breytingin hefur í för með sér fylgir henni nær enginn fyrirvari, aðeins örfáir dagar. Ítrekað hefur verið varað við neikvæðum áhrifum af upptöku kílómetragjaldsins og kallað eftir eðlilegum fyrirvara og skynsamlegu aðlögunarfyrirkomulagi fyrir ökutækjaleigur. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanlegu rekstrarumhverfi enda er það grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Ríkisstjórnin hefur aftur á móti kært sig kollótta um þau varnarorð og virt þau að vettugi. Nú eiga ökutækjaleigur og ferðaþjónustan einfaldlega að sitja í súpunni. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum Í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á kílómetragjaldinu mun það ekki fara svo að þeir borga sem nota vegakerfi landsins þar sem ökutækjaleigur hafa nú þegar leigt út stóran hluta af sínum ökutækjum fyrir næsta ár, þeim samningum verður ekki breytt eftir á. Stór hluti kílómetragjaldsins mun því falla á reikning ökutækjaleiga. Þar að auki skapast ekki aðeins verulega íþyngjandi kostnaður vegna innheimtunnar fyrir ökutækjaleigur heldur einnig neikvæð áhrif á eftirspurn fólks eftir ferðalögum til Íslands í ljósi þeirra verðhækkana sem gjaldið mun hafa í för með sér á útleigu ökutækja. Það er ótækt að breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja í boði ríkisstjórnarinnar hafi jafn íþyngjandi kostnað í för með sér og nú er að raungerast fyrir ökutækjaleigur, hann mun að öllum líkindum hlaupa á milljörðum. Þessum staðreyndum skeytir ríkisstjórnin engu. Vönduð lagasetning virðist vera á undanhaldi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast. Það kemur hvorki undirritaðri né eflaust öðrum á óvart enda hefur það verið í deiglunni um þó nokkurt skeið að ferðaþjónustan skuli vera næsta atvinnugreinin á skattagrill ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hins vegar er það mikið umhugsunarefni hversu eðlislægt ríkisstjórninni er orðið að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og horfa fram hjá eðlilegum fyrirvörum þegar kemur að gildistöku þeirra. Varnarorð virt að vettugi Fyrir liggur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um upptöku kílómetragjalds af akstri ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er orðið að lögum og tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Um er að ræða umfangsmikla kerfisbreytingu sem hefur eðli málsins samkvæmt veruleg áhrif á fólk og fyrirtæki, sér í lagi ökutækjaleigur. Þrátt fyrir margþætt neikvæð áhrif, íþyngjandi kostnað og flækjustig sem breytingin hefur í för með sér fylgir henni nær enginn fyrirvari, aðeins örfáir dagar. Ítrekað hefur verið varað við neikvæðum áhrifum af upptöku kílómetragjaldsins og kallað eftir eðlilegum fyrirvara og skynsamlegu aðlögunarfyrirkomulagi fyrir ökutækjaleigur. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanlegu rekstrarumhverfi enda er það grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Ríkisstjórnin hefur aftur á móti kært sig kollótta um þau varnarorð og virt þau að vettugi. Nú eiga ökutækjaleigur og ferðaþjónustan einfaldlega að sitja í súpunni. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum Í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á kílómetragjaldinu mun það ekki fara svo að þeir borga sem nota vegakerfi landsins þar sem ökutækjaleigur hafa nú þegar leigt út stóran hluta af sínum ökutækjum fyrir næsta ár, þeim samningum verður ekki breytt eftir á. Stór hluti kílómetragjaldsins mun því falla á reikning ökutækjaleiga. Þar að auki skapast ekki aðeins verulega íþyngjandi kostnaður vegna innheimtunnar fyrir ökutækjaleigur heldur einnig neikvæð áhrif á eftirspurn fólks eftir ferðalögum til Íslands í ljósi þeirra verðhækkana sem gjaldið mun hafa í för með sér á útleigu ökutækja. Það er ótækt að breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja í boði ríkisstjórnarinnar hafi jafn íþyngjandi kostnað í för með sér og nú er að raungerast fyrir ökutækjaleigur, hann mun að öllum líkindum hlaupa á milljörðum. Þessum staðreyndum skeytir ríkisstjórnin engu. Vönduð lagasetning virðist vera á undanhaldi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun