Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar 20. desember 2025 10:00 Jólin vekja upp eitthvað í hjartanu sem ekki vaknar á öðrum tímum árs. Þau eru tími ljósa og endurfunda en fyrir suma eru þau tími skugga. Þau minna okkur á hláturinn sem fyllti húsið og raddirnar sem þögnuðu, stólana sem standa auðir, bréfin sem aldrei voru send og orðin sem við sögðum ekki. Jólin snerta okkur á þeim stað þar sem minning og löngun mætast, þar sem hlýjan blandast söknuði og við finnum okkur ósjálfrátt leita einhvers sem við getum ekki útskýrt. Það er löngun eftir tengingu við þá sem eru farnir á einn eða annan hátt. Eftir flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011 gekk maður að nafni Itaru Sasaki út í garðinn sinn í bænum Ōtsuchi. Þar hafði hann sett upp gamlan símaklefa með hvítum snúrusíma inní. Síminn var ekki tengdur við neitt nema vindinn. Hann kallaði hann Kaze no Denwa, eða síma vindsins. Hann hafði misst frænda sinn og vildi eiga stað þar sem hann gæti talað við hann áfram, sagt orð sem ekki fengu að heyrast á meðan hann lifði. Þegar harmleikurinn reið yfir landið fór fólk úr öllum áttum að leita í klefann. Þúsundir gengu inn, tóku upp tólið og töluðu við þá sem höfðu horfið. Enginn heyrði rödd á hinum endanum en samt var alltaf eitthvað sem svaraði, kannski þögnin, kannski vindurinn sjálfur. Þarna fæddist staður þar sem sorgin varð að samtali og samtalið að friði. Þessi mynd af manni sem stendur í símaklefa á víðavangi og talar við hinn ósýnilega heim hefur fylgt mér æ síðan. Ég hugsa um hana á hverju ári þegar jólin nálgast og myrkrið færist yfir. Þá fara minningar að ganga um húsið eins og gestir úr öðrum heimi. Sumir sitja hljóðir en aðrir hvísla, og þessi jól heyri ég rödd föður míns meðal þeirra. Hann lést á árinu og það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað það hafði ekki þau áhrif á mig sem ég hélt að myndi hafa. Engin tár, enginn titringur, bara tómið. Hann bjó í Svíþjóð, ég hérna heima og á milli okkar var fjarlægð sem engin lína náði að brúa, að mér fannst. Þegar bróðir minn tilkynnti mér dauða hans fann ég bara fyrir þreytu og svo seinna kom spurningin sem ég hef ekki getað hrist af mér, hefði ég ekki átt að finna eitthvað? Hefði hjartað ekki átt að slá aðeins öðruvísi? Samband okkar var flókið. Það var ekki hatur heldur fjarvera, eins og strengur sem aldrei var strengdur almennilega. Ég skrifaði um þetta samband okkar í greininni Nám í skugga óöryggis, en þegar jólin nálgast kemur þessi sama tilfinning aftur, tilfinningin um að vilja ná sambandi, ekki til að krefjast svara heldur bara til að segja nokkur orð. Ég hef ímyndað mér að ég gæti hringt í pabba, ekki til Svíþjóðar, heldur á þann stað þar sem ástin heldur áfram að hljóma. En síminn er þögull og kannski er það bara í lagi. Í huganum sé ég fyrir mér síma vindsins sem gegnsæjan símaklefa og inni í honum hangir gamall gulur sími, eins og þeir sem héngu í eldhúsum áður fyrr, með snúru sem bugðast eins og lína milli heima. Hann er hlýr á litinn, bjartur, minning um tíma þegar rödd mannsins var brú milli hjarta og þar gæti ég talað við pabba. Í símaklefanum gæti fólk komið inn og tekið tólið upp. Það þyrfti ekki að trúa neinu, aðeins að muna. Það gæti sagt orð sem það hefur borið innra með sér of lengi, orð eins og „fyrirgefðu,“ „takk.“, „ég elska þig“, eða bara andað. Þessi sími væri ekki tengdur neinni línu, heldur hjartanu. Hann myndi ekki flytja hljóð, heldur losa það sem hefur setið fast í okkur. Og stundum þarf maður ekkert að segja. Þú tekur bara tólið upp og leyfir sorginni að renna í gegn. Fyrir það sem liðið er og það sem aldrei fékk að lifa. Fyrir framtíð sem hljóðnaði áður en hún fæddist. Og þögnin, hún heldur utan um það, þú getur treyst því. Þegar vindurinn strýkur glerið færast orðin yfir í heim sem við sjáum ekki, en finnum samt sem áður. Við tölum við hina látnu ekki vegna þess að við trúum að þeir svari, heldur vegna þess að við þurfum að muna að ástin deyr ekki, hún breytir bara um áferð og rödd. Við gerum þetta í raun alla daga, þó að við séum ekki með síma í höndunum. Við tölum við þá sem eru farnir, við þá sem við misstum og jafnvel við þá sem enn eru á lífi en fjarlægðin hefur gert ósnertanlega. Við tölum við þá í draumum, í kyrrðinni þegar við keyrum heim eftir vinnu, í því augnabliki þegar ilmurinn af kanil eða reykelsi vekur upp eitthvað sem við héldum að væri löngu horfið. Það er ekki hjátrú, það er heilun og þegar við tölum við látna ástvini okkar erum við í raun að tala við það sem lifir inni í okkur. Við erum að samþætta það sem brotnaði og endurvekja tengslin við hjartað. Og í því ferli mýkist sorgin, breytist í skilning og skilningurinn í þakklæti. Ef ég ætti að byggja þennan símaklefa í raun og veru, þá væri hann ekki minnisvarði um dauðann heldur um lífið. Hann væri staður þar sem ástin fengi að halda áfram að tala. Þar gæti einhver hringt í móður sem lést of snemma, vin sem hvarf úr lífinu án þess að kveðja, einhver í kærustu sem hann særði, þann sem drukknaði eða jafnvel í sjálfan sig, gamla sjálfið áður en það hætti að hlusta. Þar myndi enginn dómur bíða, aðeins hlustun. Þögn sem tekur á móti orðunum og breytir þeim í ljós. Jólin minna okkur á að ástin lifir áfram í formi sem þarf ekki líkama. Hún er í röddinni sem hvíslar að barninu okkar, í ilminum sem minnir á ömmu, í augnaráði sem líkist einhverjum sem við héldum að væri horfinn. Kannski er það einmitt það sem jólin kenna okkur, að sambandið við hina látnu er í raun samband við lífið sjálft. Að tala við þá er að tala við hjartað, við tímann og við ljósið sem í raun slokknar aldrei þó það flökti. Lífið og dauðinn eru ekki andstæður, þau eru samtal. Og í miðju þess samtals býr ástin sem hvorki þagnar né deyr, heldur finnur sér nýja rödd í hjörtum okkar allra. Í jólaþögninni gerist ekkert af sjálfu sér. Hún kallar á hlustun og þegar við hlustum finnum við að það er komið okkur að svara. Gleðilega hátíð. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Jólin vekja upp eitthvað í hjartanu sem ekki vaknar á öðrum tímum árs. Þau eru tími ljósa og endurfunda en fyrir suma eru þau tími skugga. Þau minna okkur á hláturinn sem fyllti húsið og raddirnar sem þögnuðu, stólana sem standa auðir, bréfin sem aldrei voru send og orðin sem við sögðum ekki. Jólin snerta okkur á þeim stað þar sem minning og löngun mætast, þar sem hlýjan blandast söknuði og við finnum okkur ósjálfrátt leita einhvers sem við getum ekki útskýrt. Það er löngun eftir tengingu við þá sem eru farnir á einn eða annan hátt. Eftir flóðbylgjuna miklu í Japan árið 2011 gekk maður að nafni Itaru Sasaki út í garðinn sinn í bænum Ōtsuchi. Þar hafði hann sett upp gamlan símaklefa með hvítum snúrusíma inní. Síminn var ekki tengdur við neitt nema vindinn. Hann kallaði hann Kaze no Denwa, eða síma vindsins. Hann hafði misst frænda sinn og vildi eiga stað þar sem hann gæti talað við hann áfram, sagt orð sem ekki fengu að heyrast á meðan hann lifði. Þegar harmleikurinn reið yfir landið fór fólk úr öllum áttum að leita í klefann. Þúsundir gengu inn, tóku upp tólið og töluðu við þá sem höfðu horfið. Enginn heyrði rödd á hinum endanum en samt var alltaf eitthvað sem svaraði, kannski þögnin, kannski vindurinn sjálfur. Þarna fæddist staður þar sem sorgin varð að samtali og samtalið að friði. Þessi mynd af manni sem stendur í símaklefa á víðavangi og talar við hinn ósýnilega heim hefur fylgt mér æ síðan. Ég hugsa um hana á hverju ári þegar jólin nálgast og myrkrið færist yfir. Þá fara minningar að ganga um húsið eins og gestir úr öðrum heimi. Sumir sitja hljóðir en aðrir hvísla, og þessi jól heyri ég rödd föður míns meðal þeirra. Hann lést á árinu og það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað það hafði ekki þau áhrif á mig sem ég hélt að myndi hafa. Engin tár, enginn titringur, bara tómið. Hann bjó í Svíþjóð, ég hérna heima og á milli okkar var fjarlægð sem engin lína náði að brúa, að mér fannst. Þegar bróðir minn tilkynnti mér dauða hans fann ég bara fyrir þreytu og svo seinna kom spurningin sem ég hef ekki getað hrist af mér, hefði ég ekki átt að finna eitthvað? Hefði hjartað ekki átt að slá aðeins öðruvísi? Samband okkar var flókið. Það var ekki hatur heldur fjarvera, eins og strengur sem aldrei var strengdur almennilega. Ég skrifaði um þetta samband okkar í greininni Nám í skugga óöryggis, en þegar jólin nálgast kemur þessi sama tilfinning aftur, tilfinningin um að vilja ná sambandi, ekki til að krefjast svara heldur bara til að segja nokkur orð. Ég hef ímyndað mér að ég gæti hringt í pabba, ekki til Svíþjóðar, heldur á þann stað þar sem ástin heldur áfram að hljóma. En síminn er þögull og kannski er það bara í lagi. Í huganum sé ég fyrir mér síma vindsins sem gegnsæjan símaklefa og inni í honum hangir gamall gulur sími, eins og þeir sem héngu í eldhúsum áður fyrr, með snúru sem bugðast eins og lína milli heima. Hann er hlýr á litinn, bjartur, minning um tíma þegar rödd mannsins var brú milli hjarta og þar gæti ég talað við pabba. Í símaklefanum gæti fólk komið inn og tekið tólið upp. Það þyrfti ekki að trúa neinu, aðeins að muna. Það gæti sagt orð sem það hefur borið innra með sér of lengi, orð eins og „fyrirgefðu,“ „takk.“, „ég elska þig“, eða bara andað. Þessi sími væri ekki tengdur neinni línu, heldur hjartanu. Hann myndi ekki flytja hljóð, heldur losa það sem hefur setið fast í okkur. Og stundum þarf maður ekkert að segja. Þú tekur bara tólið upp og leyfir sorginni að renna í gegn. Fyrir það sem liðið er og það sem aldrei fékk að lifa. Fyrir framtíð sem hljóðnaði áður en hún fæddist. Og þögnin, hún heldur utan um það, þú getur treyst því. Þegar vindurinn strýkur glerið færast orðin yfir í heim sem við sjáum ekki, en finnum samt sem áður. Við tölum við hina látnu ekki vegna þess að við trúum að þeir svari, heldur vegna þess að við þurfum að muna að ástin deyr ekki, hún breytir bara um áferð og rödd. Við gerum þetta í raun alla daga, þó að við séum ekki með síma í höndunum. Við tölum við þá sem eru farnir, við þá sem við misstum og jafnvel við þá sem enn eru á lífi en fjarlægðin hefur gert ósnertanlega. Við tölum við þá í draumum, í kyrrðinni þegar við keyrum heim eftir vinnu, í því augnabliki þegar ilmurinn af kanil eða reykelsi vekur upp eitthvað sem við héldum að væri löngu horfið. Það er ekki hjátrú, það er heilun og þegar við tölum við látna ástvini okkar erum við í raun að tala við það sem lifir inni í okkur. Við erum að samþætta það sem brotnaði og endurvekja tengslin við hjartað. Og í því ferli mýkist sorgin, breytist í skilning og skilningurinn í þakklæti. Ef ég ætti að byggja þennan símaklefa í raun og veru, þá væri hann ekki minnisvarði um dauðann heldur um lífið. Hann væri staður þar sem ástin fengi að halda áfram að tala. Þar gæti einhver hringt í móður sem lést of snemma, vin sem hvarf úr lífinu án þess að kveðja, einhver í kærustu sem hann særði, þann sem drukknaði eða jafnvel í sjálfan sig, gamla sjálfið áður en það hætti að hlusta. Þar myndi enginn dómur bíða, aðeins hlustun. Þögn sem tekur á móti orðunum og breytir þeim í ljós. Jólin minna okkur á að ástin lifir áfram í formi sem þarf ekki líkama. Hún er í röddinni sem hvíslar að barninu okkar, í ilminum sem minnir á ömmu, í augnaráði sem líkist einhverjum sem við héldum að væri horfinn. Kannski er það einmitt það sem jólin kenna okkur, að sambandið við hina látnu er í raun samband við lífið sjálft. Að tala við þá er að tala við hjartað, við tímann og við ljósið sem í raun slokknar aldrei þó það flökti. Lífið og dauðinn eru ekki andstæður, þau eru samtal. Og í miðju þess samtals býr ástin sem hvorki þagnar né deyr, heldur finnur sér nýja rödd í hjörtum okkar allra. Í jólaþögninni gerist ekkert af sjálfu sér. Hún kallar á hlustun og þegar við hlustum finnum við að það er komið okkur að svara. Gleðilega hátíð. Höfundur er mannvinur og kennari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun