Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar 20. desember 2025 17:01 Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vexti á verðtryggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir. Verðtryggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu löng sem lánin eru. Það er mikil þjónusta lántakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -væntingar. Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta. Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítillega hærri en óeðlilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti. Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vexti á verðtryggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir. Verðtryggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu löng sem lánin eru. Það er mikil þjónusta lántakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -væntingar. Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta. Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítillega hærri en óeðlilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti. Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun