Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2025 19:26 Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði ráðherra á nýjan leik. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Tveir af þremur ráðherrum Flokks fólksins eru fjarverandi sem stendur og óljóst hve lengi. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra er í veikindaleyfi og verður um óákveðinn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra gegnir hlutverki menntamálaráðherra í fjarveru Guðmundar Inga en er nú sjálfur kominn í feðraorlof. Hann snýr aftur um miðjan janúar til að mæla fyrir samgönguáætlun en fer síðan aftur í orlof. Í fjarveru þeirra stýrir Inga Sæland því þremur ráðuneytum sem stendur. Stjórnmálafræðingur segir ekki góðan brag yfir slíku til lengri tíma. Hennar mál uppgerð hvað opinbera umræðu varðar „Það er í sjálfu sér ekki óalgengt að við eitthvað tímabundið ástand þá geti það gerst að svona fleiri ráðuneyti fari yfir á starfandi ráðherra,“ sagði stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Ef það er raunverulega óvissa um hverjir verða ráðherrar til einhverrar framtíðar þá er mjög mikilvægt að leyst sé úr því mjög hratt og örugglega,“ bætir Eiríkur við. Ekki hefur náðst í Ingu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ráðherramál flokksins verið til umræðu innan þingflokksins. Eiríkur segir að á nýju ári þurfi að liggja ljóst fyrir hverjir muni gegna embættunum, ýmsir í þingflokknum geti stigið inn þó að þar sé fólk með litla reynslu af stjórnmálum. Flokkur fólksins sé með færri spil á hendi en aðrir flokkar í gegnum tíðina. „Þarna er auðvitað fólk sem hefur reynslu. Lilja Rafney hefur reynslu af stjórnmálum, Ásthildur Lóa gæti snúið aftur í ráðherrastól og í rauninni sé ég ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að hún gæti snúið aftur í ráðherrastól. Hennar mál þegar hún steig til hliðar á sínum tíma eru að mínu viti nokkuð uppgerð hvað opinbera umræðu varðar.“ Segir Kristrúnu njóta fádæma hylli Hann metur stöðu Flokks fólksins sem erfiða. „Flokkur fólksins er í eðli sínu áskorendaflokkur, safn af fólki sem kemur saman til þess að skora stjórnmálakerfið á hólm. Þetta er þekkt fyrirbæri í stjórnmálasögunni hér á Íslandi og löndunum í kringum okkar að svona áskorendaflokkur á gríðarlega erfitt eftir að í ríkisstjórn er komið.“ Það sé gömul saga og ný og þekkist um víða veröld. Ríkisstjórnin standi þó sterkt. „Forsætisráðherrann nýtur fádæma hylli í landinu og vinsældir hennar eru töluvert umfram það sem maður hefði getað átt von á eftir ár í stól forsætisráðherra og það á tíð þar sem er ekkert sérstaklega mikill meðbyr í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin stendur nokkuð sterkt fyrir utan hlut Flokks fólksins sem er erfiðari en hinna.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira