Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar 27. desember 2025 09:30 Ég hef verið án áfengis í langan tíma og ég tel dagana sjaldan lengur, en þeir búa í líkamanum, í viðbrögðunum og í því hvernig ég hlusta. Maður hættir ekki að vera alkahólisti þó maður hætti að drekka. Maður lærir bara að lifa með því, og stundum, löngu síðar, skilur maður hvers vegna sumar sögur, eins og þessi, hitta mann dýpra en aðrar. Kannski er það líka af því ég er foreldri sem átti barn í fíkniefnum. Og þegar maður hefur staðið í þeirri baráttu, þá hverfur þessi fjarlægð við þá sorg sem aðrir geta leyft sér. Þá verður fíkn ekki hugtak, heldur lífsreynsla sem sest í líkama manns og fer ekki aftur. Örvænting birtist þegar tíminn er orðinn fjandsamlegur manni og þegar vonin er orðin of dýr til að missa hana. Þegar maður veit að eitthvað þarf að gerast fljótlega. Hún kemur ekki af skorti á skynsemi, heldur af ábyrgð og ást. Af þeirri vitneskju að ef maður gerir ekkert, þá getur allt farið forgörðum. Fólk í örvæntingu er ekki kærulaust. Það er þreytt, það hefur prófað að bíða, oftast lengur en aðrir. Örvænting kviknar þegar allar leiðir hafa verið reyndar en samt stendur maður eftir með sama óttann í brjóstinu. Þá fer maður að leita lengra, leggja meira undir, ekki af því maður vill það, heldur af því maður þorir ekki öðru. Foreldrar sem hafa átt börn í allskonar vanda þekkja þessa tilfinningu. Örvæntingin birtist í vökunni, í biðinni og í því að lifa í kringum næsta símtal. Hún er dramatísk og hún er stöðug. Hún er sú tilfinning að vera alltaf hálfu skrefi frá því að missa allt. Þegar maður skilur þetta, þá skilur maður líka hvers vegna fólk leggur af stað í óvissuferð með barnið sitt. Af hverju ferðalag sem lítur út eins og val utan frá er í raun afleiðing. Ekki flótti, heldur tilraun til að halda í lífið, fyrir barnið sitt. Það er ekki langt síðan við í fjölskyldunni upplifðum gamalkunnan ótta aftur. Þá hafði fjölskyldumeðlimur sem stendur okkur nálægt fallið eftir langa edrúmennsku. Það kom okkur algerlega í opna skjöldu. Það sem sló mig mest var hversu hratt allt fór aftur í gamlan farveg. Þrátt fyrir reynslu og öll þessi edrú ár voru það eðlishvatirnar sem vöknuðu fyrst, áður en hugsunin náði að taka við. Drengurinn hafði fallið og andrúmsloftið í fjölskyldunni breyttist samstundis. Það var eins og loftið þyngdist. Ég man augnablikið þegar ég heyrði þetta fyrst. Mér brá svo mikið að líkaminn brást á undan hugsuninni og augun fylltust. Fyrsta tilfinningin sem kom var ekki ný, hún var kunnugleg. Hún var nákvæmlega sú sama og ég upplifði þegar minn drengur var í neyslu. Fréttirnar frá Suður-Afríku fóru fyrst dálítið fram hjá mér. Ekki af því mér væri sama, heldur af því lífið er fullt af fréttum sem maður getur ekki tekið allar inn. Maður lærir að skima, að halda ákveðinni fjarlægð, kannski til að vernda sig. En fréttin fór ekki fram hjá eiginkonunni. Hún þekkti konuna vel sem lést. Og þegar hún sagði mér það, þá breyttist fréttin. Hún varð ekki lengur eitthvað sem gerðist „einhvers staðar“. Hún færðist inn í stofuna okkar. Þær höfðu talað saman stuttu áður en hún fór til Suður-Afríku til að hitta barnabarnið sem hún elskaði. Konan mín lýsti samtalinu fyrir mér, ekki með nákvæmum orðum heldur með tóninum sem enn sat í henni. Hún sagði mér frá því hvað vinkona hennar hafði verið spennt, hvað henni hlakkaði til að fara og hitta barnabarnið sitt sem var í meðferð. Það var ekki talað um hættur sem gætu leynst, ekki um ótta og ekki um þreytu. Það var hrein eftirvænting í röddinni, svona eftirvænting sem fólk leyfir sér aðeins þegar það trúir því í alvöru að eitthvað gott sé fram undan. Ég upplifði þessa eftirvæntingu í gegnum frásögn konu minnar. Kannski af því ég veit hvað það þýðir þegar einhver er í meðferð. Ég hef sjálfur verið hinum megin. En líka af því ég veit hvað það þýðir að vera foreldri sem lifir með símtólið innan seilingar, sem hlustar eftir hljóðum á nóttunni, sem lærir að óttast bæði þögnina og hringinguna. Ég veit hvað það er að lifa í örvæntingu sem maður felur á daginn svo maður geti haldið áfram að virka. Hvað það er að vona af öllu hjarta að þetta skiptið verði öðruvísi. Ég sá sorgina koma yfir konuna mína, ekki með gráti eða háværum tilfinningum, heldur í því hvernig hún þagnaði og augun fylltust. Í því hvernig augnaráðið breyttist. Og þá varð ég sjálfur hljóður, ekki af því ég hafði ekkert að segja, heldur af því engin orð hefðu verið rétt. Sum augnablik krefjast ekki orða, þau krefjast þess að maður sitji kyrr og beri það sem er of þungt til að orða. Ég hugsaði um hvað þetta væri ósanngjarnt. Það er ósanngjarnt að fólk sem leggur af stað af ást, af ábyrgð, af trú á bata skuli ekki koma aftur heim. Það er ósanngjarnt að eftirvænting og þessi brothætta von sem foreldrar og aðstandendur leyfa sér með varúð, skuli enda svona. Og það er ósanngjarnt á þann hátt sem maður finnur í líkamanum sem man allt, en ekki í huganum. Ég veit að dauðinn velur ekki að vild og slys eru slys, en það þýðir ekki að maður upplifi þetta hlutlaust. Þegar maður hefur sjálfur verið í meðferð og líka verið foreldrið sem beið, foreldrið sem vakti og vonaði, þá snertir svona saga eitthvað dýpra. Hún minnir mann á hvað margir leggja líf sitt í hendur vonarinnar. Hvað bataferli eru sjaldan einkamál, heldur sameiginleg barátta heilu fjölskyldnanna. Það sem situr eftir hjá mér er ekki reiði, heldur þung þögn. Þessi þögn sem kemur þegar maður sér samhengi sem maður vildi óska að væri ekki til. Að fólk þurfi að fara svona langt til að fá hjálp, að ástin þurfi stundum að bera meiri ábyrgð en nokkuð annað. Ég segi þetta ekki til að benda á neinn, ekki til kenna einhverjum um, heldur af því þetta er staðreynd sem læðist inn í söguna, jafnvel þegar maður reynir að halda henni utan við hana. En ég vil ekki skrifa um kerfi. Ég vil ekki skrifa um úrræði. Ég vil ekki einu sinni skrifa um fíkn í þeim skilningi. Ég vil minnast þessarar eftirvæntingar, um konu sem hlakkaði til að hitta barnabarnið sitt. Um foreldra og afa og ömmur sem halda í vonina með báðum höndum. Um samtal sem var fullt af trú á að eitthvað gott væri að gerast. Kannski er það þess vegna sem ég varð svona hljóður. Af því þetta snerti eitthvað í mér sem ég hef lifað með lengi, bæði sem alkóhólisti í bata og sem foreldri. Vitneskjuna um að edrúmennska og bati eru ekki bara persónuleg afrek, þau eru net af fólki sem trúir, bíður og vakir. Þau eru símtöl rétt áður en lagt er af stað, og eftirvænting sem átti ekki að enda svona. Ég veit ekki hvað er rétt að segja við svona sögu, en við megum ekki líta fram hjá henni, og aðeins ef við horfum á hana af heiðarleika getum við byggt eitthvað betra fyrir börnin okkar. Kannski er það eina sem við getum gert er að bera söguna með okkur af virðingu. Að muna að á bak við fréttir eru samtöl og bak við von, er fólk sem hlakkar til. Að muna að þegar við tölum um bata, þá erum við ekki bara að tala um þann sem er í meðferð, heldur líka um alla hina sem bíða, vaka og vona. Ég hugsa til konunnar sem hlakkaði til og til konunnar minnar sem syrgir. Ég hugsa til þess hvað lífið getur verið miskunnarlaust, jafnvel við ást og kærleik. Það gerir mig ekki reiðan. Það gerir mig einbeittan, einbeittan í því að gleyma ekki sögunni, í því að leyfa þessari sögu að vera það sem hún er. Ekki kennslustund, ekki ákall, heldur vitnisburður um ást sem fór af stað og kom ekki til baka. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ég hef verið án áfengis í langan tíma og ég tel dagana sjaldan lengur, en þeir búa í líkamanum, í viðbrögðunum og í því hvernig ég hlusta. Maður hættir ekki að vera alkahólisti þó maður hætti að drekka. Maður lærir bara að lifa með því, og stundum, löngu síðar, skilur maður hvers vegna sumar sögur, eins og þessi, hitta mann dýpra en aðrar. Kannski er það líka af því ég er foreldri sem átti barn í fíkniefnum. Og þegar maður hefur staðið í þeirri baráttu, þá hverfur þessi fjarlægð við þá sorg sem aðrir geta leyft sér. Þá verður fíkn ekki hugtak, heldur lífsreynsla sem sest í líkama manns og fer ekki aftur. Örvænting birtist þegar tíminn er orðinn fjandsamlegur manni og þegar vonin er orðin of dýr til að missa hana. Þegar maður veit að eitthvað þarf að gerast fljótlega. Hún kemur ekki af skorti á skynsemi, heldur af ábyrgð og ást. Af þeirri vitneskju að ef maður gerir ekkert, þá getur allt farið forgörðum. Fólk í örvæntingu er ekki kærulaust. Það er þreytt, það hefur prófað að bíða, oftast lengur en aðrir. Örvænting kviknar þegar allar leiðir hafa verið reyndar en samt stendur maður eftir með sama óttann í brjóstinu. Þá fer maður að leita lengra, leggja meira undir, ekki af því maður vill það, heldur af því maður þorir ekki öðru. Foreldrar sem hafa átt börn í allskonar vanda þekkja þessa tilfinningu. Örvæntingin birtist í vökunni, í biðinni og í því að lifa í kringum næsta símtal. Hún er dramatísk og hún er stöðug. Hún er sú tilfinning að vera alltaf hálfu skrefi frá því að missa allt. Þegar maður skilur þetta, þá skilur maður líka hvers vegna fólk leggur af stað í óvissuferð með barnið sitt. Af hverju ferðalag sem lítur út eins og val utan frá er í raun afleiðing. Ekki flótti, heldur tilraun til að halda í lífið, fyrir barnið sitt. Það er ekki langt síðan við í fjölskyldunni upplifðum gamalkunnan ótta aftur. Þá hafði fjölskyldumeðlimur sem stendur okkur nálægt fallið eftir langa edrúmennsku. Það kom okkur algerlega í opna skjöldu. Það sem sló mig mest var hversu hratt allt fór aftur í gamlan farveg. Þrátt fyrir reynslu og öll þessi edrú ár voru það eðlishvatirnar sem vöknuðu fyrst, áður en hugsunin náði að taka við. Drengurinn hafði fallið og andrúmsloftið í fjölskyldunni breyttist samstundis. Það var eins og loftið þyngdist. Ég man augnablikið þegar ég heyrði þetta fyrst. Mér brá svo mikið að líkaminn brást á undan hugsuninni og augun fylltust. Fyrsta tilfinningin sem kom var ekki ný, hún var kunnugleg. Hún var nákvæmlega sú sama og ég upplifði þegar minn drengur var í neyslu. Fréttirnar frá Suður-Afríku fóru fyrst dálítið fram hjá mér. Ekki af því mér væri sama, heldur af því lífið er fullt af fréttum sem maður getur ekki tekið allar inn. Maður lærir að skima, að halda ákveðinni fjarlægð, kannski til að vernda sig. En fréttin fór ekki fram hjá eiginkonunni. Hún þekkti konuna vel sem lést. Og þegar hún sagði mér það, þá breyttist fréttin. Hún varð ekki lengur eitthvað sem gerðist „einhvers staðar“. Hún færðist inn í stofuna okkar. Þær höfðu talað saman stuttu áður en hún fór til Suður-Afríku til að hitta barnabarnið sem hún elskaði. Konan mín lýsti samtalinu fyrir mér, ekki með nákvæmum orðum heldur með tóninum sem enn sat í henni. Hún sagði mér frá því hvað vinkona hennar hafði verið spennt, hvað henni hlakkaði til að fara og hitta barnabarnið sitt sem var í meðferð. Það var ekki talað um hættur sem gætu leynst, ekki um ótta og ekki um þreytu. Það var hrein eftirvænting í röddinni, svona eftirvænting sem fólk leyfir sér aðeins þegar það trúir því í alvöru að eitthvað gott sé fram undan. Ég upplifði þessa eftirvæntingu í gegnum frásögn konu minnar. Kannski af því ég veit hvað það þýðir þegar einhver er í meðferð. Ég hef sjálfur verið hinum megin. En líka af því ég veit hvað það þýðir að vera foreldri sem lifir með símtólið innan seilingar, sem hlustar eftir hljóðum á nóttunni, sem lærir að óttast bæði þögnina og hringinguna. Ég veit hvað það er að lifa í örvæntingu sem maður felur á daginn svo maður geti haldið áfram að virka. Hvað það er að vona af öllu hjarta að þetta skiptið verði öðruvísi. Ég sá sorgina koma yfir konuna mína, ekki með gráti eða háværum tilfinningum, heldur í því hvernig hún þagnaði og augun fylltust. Í því hvernig augnaráðið breyttist. Og þá varð ég sjálfur hljóður, ekki af því ég hafði ekkert að segja, heldur af því engin orð hefðu verið rétt. Sum augnablik krefjast ekki orða, þau krefjast þess að maður sitji kyrr og beri það sem er of þungt til að orða. Ég hugsaði um hvað þetta væri ósanngjarnt. Það er ósanngjarnt að fólk sem leggur af stað af ást, af ábyrgð, af trú á bata skuli ekki koma aftur heim. Það er ósanngjarnt að eftirvænting og þessi brothætta von sem foreldrar og aðstandendur leyfa sér með varúð, skuli enda svona. Og það er ósanngjarnt á þann hátt sem maður finnur í líkamanum sem man allt, en ekki í huganum. Ég veit að dauðinn velur ekki að vild og slys eru slys, en það þýðir ekki að maður upplifi þetta hlutlaust. Þegar maður hefur sjálfur verið í meðferð og líka verið foreldrið sem beið, foreldrið sem vakti og vonaði, þá snertir svona saga eitthvað dýpra. Hún minnir mann á hvað margir leggja líf sitt í hendur vonarinnar. Hvað bataferli eru sjaldan einkamál, heldur sameiginleg barátta heilu fjölskyldnanna. Það sem situr eftir hjá mér er ekki reiði, heldur þung þögn. Þessi þögn sem kemur þegar maður sér samhengi sem maður vildi óska að væri ekki til. Að fólk þurfi að fara svona langt til að fá hjálp, að ástin þurfi stundum að bera meiri ábyrgð en nokkuð annað. Ég segi þetta ekki til að benda á neinn, ekki til kenna einhverjum um, heldur af því þetta er staðreynd sem læðist inn í söguna, jafnvel þegar maður reynir að halda henni utan við hana. En ég vil ekki skrifa um kerfi. Ég vil ekki skrifa um úrræði. Ég vil ekki einu sinni skrifa um fíkn í þeim skilningi. Ég vil minnast þessarar eftirvæntingar, um konu sem hlakkaði til að hitta barnabarnið sitt. Um foreldra og afa og ömmur sem halda í vonina með báðum höndum. Um samtal sem var fullt af trú á að eitthvað gott væri að gerast. Kannski er það þess vegna sem ég varð svona hljóður. Af því þetta snerti eitthvað í mér sem ég hef lifað með lengi, bæði sem alkóhólisti í bata og sem foreldri. Vitneskjuna um að edrúmennska og bati eru ekki bara persónuleg afrek, þau eru net af fólki sem trúir, bíður og vakir. Þau eru símtöl rétt áður en lagt er af stað, og eftirvænting sem átti ekki að enda svona. Ég veit ekki hvað er rétt að segja við svona sögu, en við megum ekki líta fram hjá henni, og aðeins ef við horfum á hana af heiðarleika getum við byggt eitthvað betra fyrir börnin okkar. Kannski er það eina sem við getum gert er að bera söguna með okkur af virðingu. Að muna að á bak við fréttir eru samtöl og bak við von, er fólk sem hlakkar til. Að muna að þegar við tölum um bata, þá erum við ekki bara að tala um þann sem er í meðferð, heldur líka um alla hina sem bíða, vaka og vona. Ég hugsa til konunnar sem hlakkaði til og til konunnar minnar sem syrgir. Ég hugsa til þess hvað lífið getur verið miskunnarlaust, jafnvel við ást og kærleik. Það gerir mig ekki reiðan. Það gerir mig einbeittan, einbeittan í því að gleyma ekki sögunni, í því að leyfa þessari sögu að vera það sem hún er. Ekki kennslustund, ekki ákall, heldur vitnisburður um ást sem fór af stað og kom ekki til baka. Höfundur er mannvinur og kennari.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar