Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2025 07:00 Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar