Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. desember 2025 07:00 Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá í stað lýðveldisstjórnarskrárinnar var í framhaldinu lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga. Með því var þjóðaratkvæðið uppfyllt samkvæmt orðanna hljóðan. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs og það lagt fram. Þar með var það afgreitt. Alþingi átti síðan lokaorðið. Harðir stuðningsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá hafa iðulega haldið því fram að spurt hafi verið í þjóðaratkvæðinu hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá eins og spurt var í raun. Nú síðast Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, á Vísi í gær. Vitanlega er þar grundvallarmunur á og fyrir vikið um ákveðna sögufölsun að ræða. Þess má geta að í kynningarbæklingi sem sendur var á hvert heimili í landinu fyrir þjóðaratkvæðið var útskýrt að samkvæmt stjórnskipun landsins ætti Alþingi síðasta orðið í þessum efnum og eins var það tekið fram með skýrum hætti á kjörseðlinum. Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem veitir álit á stjórnskipulegum málefnum, áréttaði að sama skapi í umfjöllun sinni um tillögur stjórnlagaráðs að Alþingi ætti lokaorðið. Þá var ráðinu aldrei veitt umboð til þess að semja nýja stjórnarskrá í stað stjórnarskrár lýðveldisins heldur einungis leggja fram tillögur að breytingum á henni. Frá þjóðaratkvæðinu hefur fimm sinnum verið kosið til Alþingis og hafa flokkar hlynntir því að skipta um stjórnarskrá hver á fætur öðrum dottið út af þingi. Eini flokkurinn sem lagt hefur áherzlu á málið sem er eftir er Samfylkingin en fyrir rúmum þremur árum lagði flokkurinn málið til hliðar og fór fylgi hans vaxandi í kjölfarið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun