Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar 29. desember 2025 13:00 Né mismunur magns dýra í mismunandi löndum Að koma frá landi sem hafði og hefur tiltölulega litla fjölbreytni hvað alvöru náttúrulegt dýralíf varðar, hefur auðvitað verið mikil vakning fyrir mig um svo margt við að búa hér, í þessu landi. Og á þessari stóru eyju sem Ástralía er. Þar sem ég hef búið á, í þrjátíu og átta ár. Ég man eftir því að heyra sem ung manneskja á Íslandi heyra fólk segja að dýrin væru heimsk. En ég trúði því ekki að neitt lifandi væri sett á jörðina án sinnar tegundar vits. Ég gat samt ekki farið í samræður um það þá. Sjónvarpsefni frá dýragörðum og dýralæknum sýna það vit, og það að dýrin sem fólk er að sinna, skilja það sem er sagt. Og er meiriháttar að sjá sel, fíl, og ótal önnur dýr svara með hegðun sem staðfestir að þau heyra og skilja það sem þau væru beðin um að gera. Það á mikið við um vinnu með dýrum í Taronga dýragarðinum í Sydney. Ástin sem starfsfólkið hefur til dýranna gæti látið sumar mannverur vilja að þau gætu frekar farið til dýralækna. Af því að dýralæknar finna út og skynja hvað sé að. Af því að dýrið getur ekki talað mannamál eða lýst verkjum, heldur sýnt þau á sinn hátt. Hér hef ég svo verið að læra æ meira í gegn um árin, um meira af hinu mikla lífríki sem skaparinn setti svo mikið af á jörðina af sínum listrænum eiginleikum sínum á þessa eyju í endalausum formum dýra og gróðurs. Svo fer það eftir loftslagi hvers lands, á og í öll lönd heims með mismunandi dýra og jurtalífríki. Veruleiki sem hefur víkkað sjóndeildarhring minn um lífríki jarðar. Og ég verð að taka fram, að með því er að læra að skilja, að þau eru ekki bara til skrauts og skemmtunar mannvera. Heldur hafa þau öll mjög mikilvæg verkefni fyrir jörðina og allt umhverfið. Síðan er að læra að skilja að hvert dýr sem var sett á jörðina er þar af ástæðu og fyrir tilgang. Vinna þeirra án launa, nema að þau nái að finna þá næringu sem þau þurfa frá umhverfi sínu. Dýr sem vinna vinnu sína og er nokkuð sem mannverur átta sig ekki endilega á hver verkin séu. Það sem skordýr og fiðrildi gera og þær aðrar litlu fljúgandi verur með sín mismunandi og skkrautlega útlit sjá um að vera hluti af að sjá um að mikilvægar fæðukeðjur haldist inn í langa framtíð fyrir mannverur. Þar er ég ekki að taka svo kölluð búdýr inn í þessa umræðu, af því að þau eru í minnstri hættu á að vera gerð útdauð. Ég er að hugsa um öll hin dýrin sem Ástralía er svo rík af. Og ég fór að skilja og læra eftir að flytja hingað að þau hafa öll sín verkefni á þessari eyju og jörðu. Það eru auðvitað mun fleiri tegundir dýra hér í Ástralíu en komast fyrir í stuttri grein, og eru auðvitað líka miklir vinnuþjarkar í umhverfi sínu. Þau eiga eins og öll dýr á jörðu rétt á tilveru sinni. Þess að hver tegund fái að halda áfram að eiga tilveru fyrir tilgang sinn á jörðu, í höfum, vötnum og lækjum. Og það án eigingjarnra glæpaliða sem veiða og drepa fyrir hégóma sinn og peninga græðgi. Þau ósýnilegu skordýr eru einskonar verkalið jarðar að halda jarðvegum hennar á lífi, og í endurnýjum. Svo eru það þau fljúgandi sem eru auðsýnilega listaverk skapara með ótrúlegt hugmyndaflug og lita þekkingu fuglar af fleiri tegundum en ég get talið upp hér. Dýrin í sjónum eins og í Great Barrier Reef eru svo heill heimur listríkis sköpunar sem mannverur hafa bara fengið að sjá eftir að kafarar fóru að geta tekið kvikmyndir í djúpum hafsins. Svo eru það Kengúrur sem eru einskonar hoppandi flugvélar. Og hinir mjög krúttlegu Kóalar sem kúra uppi í trjám og japla á Eucalyptus blöðum. Þeir eru oft með barnið sitt í poka á maganum eða aðeins stærra á bakinu, eins og kengúrur sem eru með pokann og afkvæmi framan á sér þar sem það hentar og stundum eru fóstur á misjöfnu vaxtarstigi inni í pokanum. Wombattinn er einskonar jarðýta og grefur sér holu niður í jörðu. Barry Humprey heitinn sem hafði gælunafnið „Dame Edna“, sagði alltaf þið Possums við áhorfendur og áheyrendur þegar hann hóf grín sín á sviði. En Possums eru enn annað dýr sem eru líka pokadýr. Í stöðugt aukinni steinsteypuvæðingunni finna margir þeirra sig í borgum sem er því miður að aukast, þá verða þeir oft eins og óþekkir krakkar. Sem er auðvitað af því að þeir eru í leit að fæðu og bústað. Einn eða tveir þeirra fundu sér pláss í bílskúrnum okkar, og fóru auðvitað ekki varlega með neitt svo að ýmsar skemmdir urðu. Það er ekki þeim að kenna sem voru ekki settir á jörðina til að búa í borgum með því sem fylgir, heldur því sem ég kom upp með þessi orð fyrir og eru; Steinsteypu væðingin, jörðina er að drepa Ef hún heldur endalaust áfram Mun tilvera mannkyns enda Með loftslagið og það sem sent hefur verið út í himingeyminn Mun annarskonar útkomu skapa Svo eru það hinar endalausu tegundir fugla sem við heyrum fljúga og öskra með sára tóna, af því að steinstæpu væðingin hefur fækkað og rænt þá miklum fæðumöguleikum. Sem er eins og sú væðing hefur gert sýnilegum sem ósýnilegum lífverum á jörðu sem eru ekki mannkyn. Þegar ég kom hingað sem gestur árið 1986 og sá húsin sem voru í hæfilegri stærð og með garði í kring með trjám og allskonar gróðri, sum með meira en aðrir minna af gróðri. Stefna og veruleiki sem ég sé að er að gerast í auknum mæli hér í Adelaide og of víða á jörðu, og líka á Íslandi. Ef ég myndi setja mig í þau spor og hugsun, sem væri að telja að þau sem höfðu búið í múrsteins húsunum með görðum í kring, eins og við tvö höfum hér, og sjái svo götuna sem þau áttu heima í, í því síðasta lífi þá væri það ansi ruglandi fyrir þær sálir. En ef þau ætli að kíkja við í gamla húsinu sínu. Tréin öskra á sinn hátt þegar þau eru felld, en ekki allir skynja það. En öskur hrynjandinn er meiri frá stóru gömlu trjánum sem hafa verið að vaxa og skjóta rótum djúpt í iður jarðar í mörg hundruð ár Skógar jarðar eru dýrmætir og voru settir þar sem þeir eru fyrir tilgang. Það er ólýsanlega sorglegt að lesa hvaða græðgi er að gerast í Amazon skógum Suður Ameríku. Kvikasilfri er hellt í árnar sem svo drepur fiska og hefur áhrif á annað, svo ekki sé minnst á það hræðilega magn trjáa þar sem hafa verið felld og það er líka að gerast hér í Ástralíu. En ekki í sama magni eða á alveg sama hátt. Hér er það mest fyrir steinsteypuvæðinguna sem er að skapa meira húsnæði og þá deyja þeir garðar sem hafa átt sín og sitt lífríki í jörðu og fugla himins að sinna sínum störfum þar. Við höfum fengið þó nokkuð af steinsteypuvæðingar afleiðingum þegar eldra fólk hefur selt húsin eða börn þeirra við fráfall foreldra. Þá koma oft þrjú híbýli í stað eins sem var og þá verður enginn garður. Lífríkið sem átti heima þar verið að mestu drepið. Svo eru það hinar nýju upplifanir dýra náttúrunnar Dýrin sem hafa ekki verið notuð á bóndabýlum og verið á jörðu um aldir án þess að upplifa læknisskoðun og hjálp. Hvað þá að þau hafi haft það í heilabúum sínum að hægt væri að svæfa þau til auðveldari skoðunar, og að taka allskonar röntgenmyndir af líkömum þeirra til að sérfræðingar í dýra lækningum gætu bætt ástand heilsu þeirra. Hvernig sú reynsla muni fara inn í DNA‘gena banka þeirra, er nokkuð sem væri fróðlegt rannsóknarefni í framtíðinni. Kenningar trúaraðila sem töldu að mannverur ættu að fjölga sér án hugsunar og mættu drepa dýr og fella tré eru hugsun sem þarf mikillar enduskoðunar og endurhugsunar. Ég óska öllum sem lesa þetta Gleðilegs árs, og þess að jörðin fái líka að eiga ótal aldir með lífríki sínu í friði. Höfundur er Íslendingur sem hefur búið til lengri tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Né mismunur magns dýra í mismunandi löndum Að koma frá landi sem hafði og hefur tiltölulega litla fjölbreytni hvað alvöru náttúrulegt dýralíf varðar, hefur auðvitað verið mikil vakning fyrir mig um svo margt við að búa hér, í þessu landi. Og á þessari stóru eyju sem Ástralía er. Þar sem ég hef búið á, í þrjátíu og átta ár. Ég man eftir því að heyra sem ung manneskja á Íslandi heyra fólk segja að dýrin væru heimsk. En ég trúði því ekki að neitt lifandi væri sett á jörðina án sinnar tegundar vits. Ég gat samt ekki farið í samræður um það þá. Sjónvarpsefni frá dýragörðum og dýralæknum sýna það vit, og það að dýrin sem fólk er að sinna, skilja það sem er sagt. Og er meiriháttar að sjá sel, fíl, og ótal önnur dýr svara með hegðun sem staðfestir að þau heyra og skilja það sem þau væru beðin um að gera. Það á mikið við um vinnu með dýrum í Taronga dýragarðinum í Sydney. Ástin sem starfsfólkið hefur til dýranna gæti látið sumar mannverur vilja að þau gætu frekar farið til dýralækna. Af því að dýralæknar finna út og skynja hvað sé að. Af því að dýrið getur ekki talað mannamál eða lýst verkjum, heldur sýnt þau á sinn hátt. Hér hef ég svo verið að læra æ meira í gegn um árin, um meira af hinu mikla lífríki sem skaparinn setti svo mikið af á jörðina af sínum listrænum eiginleikum sínum á þessa eyju í endalausum formum dýra og gróðurs. Svo fer það eftir loftslagi hvers lands, á og í öll lönd heims með mismunandi dýra og jurtalífríki. Veruleiki sem hefur víkkað sjóndeildarhring minn um lífríki jarðar. Og ég verð að taka fram, að með því er að læra að skilja, að þau eru ekki bara til skrauts og skemmtunar mannvera. Heldur hafa þau öll mjög mikilvæg verkefni fyrir jörðina og allt umhverfið. Síðan er að læra að skilja að hvert dýr sem var sett á jörðina er þar af ástæðu og fyrir tilgang. Vinna þeirra án launa, nema að þau nái að finna þá næringu sem þau þurfa frá umhverfi sínu. Dýr sem vinna vinnu sína og er nokkuð sem mannverur átta sig ekki endilega á hver verkin séu. Það sem skordýr og fiðrildi gera og þær aðrar litlu fljúgandi verur með sín mismunandi og skkrautlega útlit sjá um að vera hluti af að sjá um að mikilvægar fæðukeðjur haldist inn í langa framtíð fyrir mannverur. Þar er ég ekki að taka svo kölluð búdýr inn í þessa umræðu, af því að þau eru í minnstri hættu á að vera gerð útdauð. Ég er að hugsa um öll hin dýrin sem Ástralía er svo rík af. Og ég fór að skilja og læra eftir að flytja hingað að þau hafa öll sín verkefni á þessari eyju og jörðu. Það eru auðvitað mun fleiri tegundir dýra hér í Ástralíu en komast fyrir í stuttri grein, og eru auðvitað líka miklir vinnuþjarkar í umhverfi sínu. Þau eiga eins og öll dýr á jörðu rétt á tilveru sinni. Þess að hver tegund fái að halda áfram að eiga tilveru fyrir tilgang sinn á jörðu, í höfum, vötnum og lækjum. Og það án eigingjarnra glæpaliða sem veiða og drepa fyrir hégóma sinn og peninga græðgi. Þau ósýnilegu skordýr eru einskonar verkalið jarðar að halda jarðvegum hennar á lífi, og í endurnýjum. Svo eru það þau fljúgandi sem eru auðsýnilega listaverk skapara með ótrúlegt hugmyndaflug og lita þekkingu fuglar af fleiri tegundum en ég get talið upp hér. Dýrin í sjónum eins og í Great Barrier Reef eru svo heill heimur listríkis sköpunar sem mannverur hafa bara fengið að sjá eftir að kafarar fóru að geta tekið kvikmyndir í djúpum hafsins. Svo eru það Kengúrur sem eru einskonar hoppandi flugvélar. Og hinir mjög krúttlegu Kóalar sem kúra uppi í trjám og japla á Eucalyptus blöðum. Þeir eru oft með barnið sitt í poka á maganum eða aðeins stærra á bakinu, eins og kengúrur sem eru með pokann og afkvæmi framan á sér þar sem það hentar og stundum eru fóstur á misjöfnu vaxtarstigi inni í pokanum. Wombattinn er einskonar jarðýta og grefur sér holu niður í jörðu. Barry Humprey heitinn sem hafði gælunafnið „Dame Edna“, sagði alltaf þið Possums við áhorfendur og áheyrendur þegar hann hóf grín sín á sviði. En Possums eru enn annað dýr sem eru líka pokadýr. Í stöðugt aukinni steinsteypuvæðingunni finna margir þeirra sig í borgum sem er því miður að aukast, þá verða þeir oft eins og óþekkir krakkar. Sem er auðvitað af því að þeir eru í leit að fæðu og bústað. Einn eða tveir þeirra fundu sér pláss í bílskúrnum okkar, og fóru auðvitað ekki varlega með neitt svo að ýmsar skemmdir urðu. Það er ekki þeim að kenna sem voru ekki settir á jörðina til að búa í borgum með því sem fylgir, heldur því sem ég kom upp með þessi orð fyrir og eru; Steinsteypu væðingin, jörðina er að drepa Ef hún heldur endalaust áfram Mun tilvera mannkyns enda Með loftslagið og það sem sent hefur verið út í himingeyminn Mun annarskonar útkomu skapa Svo eru það hinar endalausu tegundir fugla sem við heyrum fljúga og öskra með sára tóna, af því að steinstæpu væðingin hefur fækkað og rænt þá miklum fæðumöguleikum. Sem er eins og sú væðing hefur gert sýnilegum sem ósýnilegum lífverum á jörðu sem eru ekki mannkyn. Þegar ég kom hingað sem gestur árið 1986 og sá húsin sem voru í hæfilegri stærð og með garði í kring með trjám og allskonar gróðri, sum með meira en aðrir minna af gróðri. Stefna og veruleiki sem ég sé að er að gerast í auknum mæli hér í Adelaide og of víða á jörðu, og líka á Íslandi. Ef ég myndi setja mig í þau spor og hugsun, sem væri að telja að þau sem höfðu búið í múrsteins húsunum með görðum í kring, eins og við tvö höfum hér, og sjái svo götuna sem þau áttu heima í, í því síðasta lífi þá væri það ansi ruglandi fyrir þær sálir. En ef þau ætli að kíkja við í gamla húsinu sínu. Tréin öskra á sinn hátt þegar þau eru felld, en ekki allir skynja það. En öskur hrynjandinn er meiri frá stóru gömlu trjánum sem hafa verið að vaxa og skjóta rótum djúpt í iður jarðar í mörg hundruð ár Skógar jarðar eru dýrmætir og voru settir þar sem þeir eru fyrir tilgang. Það er ólýsanlega sorglegt að lesa hvaða græðgi er að gerast í Amazon skógum Suður Ameríku. Kvikasilfri er hellt í árnar sem svo drepur fiska og hefur áhrif á annað, svo ekki sé minnst á það hræðilega magn trjáa þar sem hafa verið felld og það er líka að gerast hér í Ástralíu. En ekki í sama magni eða á alveg sama hátt. Hér er það mest fyrir steinsteypuvæðinguna sem er að skapa meira húsnæði og þá deyja þeir garðar sem hafa átt sín og sitt lífríki í jörðu og fugla himins að sinna sínum störfum þar. Við höfum fengið þó nokkuð af steinsteypuvæðingar afleiðingum þegar eldra fólk hefur selt húsin eða börn þeirra við fráfall foreldra. Þá koma oft þrjú híbýli í stað eins sem var og þá verður enginn garður. Lífríkið sem átti heima þar verið að mestu drepið. Svo eru það hinar nýju upplifanir dýra náttúrunnar Dýrin sem hafa ekki verið notuð á bóndabýlum og verið á jörðu um aldir án þess að upplifa læknisskoðun og hjálp. Hvað þá að þau hafi haft það í heilabúum sínum að hægt væri að svæfa þau til auðveldari skoðunar, og að taka allskonar röntgenmyndir af líkömum þeirra til að sérfræðingar í dýra lækningum gætu bætt ástand heilsu þeirra. Hvernig sú reynsla muni fara inn í DNA‘gena banka þeirra, er nokkuð sem væri fróðlegt rannsóknarefni í framtíðinni. Kenningar trúaraðila sem töldu að mannverur ættu að fjölga sér án hugsunar og mættu drepa dýr og fella tré eru hugsun sem þarf mikillar enduskoðunar og endurhugsunar. Ég óska öllum sem lesa þetta Gleðilegs árs, og þess að jörðin fái líka að eiga ótal aldir með lífríki sínu í friði. Höfundur er Íslendingur sem hefur búið til lengri tíma í Ástralíu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun