Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 17:01 Hinn tvítugi Charlie Manby fagnar sigri sínum á Ricky Evans í dag. Getty/James Fearn Englendingurinn Charlie Manby tryggði sér sæti í fjórðu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir 4-2 sigur á landa sínum Ricky Evans. Manby er tvítugur múrari frá Huddersfield en með þessum sigri tryggði hann sér sextíu þúsund pund eða rúmar tíu milljónir króna. Manby komst áfram í hádegisleikjunum í dag ásamt þeim Justin Hood (vann Ryan Meikle 4-1) og Kevin Doets (vann Nathan Aspinall 4-3). Sigur Doets kom vissulega líka á óvart enda Aspinall fimmtándi á styrkleikalista mótsins og þekkt nafn í píluheiminum. Frábær frammistaða Doets sá til þess að Aspinall verður ekki meira með á mótinu. Doets mætir Luke Humphries í næstu umferð. MANBY'S DREAM DEBUT CONTINUES 🍾Charlie Manby has reached the last 16 on his debut after defeating Ricky Evans 4-2!The 20-year-old won the last three sets straight and the final five legs in another stellar performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R3 pic.twitter.com/GZ3wLNqCUd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2025 Maður dagsins var hins vegar ungi strákurinn Charlie Manby. Ekki alveg búinn að átta mig á þessu Manby var í samtali við Sky Sports eftir leik og var þá spurður um hversu lengi hann hefði beðið eftir þessari stundu: „Mjög lengi. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu enn þá, en þetta er allt að koma núna. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Manby. Hann var spurður út í Ricky Evans og breytta framkomu hans: „Hann er skemmtilegur karakter, mér líkar vel við hann. Maður sá það breytast nánast strax þegar ég komst yfir. Skorið mitt var til staðar allan leikinn svo ég vissi að ef ég myndi hitta tvöfalda myndi ég vinna,“ sagði Manby. Hef sýnt að ég hef kjarkinn Um hvort hann sé að læra: „Ég er að læra mikið. Fyrsti leikurinn var virkilega erfiður svo ég hef sýnt að ég hef kjarkinn til að gera það og sá seinni var léttur, svo það sýnir að ég bý yfir báðum hliðum í mínum leik,“ sagði Manby. Hann mun mæta Gian van Veen í sextán manna úrslitunum og þar eru hundrað þúsund pund í boði eða sautján milljónir króna. „Mér líkar vel við Gian, mér líkar hvernig hann spilar, fljótur og ungur leikmaður. Honum gengur vel en mér líka. Ég er bara að bíða eftir að ná mínum besta leik. Ég verð hér allan tímann ef ég næ mínum besta leik,“ sagði Manby. Pílukast Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Manby er tvítugur múrari frá Huddersfield en með þessum sigri tryggði hann sér sextíu þúsund pund eða rúmar tíu milljónir króna. Manby komst áfram í hádegisleikjunum í dag ásamt þeim Justin Hood (vann Ryan Meikle 4-1) og Kevin Doets (vann Nathan Aspinall 4-3). Sigur Doets kom vissulega líka á óvart enda Aspinall fimmtándi á styrkleikalista mótsins og þekkt nafn í píluheiminum. Frábær frammistaða Doets sá til þess að Aspinall verður ekki meira með á mótinu. Doets mætir Luke Humphries í næstu umferð. MANBY'S DREAM DEBUT CONTINUES 🍾Charlie Manby has reached the last 16 on his debut after defeating Ricky Evans 4-2!The 20-year-old won the last three sets straight and the final five legs in another stellar performance 👏📺 https://t.co/59TualjgND #WCDarts | R3 pic.twitter.com/GZ3wLNqCUd— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2025 Maður dagsins var hins vegar ungi strákurinn Charlie Manby. Ekki alveg búinn að átta mig á þessu Manby var í samtali við Sky Sports eftir leik og var þá spurður um hversu lengi hann hefði beðið eftir þessari stundu: „Mjög lengi. Ég er ekki alveg búinn að átta mig á þessu enn þá, en þetta er allt að koma núna. Þetta er frábær tilfinning,“ sagði Manby. Hann var spurður út í Ricky Evans og breytta framkomu hans: „Hann er skemmtilegur karakter, mér líkar vel við hann. Maður sá það breytast nánast strax þegar ég komst yfir. Skorið mitt var til staðar allan leikinn svo ég vissi að ef ég myndi hitta tvöfalda myndi ég vinna,“ sagði Manby. Hef sýnt að ég hef kjarkinn Um hvort hann sé að læra: „Ég er að læra mikið. Fyrsti leikurinn var virkilega erfiður svo ég hef sýnt að ég hef kjarkinn til að gera það og sá seinni var léttur, svo það sýnir að ég bý yfir báðum hliðum í mínum leik,“ sagði Manby. Hann mun mæta Gian van Veen í sextán manna úrslitunum og þar eru hundrað þúsund pund í boði eða sautján milljónir króna. „Mér líkar vel við Gian, mér líkar hvernig hann spilar, fljótur og ungur leikmaður. Honum gengur vel en mér líka. Ég er bara að bíða eftir að ná mínum besta leik. Ég verð hér allan tímann ef ég næ mínum besta leik,“ sagði Manby.
Pílukast Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira